blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 12
12 I INNLENT MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 blaðiö Sönnunarbyrði byggir á huglægu mati dómara Meðferð kynferðisafbrotamála hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og sérstaklega hefur vakið athygli hversu lítill hluti þeirra enda með sakfellingu. En er sönnunarbyrði í kynferðisafbrotamálum of mikil á íslandi eða er skýringanna að leita á öðrum flötum ferilsins? Árið 2003 bárust ríkissaksókn- ara 125 kynferðisafbrotamál til athugunar. Ákæra var gefin út í 34% þeirra og einungis 16 ákærur leiddu til sakfellingar. Þá kemur fram í ársskýrslu Stígamóta frá því í fyrra að af þeim 276 málum sem komu inn á borð til þeirra voru einungis 17 gerendur kærðir til lögreglu. Þar af voru einungis tveir ákærðir. Mikil umræða hef- ur verið í þjóðfélaginu að undan- förnu um ástæður þess að svona erfitt reynist að fá sakfellingar í þessum málum og hvort of þung sönnunarbyrði hvíli á ákærenda í kynferðisafbrotamálum sem fæli þolendur frá því að kæra. í mörg- um tilvikum eru þessi mál þannig úr garði gerð að þar standa orð gegn orði án nokkurra sannana og stökum jökkum Þórður Snær Júlíusson eða vitna og veltur því niðurstað- an á huglægu mati þeirra sem um málin fjalla. Verklagsreglur lög- reglu gagnrýndar í kjölfar dóms í einkamáli konu sem hún höfðaði vegna nauðgunar eftir að mál hennar hafði verið fellt nið- ur af saksóknara var rannsókn lög- reglu á málinu harðlega gagnrýnd. I tilkynningu lögreglu kom fram að þar sem ekkert á vettvangi glæpsins hafi bent til þess að ofbeldisverknað- ur hafi verið framinn og engir sýni- legir áverkar hefðu verið á þolanda þá hafi ekki verið tilefni til ákæru. Slík afstaða þótti gefa til kynna hversu erfitt það væri fyrir þolendur kynferðisafbrota að leita réttar síns í kynferðisafbrotamálum. Samkvæmt upplýsingum frá rík- issaksóknaraembættinu voru árið 2002 gefnar út leiðbeiningar um það hvernig standa ætti að rannsóknum og málsmeðferðum kynferðisaf- brotamála en meðferð þeirra fluttist heim í hérað þegar að rannsóknar- lögregla ríkisins var lögð niður árið 1998. Síðan þá hefur ekki verið starf- andi eiginleg kynferðisafbrotadeild á vegum ríkislögreglustjóra. Þessar leiðbeiningar hafa ekki verið gefnar út nema til lögreglustjóra embættis- ins en eru aðgengilegar starfsmönn- um embættisins á innra neti lögregl- unnar. Þessar leiðbeiningar hafa hins vegar ekki verið gerðar opinber- ar og því engin leið að nálgast verk- lagsreglur lögreglunnar í þessum málum. Arnar Guðmundsson, skóla- stjóri Lögregluskólans, segir þó að meðferð kynferðisafbrotamála sé að sjálfsögðu liður í almennri kennslu í grunnnámi skólans og einnig sé tek- ið á þessum málum í sérnámi fram- haldsdeildar skólans þar sem menn læra til rannsóknarlögreglumanns. Því sé klárlega lögð áhersla á með- ferð kynferðisafbrotamála innan skólans og í þjálfun lögreglumanna. Auðveldara að ná fram sakfell- ingum í brotum gegn börnum Nýlega kom fram i máli Ragnheiðar Harðardóttur, vararíkissaksóknara, að hægara virðist að ná fram sakfell- ingum í kynferðisafbrotamálum þar sem börn eru þolendur en í málum þar sem fullorðið fólk á í hlut. Að- spurð segist hún fyrst og fremst vera að horfa í dómaframkvæmdir máli sínu til stuðnings. Þessar tilslakanir hafi birst mjög greinilega í aukningu á bæði ákærum og sakfellingum í málum þar sem börn eru