blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 blaðiö Töfá að úrslitþjóðaratkvceðagreiðslu liggifyrir: Grunur um svindl íraskir embættismenn sögðu í gær að töf yrði á því að opinber úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórn- arskrá landsins yrðu gerð opinber vegna ásakana um kosningasvindl. Þeir sögðu að óvenjugóð þátttaka hefði verið í atkvæðagreiðslunni á sumum svæðum og því þyrfti að at- huga kjörseðla á ný. Óeðlileg vinnubrögð Stjórnmálamenn úr röðum súnni-ar- aha hafa gefið i skyn að óeðlilegum vinnubrögðum hafi verið beitt í því skyni að tryggja samþykki stjórnar- skrárdraganna. Eftirlitsmenn Sam- einuðu þjóðanna segja aftur á móti að atkvæðagreiðslan hafi gengið vel fyrir sig og að flestir hafi getað greitt atkvæði. Sjálfstæð kjörnefnd í frak sagði að hún þyrfti fáeina daga til viðbótar til að ljúka talningu atkvæða eftir að í Ijós kom að tölur frá sumum hér- uðum voru of háar. Á sumum svæð- um greiddu nær allir kjósenda með skránni en á öðrum svæðum var því þveröfugt farið. Talning atkvæða tefst einnig vegna þess að sandrok í miðhluta landsins kom í veg fyrir það að hægt væri að fljúga með kjör- seðla til Bagdad þar sem talning fer fram. Hafnað í tveimur héruðum Upphaflega var gert ráð fyrir að úrslit lægju fyrir síðar í vikunni en kjörnefndin áætlar nú að það kunni að tefjast um fáeina daga. Óstaðfest- ar niðurstöður sem hafa lekið til fjöl- miðla herma að stjórnarskrárdrögin hafi verið samþykkt. Samkvæmt þeim voru þau samþykkt með mikl- um meirihluta í héruðum sjítamús- lima og kúrda en í tveimur héruðum landsins var þeim hafnað. Sé drög- unum hafnað í að minnsta kosti þremur héruðum landsins verður stjórnarskráin ekki samþykkt. frösk kona virðir fyrir sér veggspjald vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá landsins sem fram fór um helgina. Þú færö nýjan Opel Astra frá aöeins 1.695.000 kr. eöa 19.772 kr. á mánuði. Ingvar Helgason Sævartiöfða 2, stmi 525 8000, www.ih.is Opiö: Mán - fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 Friðrik krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessa ásamt nýfæddum syni sínum á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem prinsinn ungi fékk að baða sig í kastljósi fjölmiðla en án efa ekki í það síðasta. Hann lét athyglina þó ekki slá sig út af laginu og svaf sem fastast enda afar skapgóður að sögn móðurinnar nýbökuðu. Ráðherra fær köku í höfuðið Kristin Halvorsen, nýr fjármálaráð- herra Noregs, fékk óblíðar móttök- ur á fyrsta degi sínum í nýju starfi þegar köku var hent í höfuð hennar. Halvorsen, sem er 45 ára og leiðtogi SSsíalíska vinstriflokksins, sakaði ekki við árásina en vildi ekki tjá sig um hana. Rune Henden, fulltrúi lögreglunnar í Ósló, sagði að árásar- maðurinn hefði verið handsamaður en gaf ekki upp nafn hans eða hvaða ástæða kunni að hafa legið að baki árásinni. „Það er verið að yfirheyra hann,“ sagði Henden og bætti við að hann mætti eiga von á ákæru í fram- haldinu. Maðurinn, sem er á þrítugs- aldri, sagði fréttamönnum sem voru á staðnum að ástæða verknaðarins væri sú að hann væri mótfallinn því að Halvorsen væri fjármálaráðherra. Maðurinn gaf sig á tal við Halvorsen þegar hún mætti í ráðuneytið í gær. Hann sagðist vilja færa henni köku en þegar Halvorsen áttaði sig á því sem var að gerast fékk hún kökuna í hnakkann. Taugatitringur í Hvíta húsinu: Rove hugsanlega ákærður Stjórnvöld í Bandaríkjunum bíða nú óþreyjufull eftir að alríkissak- sóknari taki ákvörðun um hvort hann leggi fram ákæru á hendur Karl Rove, einum helsta ráðgjafa George Bush, forseta. Rove er ásamt Lewis Libby, starfsmannastjóra Dick Cheney, grunaður um að hafa upplýst blaðamann New York Tim- es um að Valerie Plame væri einn af starfsmönnum bandarísku leyni- þjónustunnar CIA. Eiginmaður Plame, sem vinnur í bandaríska utanríkisráðuneytinu, gagnrýndi á sínum tima gögn sem áttu að sýna fram á að írakar byggju yfir gereyð- ingavopnum og voru meðal annars notuð til að réttlæta árás í landið. Vilja sumir fréttaskýrendur meina að með því að gefa upp nafn Plame hafi Libby og Rove viljað refsa eigin- manni hennar fyrir gagnrýnina og ekki skeytt um að með því hafi þeir brotið landslög. Ólöglegt er að gefa upp nöfn starfsmanna bandarísku leyniþjónustunnar. Patrick Fitzger- ald, sérskipaður saksóknari, hefur rannsakað hver lak nafni Plame síð- an 2003 og er ekki vitað hvort og þá hvenær ákæru er að vænta í málinu. Áfall fyrir Bush Ef Rove verður ákærður mun hann neyðast til að segja af störfum fyrir Bush og yrði það enn eitt áfallið fyr- ir forsetann á skömmum tíma. Bush hefur sjaldan verið jafnóvinsæll og nú, ekki aðeins meðal kjósenda held- ur einnig meðal félaga sinna í Repú- blikanaflokknum. Vinsældir hans dvínuðu mjög í kjölfar slælegra við- bragða við fellibylnum Katrínu en einnig hefur mikið mannfall í Irak og umdeild tilnefning á hæstaréttar- dómara þar áhrif á. Karl Rove, einn helsti ráðgjafi George Bush Bandaríkjaforseta, verður hugsanlega ákærð- ur fyrir að hafa lekið nafni starfsmanns bandarísku leyniþjónustunnar til fjölmiðla.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.