blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 25
blaðið MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2006
I 25
Jólaglöggin
Frá rómverskum sœlkerum
að íslenskum piparkökum
Gavius Apicius, mikils metinn sæl-
keri, lifði hinu ljúfa lífi á fyrstu öld-
inni í Rómarveldi Tíberíusar. Eftir
að hafa eytt stórfé í mat og vín þá
fór pyngjan að léttast all ískyggilega.
Til að forðast sult og þá niðurlæg-
ingu að þurfa að hægja á íburðar-
miklum glanslífstílnum þá eitraði
hann fyrir sér. Áður en hann lét
vaða þá skráði hann uppskrift sína
að krydduðu víni í eina af fyrstu
matreiðslubókunum sem nokkurn
tímann voru skrifaðar svo að afkom-
endur hans gætu notið i framtíðinni.
Þannig hófst saga kryddvínsins, for-
vera þess sem þýskir kalla glúhwein
og við þekkjum best sem jólaglögg.
(inngangur: feitletrað)
Glúhwein og jólapúns
íslensku jólaglöggin á uppruna sinn
að rekja til hins þýska glúhwein er
breiddist sem eldur í sinu um allan
heim. Helsti munurinn á glúhwein
og jólaglögginni sem við þekkjum
best er sá að glúhwein inniheldur
oftar en ekki nellikur og jafnvel van-
illustangir. Þar er sykri líka oft skipt
út fyrir hunang. Á Englandi er jóla-
glöggin vanalega kölluð jólapúns
enda eiga Bretar aðra söguskýringu
á upprunanum en margir aðrir. I
forn-Indlandi fóru nefnilega prest-
ar að brugga heitt púns sem hluta
af helgiathöfnum er framkvæmd-
ar voru i hófum þeirra. Sæfarar og
kryddkaupmenn frá breska heims-
veldinu uppgötvuðu síðar púnsið
á Indlandi árið 1658 og fluttu með
heim. Þegar komið var fram á sautj-
ándu og átjándu öld var heitt púns
orðið að tískufyrirbrigði meðal
ensku hefðarstéttarinnar sem og í
evrópskum yfirstéttasamkvæmum.
Jólaglöggin þróast með árunum
Á nítjándu öldinni varð glöggin tals-
vert daufari en fólk á að venjast í
dag. Helstu ástæður þess að glöggin
varð sterkari með árunum er sú að
menn fóru fljótlega á 20. öldinni að
bæta brenndum sykri út í hana til að
bragðbæta. Þá var sykurinn lagður í
mót ofan á drykkinn áður en kveikt
var í honum og áfengið þannig látið
brenna sykurinn áður en að honum
var hrært saman við glöggina. Þegar
drykkurinn er hitaður á þennan hátt
hverfur hins vegar talsvert af áfeng-
inu og þessi háttur er ekki hafður á
lengur. Engu að síður hefur sú hefð
að styrkja glöggina haldist allt frá
þessum tímum og tíðkast það enn
þann dag í dag. Glöggin á því lítið
sameiginlegt með glúhwein lengur.
Afar mismunandi útgáfur eru til af
uppskriftinni af glögginni og marg-
ar fjölskyldur eiga sínar sérstöku
„leyniuppskriftir". Uppistaðan er
samt líklega sú sem Svíinn Gustav
Björklund bjó til enda fáir sem halda
heiðri glaggarinnar jafn hátt á lofti
og Svíar. Björklund þynnti rauðvín
til helminga á móti vatni og sykri og
bætti negul og kanil við.
Aðferðafræðin
Til að búa til glögg er rauðvínið hitað
í potti ásamt vodka eða kláravíni og
vatni oft bætt við til að drýgja sterka
vínið, sérstaklega ef notað er áfengi
sem er sterkara en 40%. Sykurinn er
látinn leysast upp í víninu áður en
að negulnöglum og kanilstöngum er
bætt út í. All mörgum finnst gott að
bæta appelsínuberki út í til að bragð-
bæta. Glöggin er svo látin malla við
lágan hita í góðan klukkutíma áð-
ur en að hún er smökkuð og undir-
stöðuhráefnum bætt við eftir smekk.
Einnig getur verið gott að bragðbæta
enn frekar með til dæmis púrtvíni
eða koníaki. Að lokum er glögginni
hellt í litla bolla og möndlur eða
rúsínur bornar fram með í skálum
sem hver og einn bætir út í glöggina
eftir smekk. Á Islandi hefur hins
vegar tíðkast að bera jólaglögg fram
í vínglösum með piparkökum.
