blaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 20
20 I JÓLAUNDIRBÚNINGUR MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 blaöiö Hist árlega í 48 ár KR 56 stefnir á jólahlaðborð í ár Það er ekki oft sem fólk heldur sambandi og hittist árlega í 48 ár en það hefur KR 56 gert. KR 56 er félagsskapur stráka sem léku sam- an í þriðja flokki KR árið 1956. Einu sinni á ári heldur KR 56 aðalfund þar sem þeir fara út að borða saman og njóta félagsskap- ar hvers annars. í ár er förinni heitið á jólahlaðborð um miðjan nóvember og eins og jafnan er mikil tilhlökkun. Gunnar Felixson er æviráðinn formaður KR 56 og Örn Steinsen er æviráðinn stallari. Örn segist vera hefðbundinn stallari. „Vaninn er sá að stallarinn sér um alla hluti, pant- ar borð og finnur tíma. Síðan kalla ég á formanninn og við skoðum að- stæður. Hann leggur siðan blessun sína yfir þetta. Það er ekkert gert fyrr en formaðurinn hefur skoðað veitingastaðinn og matseðilinn og lagt blessun sína yfir það. Það eru skemmtilegar hefðir í kringum þetta.“ Gunnar segir að þjálfararnir séu líka með í félagsskapnum. „Við byrjuðum að hittast 1957. Yfirleitt hafa allir mætt sem geta mætt. Við hittumst yfirleitt á haustin og þá er farið út að borða saman.“ Rólegra þegar konurnar eru með Örn segir að það sé alltaf mjög gam- an að hittast. „Það er stórkostlegt að hafa haldið hópinn eftir öll þessi ár og það er alltaf mjög gaman þeg- ar við komum saman. Við vorum í mörg ár einir og konur máttu ekki koma. Svo var ákveðið að betri helmingurinn kæmi inn í þetta og þá varð þetta öðruvisi en skemmti- legra. Þetta varð rólegra en við för- um ekkert nánar út í það,“ segir Örn og hlær. „Það varð svona meiri kúl- túr.“ Samkvæmt Gunnari var hópur- inn upphaflega 12 manns en þau séu svona um 20 manns með mökum. Björgólfur ekki náð yfirtökum enn Aðspurður að þvi hvort þeir ætli ekki að halda áfram að hittast um ókomna tíð segir Örn að þeir ætli að gera það. „Svo lengi sem hægt er. Við erum núbúnir að missa tvo, Þór- ólf Beck og Ólaf Stefánsson en þeir eru látnir.“ {KR 56 eru nokkrir þjóð- þekktir einstaklingar og sem dæmi má nefna Björgólf Guðmundsson, Kristinn Jónsson og fyrrverandi formann KR. Örn segir að Björgólf- ur muni ekki ná yfirtökum í KR 56. „Þetta er eina félagið sem Björg- ólfur getur ekki náð yfirtökunum. Hann hefur reynt mikið í öll þessi ár. Hvern einasta fund reynir hann mikið en það tekst ekki,“ segir Örn og hlær glettnislega. Að endingu viðurkennir Örn að þeir séu allir harðir KR aðdáendur ennþá. „Við erum allir grjótharðir KR-ingar. Við höldum tryggð við gamla liðið og stöndum vel saman.“ ■ svanhvit@vbl.is ‘ V eitinaastaÖurinn éKESSUBRUNNUR XpnungCegur staður ífaðmi ísíensCrajjaCCa. OCjar vinsæCu jóCaCiCaðCorð, CjCœsiCeg, góð og veCútiCátin OKKAR VINSÆLU JÓLAHLAÐBORÐ SEINNI PART NÓVEMBER OG í DESEMBER. VERÐ ER 3.900 Á MANN. VERÐ FYRIR HÓPA ER 3.500 Á MANN ERUM BYRJUÐ AÐ BÓKA. UPPLÝSINGAR ' SÍMA: 861-3976 OG SKESSUBRUNNUR@SIMNET.IS - 1 PANTIÐ TIMANLEGA. ÞEGAR ER ORÐIÐ UPPSELT A VISSUM DOGUM UPPL. OG PANTANIR í SÍMUM: 861-3976, 433-8956 OG 433-8976

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.