blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 24
24 I FYRIR KONUR MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 blaöiö Upphaf kvennafrídagsins Sameinuðu þjóðirnar ákváðu árið 1972 að árið 1975 yrði tileinkað kon- um. í raun var allur næsti áratugur á eftir tileinkaður konum. Fjór- ar stórar kvennaráðstefnur voru haldnar, hver í sínu heimshorninu og sú síðasta var haldin i Nairobi árið 1985. Tilgangurinn með því að tileinka konum þennan tíma var ákaflega brýnn. Athygli var loks vakin á stöðu kvenna í þjóðfélaginu og áhersla lögð á jöfn réttindi, tæki- færi og ábyrgð hjá kynjunum. Konur urðu loks meðvitaðar um það að þær voru ekki jafnokar karlmanna þegar kom að sjálfsögðum réttindum. Þær ákváðu að berjast fyrir rétti sínum og þar voru íslenskar konur engin undantekning. Ó,ó,óstelpur.... Hvers vegna þegjum við þunnu hljóði ogþótt við tölum, ersem það heyrist vart? Hvaðgera stelpur, sem langar í Ijóði að leggja til svojjarskalega margt? Ogallirgarga: Hvað erhún að þvarga? Það heyrist ekkert í henni. Hvað œtli sé að röddinni? Eiga þá stelpur alltafað þegja ogaðeins vona að strákar túlki þeirra mál. Eða upp að rísa og rétta úr kútnum ogreka upp öskur.Efþið bara hélduð kjafti þá munduðþið heyra í okkarhljóðu sál. 99.................. Kvennafrídagurínn verður endurvakinn hér á landi þann 24. október. Hann er haldinn með sömu formerkjum og fyrir 30 árum - að vekja athygli á verðmæti þvísem liggur í vinnu- framlagi kvenna. Ó, ó, ó stelpur.... Við brýnum okkar raust svo berist hún um heiminn. Þetta lag ásamt fleiri baráttusöngv- um var sungið af fjölda kvenna sem saman var kominn þann 24. októb- er árið 1975 við Lækjartorg. Sam- staðan var ótrúleg og eins hávær og fjölmennur fundur hafði ekki sést í manna minnum. Barátturæðurnar voru ófáar, hróp og köll báru þess merkis að núna hefðu konur fengið nóg - jafnrétti skyldi náð fram og það strax. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir sagði meðal annars í ræðu sinni þennan dag; „Eg hef orðið þess vör að sumir karlmenn og fáeinar karlhollar kon- ur halda að við þessar konur sem eru að halda fram skoðunum viljum reka karlmenn út í horn og svipta þá öllum völdum, jafnvel kyrrsetja þá i eldhúsi eða yfir börnum. Ekkert er fjær okkur en að kúga karla. Við viljum jafnrétti. Hvorki meira né minna. Við þurfum að leysa flest ef ekki öll mál í félagi við karla.“ (tekið af vef Kvennasögusafns) Þarna hitti Aðalheiður naglann á höfuðið. Allan þennan tíma hafa konur verið að berjast fyrir jafnrétti - ekki því að taka völdin í sínar hend- ur. Feministum, rauðsokkum og kvenréttindakonum hefur gjarnan verið líkt við kynlausar nornir sem vilja leggja undir sig heiminn og útrýma karlmönnum. Slíkur mál- flutningur ber auðvitað tómu örygg- isleysi og andróðri vitni. Baráttan snýst samt sem áður um jafnrétti - helmingur mannkyns er konur og helmingur karlkyns. Dæmið er ein- falt. Konurnar sem saman voru komn- ar þennan dag árið 1975, fullar af bjartsýni og óþrjótandi baráttuanda hugsa sig örugglega tvisvar um þeg- ar þær átta sig á því að það eru liðin þrjátíu ár. Þrjátíu ár síðan þær börð- ust með kjafti og klóm fyrir jafnrétti og ennþá á fullkomið jafnrétti langt í land. Kvennafrídagurinn verður end- urvakinn hér á landi þann 24. okt- óber. Hann er haldinn með sömu formerkjum og fyrir 30 árum - að vekja athygli á verðmæti því sem Þar sem sumir sjá te sjáum við tækniþróun Origins kynnir tvær nýjar leiðir til að styrkja húð þína með hvítu tei Annarsvegar andoxunarmaskann Perfect World Night- tíme antioxidant mask til að nota á kvöldin - og hinsvegar andoxunarsalvann Perfect World Antioxidant lip guardian fyrir varirnar. Þessi rjómamjúki sefandi maski sem í er notað fágætt hvítt silfurtoppate ásamt fimm öðrum verndandi efnum gerir frjálsar róteindir óskaðlegar áður en þær ná að skerða viðgerðarhæfni húðarinnar sjálfrar. Maskinn eflir rakaf- orða húðarinnar svo að morgni dags er húðin mjúk og slétt. Önnur nýjung er andoxunarefnið í Perfect World Antioxidant lip guardian varasalvanum. í það er einnig notað hvítt te til að hjálpa til að verja viðkvæmar varirnar fyrir umhverfisskaða. Njóttu kosta hvíta tesins. x 3 frftt. Hafðu með þér heim til að prófa gjafapakkningar af A Perfect World White Tea Skin Guardian, Antioxidant moisturizer og Firming moisture treatment fyrir augum. Á meðan birgðir endast ORICINS Tnf ***?