fórnar- lömb enda hafi um 70 sakfellingar náðst í slíkum málum á síðastliðn- um 3-4 árum. „Það er svolítið erfitt að bera þessa flokka saman en það er svona tilfinningin sem maður hef- ur að það hafi verið gengið lengra í þessum sakfellingum þar sem um er að ræða kynferðisbrot gegn börn- um,“ segir Ragnheiður þegar hún er spurð um ástæður þess að þessar tilslakanir nái ekki til mála þar sem fórnarlömbin eru fullorðið fólk. Sönnunarmat dómara frjálst Ragnheiður segir að ekki séu til nein- ar viðmiðunarreglur eða staðlar í sambandi við úrskurð um trúverð- ugleika fórnarlamba. „Sönnunar- mat dómarans er alveg frjálst. Hann er ekki bundinn af einu eða neinu. Þannig að þær viðmiðanir sem menn hafa eru fyrst og fremst þess- ar ákvarðanir sem hafa verið teknar í fyrri dómum,“ segir Ragnheiður. Hún tekur þó fram að almennt sé alltaf aflað gagna um andlega líðan brotaþola og að skýrslur um hana skipti miklu máli við málsmeðferð. Aðspurð segir hún þetta ekkert nýtt, heldur hafi þetta verið gert árum saman og segist hún telja að kannski gæti svolítils miskilnings varðandi það í þeirri umræðu sem verið hefur undanfarið. Vandaðir gjafapokar í úrvali Eingöngu sala til fyrirtækja. Opiðfrá kl. 08.00-16.00. Réttarhálsi 2-110 Rvk Sfmi: 535-8500 - Netfang: info@ftora.is GRÆNN MARKAÐUR Sönnunarbyrðin af öðrum toga íeinkamálum Kristinn Bjarnason, hæstaréttarlög- maður, segir að það gildi allt aðrar reglur um sönnunarbyrði í opin- berum málum en einkamálum. I opinberum málum eru gerendur verndaðir af bæði stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu sem að ísland er aðili að og segir Krist- inn að í þeim málum hvíli sönnun- arbyrðin alfarið á ákæruvaldinu og allur vafi á sönnun á að metast sak- borningi í hag. I einkamálum er það eftir atvikum hver hefur sönnunar- byrði um einhverjar ákveðnar full- yrðingar sem málið er byggt á. Þar eru engar algildar reglur um hvar sönnunarbyrðin hvílir. Það eru ým- is sjónarmið sem geta komið fram í einkamálum og þar er vanalega sá sem ber hallann af sönnunarskorti sem ber sönnunarbyrðina. Kristinn segir að hann sé hlynntur því að sú regla gildi í opinberum málum að sönnunarbyrðin eigi að liggja hjá ákæruvaldinu og að hann hafi ekki orðið neitt sérstaklega var við að það skorti á sérþekkingu í þess- um málum innan lögreglunnar eða ákæruvaldsins. Vill endurskilgreina lög um kynferðisafbrot Ekki eru þó allir sammála um hvern- ig eigi að skilgreina kynferðisafbrot og hversu rík sönnunarbyrðin þurfi að vera. Stephen Sculhofer, banda- rískur lagaprófessor, hefur haldið því fram að lög um nauðganir ættu að byggjast á hugmyndum um kyn- ferðislegt sjálfræði einstaklingsins og tengjast þannig beint mannrétt- indum hans. Að hans mati á kjarn- inn í lagasetningum um nauðganir og kynferðisafbrot að vera kynferð- islegt sjálfræði en þessa hugmynd vantar algerlega í þau réttindi sem við teljum fylgja því að vera frjálsir og sjálfstæðir einstaklingar. Hann segir í bók sinni, Unwanted Sex: The Culture of intimidation and The FaiT ure of Law, að hvergi sé veitt jafn tak- mörkuð lagaleg vernd og í þessum málum á persónufrelsi einstaklinga þar sem að það séu viðbrögð þoland- ans sem séu metin til sönnunar en ekki hvernig hann upplifir atburð- inn. Þannig sé til dæmis þögn oft túlkuð lagalega sem samþykki sem er þó fjarri því að vera algilt. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.