blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 3

blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 3
Nýirtímar Reykjavík FRAMTIÐARSYN GISLA MARTEINS I BORGARMALUM Borg fjölskyldunnar Við eigum að gera stórátak í að bæta umhverfi okkar. Fólk velur sér framtíðarheimili með hliðsjón af því hvort umhverfið sé hreint og vistlegt. Fyrirtæki setjast að þar sem starfsfólkinu líður vel Við þurfum góða aðstöðu fyrir íþróttafélög, aðlaðandi skólalóðir, skemmtileg og hrein opin svæði og leikvelli sem hvetja tit útivistar fjölskyldunnar og laða fólk að borginni okkar. ■ Búum til bestu skólana Við eigum að stuðla að fjölbreytni í skólakerfinu. Sama fjárframlag á að fylgja nemendum í sjálfstæðum skólum og nemendum í skólum borgarinnar. Með þeirri hvatningu sem fylgir heilbrigðri samkeppni leysum við úr læðingi metnað og áræði þess frábæra fagfólks sem heldur utan um menntun barnanna okkar. Þannig bætum við og eflum alla skólana í Reykjavík. Húsnæði að óskum borgarbúa Við eigum að skipuleggja framtíðina í borginni í samræmi við þarfir íbúanna Við þurfum margfalt fleiri einbýlishúsalóðir en þær 14 sem úthlutað var á síðasta ári. Á Geldinganesi og f örfirisey má skipuleggja byggð fyrir þúsundir íbúa og fullnægja þannig þörf fyrir nýtt húsnæði í Reykjavík næstu árin. Þá skapar Vatnsmýrin ótakmarkaða möguleika og mun gera Reykjavíkað skemmtilegri borg. Gerum beturvið aldraða Okkur ber skylda til að auðvelda fólki að takast á við breyttan takt í lífinu þegar aldurinn færistyfir. Spýtum í lófana, fjölgum þjónustuíbúðum og hjúkrunarrýmum, eflum heimahjúkrun og lækkum fasteignagjöld hjá eldri borgurum. Við búum í ríku þjóðfélagi og eigum ekki að samþykkja að hækkandi aldur leiði til verri kjara. Það á að vera gott að eldast í Reykjavík. ■ Leysum umferðarhnútana M Frá fortíð til framtíðar Fólk gerir þá sjálfsögðu kröfu að komast greiðlega leiðar sinnar í borginni. Við eigum að leysa umferðarhnútana, hvort sem það er með mislægum gatnamótum, umferð í stokkum, brúm eða göngum. Sundabraut og mislæg gatnamót við Miklubraut og Kringlumýrarbraut eru forgangsmál. Almenningssamgöngur eiga að vera raunhæfur valkostur í borginni. Reykjavíkurborg er þjónustufyrirtæki. Góð þjónusta snýst um að hlusta á fólk og bregðast við óskum þess. Alls staðar í kringum okkur sjáum við nútímavæðingu í rekstri og þjónustu, með endurnýjun, nýsköpun og nýrri tækni. Borgin hefur ekki fylgt þessari þróun. Við gerum kröfu um ábyrga fjármálastjórnun og skilvirkt stjórnkerfi. Með nýju fólki og nýrri hugsun getum við tekið skrefið frá fortíð til framtíðar. GÍSLA MARTEIN í 1. SÆTIÐ Prófkjör Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík fer fram dagana 4. og 5. nóvember. Prófkjörið er opið öllum fétagsmönnum flokksins 16 ára og eldri sem hafa skráð sigfyrir 1. nóvember. Skráning fer fram á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is. www.gislimarteinn.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.