<£ G -rt+nn Útsölustaðir: Hagkaup Kringlan, Hagkaup Smáralind, Hagkaup Spöngin, Lyf og heilsa Kringlan, Lyfja Lágmúla, Lyfja Laugavegi, Lyfja Smáratorg, Lyfja Smáralind, Snyrtistofan Lipurtá Setbergi. ORICINS Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Mynd: Kvennasögusafn liggur í vinnuframlagi kvenna. Því miður eru konur ennþá með lægri laun en karlar, allt að 20% fyrir ná- kvæmlega sömu vinnuna og ennþá liggur meginábyrgð í heimilishaldi á konum. Ennþá fleiri karlar eru líka í stjórnunarstöðum en konur. ísland er það land þar sem flestar konur eru á vinnumarkaðinum, karlar hafa rétt á fæðingarorlofi líkt og konur og fleiri konur en karlar útskrifast úr háskóla. Konur munu halda áfram að berjast fyrir sann- gjörnu og sjálfsögðu jafnrétti þar til takmarkinu verður náð. Katrín Rut Bessadóttir Ráð við drunga í sálinni Það má segja að ég hafi gert góðverk um daginn og ég er fullviss um að það hafði enn betri áhrif á mig en konuna sem ég hjálpaði. Við hjónin vorum að aka eftir hraðbraut - sem var samtals fjórar akgreinar. Himininn var grár og bílarnir á fleygiferð eftir blautu mal- bikinu. Allt í einu sáum við aldraða, vel til hafða konu reika áttavillta út í umferðina. Það sást strax að ekki var allt með felldu. Hún var utan við sig og hrædd að sjá, en æddi samt beint út á hraðbrautina í veg fyrir alla bilana. Við snérum við og ókum i átt til hennar. Þetta var eins og atriði í bandarískri hasarmynd. (Nei annars, ekki bandarískri, því þær fjalla svo sjaldan um gamlar konur). Konan rétt slapp milli bil- anna. Komst út á umferðareyjuna. Stoppaði þar, komst ekki yfir skurð og grindverk sem þar var og var byrj- uð að snúa við - æðandi aftur út á hraðbrautina þegar ég hljóp til henn- ar, greip í hana og spurði hvort eitt- hvað væri að. „Ég er villt,“ sagði hún, „var búin að fara með barnabarnið mitt á leikskóla þegar ég lenti hér og veit ekki hvernig ég kemst heim.“ Þegar ég bauð henni far með okkur bauðst hún til að borga, var viss um að við værum leigubíll. Ég sagði að við hefðum nægan tíma og skyldum skutla henni heim. Við komumst að því hvar það var og kvöddum þessa penu, eldri dömu við húsdyrnar. Síðar um daginn hringdi ég í þetta hús til að spyrja hvort ekki væri allt í lagi með hana. Hún mundi nú ekki eftir því að hafa verið ekið heim af ókunnugu fólki en taldi að daginn áður hefði hún villst og fengið að- stoð frá hjónum. Hún sagðist nýlega vera orðin ekkja og búa ein í húsinu stóra. Mér leist ekki á blikuna, ég hefði getað verið hver sem var að reyna að safna mér upplýsingum í óheiðarlegum tilgangi. Svo ég hafði upp á fjölskyldu konunnar og lét vita að hún hefði verið hætt kominn, týnd í umferðinni, áttavilt og kom- in út úr sínu hverfi. Ég man eftir ættingjum mínum sem líka lentu í hættu þegar alzheimer var að gera vart við sig. Það getur verið svo mik- ill dagamunur á fólki þegar sjúkdóm- ur er að byrja. Allt í góðu á stundum en bjargarleysi inn á milli. Ég er ekki að segja þessa sögu til að verða mér úti um geislabaug. Heldur til að benda á tvennt: -Hvers vegna stoppuðu ekki fleiri þegar öldruð kona var í lífshættu á hraðbraut? Brjálæðislega liggur okk- ur á. -Ef við stöldrum við og gerum eitthvað fyrir aðra erum við að gera sjálfum okkur mikinn greiða. Það er fátt sem skapar meiri vellíð- an en að verða að liði. Okkur leið svo vel eftir að hafa komið konunni til aðstoðar. Svei mér þá, það birti ekki bara til á himninum heldur líka í sál- inni minni eftir þetta. Gullkorn sem ég rakst á einhvers staðar segir: „Ef þér getur ekki lið- ið vel í dag getur þú alla vega reynt að láta öðrum líða vel“ - og það er beggja hagur. Kveðja, Sirrý www.si.is I

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.