Uppskrift að jólaglögg
1 lítri rauðvín
15 d. ákavíti
10 stk. kanilstangir
2 tsk. kardimomma
5 stk. negulnaglar
5 sneiðar engiferrót
225 grömm sykur
Látið malla, ekki sjóða, við meðalhita í klukkutíma. Kælið í hálftíma
og sigtið svo frá. Hitið aftur og berið frarn með rúsínum og heslihnetum
eða piparkökum. í stað ákavítis má nota vodka. Mörgum þykir gott að
bragðbæta með púrtvíni, koníaki, armagnac eða Grand-marnier.
Að drekka bjór með mat
Þó að vínmenning íslendinga sé í ör-
um vexti þá eru þeir frekar aftarlega
í því að nýta sér bjórdrykkju með
mat á meðan aðrir Evrópubúar og
Austurlandabúar eru mun þróaðri
á því sviði. íslendingar vita þó að
það er mjög gott að fá sér hnetur eða
kryddað snakk með bjórnum en sé
réttur bjór valinn með máltíðinni er
hægt að njóta matarins til fullnustu.
Slakur á reglunum
Réttir eiginleikar bjórsins ýta undir
bragðið af matnum og svo getur því
líka verið öfugt farið - að maturinn
dragi fram hið rétta bragð bjórsins.
Þeir sem hafa kynnt sér þetta vel
segja að það mest heillandi við að
kynnast bjórnum sé að para hann
saman við alls kyns mat og finna út
hvað hentar best. Unnendur bjórs
verða að hafa í huga að reglurnar
eru ekki eins strangar eins og þegar
kemur að því að drekka vín með mat
- það getur verið afar sveigjanlegt og
mikið smekksatriði hvers og eins
hvaða bjór er bestur með hvaða mat.
Hvað með hverju
Með sætum mat er rétt að drekka
sætan eða þurran bjór og að sama
skapi kallar súr matur á súran bjór.
Sýra vinnur á fitu og því er gott að
drekka humalríkan bjór með feitum
mat. Til að milda kryddaðan mat er
gott að drekka maltmikinn bjór. Ef
einhver vill hafa matinn sérstaklega
sterkan og draga fram sem mest
bragð hentar humlaður bjór vel.
Oft er gott að velja bjór frá sama
landi og rétturinn. Þá er líklegt að
rétturinn og bjórinn hafi þróast
saman, lagað sig hvor að öðrum.Það
þykir mjög fínt og gott að fá sér vín
og osta en það sem færri vita er að
bjór og ostar henta líka sérstaklega
vel saman. Þá gildir það að eftir því
sem osturinn verður bragðsterkari
hentar bragðmeiri bjór með.
Bjórhátíð
Þess má geta að í október er sérstök
bjórhátíð í ÁTVR og þá geta allir
áhugamenn um bjór farið og kynnt
sér nýjar bjórtegundir sem þar verð-
ur að finna og spurt starfsmenn um
það hvaða bjór tilheyrir þeim flokk-
um sem hér voru upp taldir. Svo er
urn að gera að prófa sig áfram og
finna út hvaða samsetning hentar
bragðlaukunum best.
Heimild: Bjórbæklingur ATVR
sem gefinn var út í tengslum
við bjórhátíð í október.
Vélin sem þú hefur beðið eftir!
Finepix S9500 sameinar það besta úr venjulegum stafrænum myndavélum og D-SLR.
DÐÍGCBíI
Innbyggð 28-300 mm linsa (10.7x)!
9.0 milljón díla Super CCD HR flaga með “Real Photo” tækni.
■ Aðeins 0,8 sekúndur að kveikja á sér og verða tökuklár! Tökutöf er aðeins 0,01 sekúnda!
Hægt að stilla handvirkt og stýring á aðdráttarlinsu er á linsuhringnum!
Vélin tekur kvikmyndir og hægt er að breyta aðdrætti meðan á töku stendur!
Með háhraöa USB 2.0 tengi fyrir skráraflutning í tölvu.
Skór fyrir auka flass!
Verð kr.
69.900
FUJIFILM
Sjá nánar: www. fujifilm.is / www.ljosmyndavorur.is
Ljósmyndavörur Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 04501 Myndsmiðjan Egilsstöðum