blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 14
blaðið* Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. BREYTA A GÖLLUÐUM LÖGUM Mikil og hörð umræða hefur orðið um svonefnt eftirlaunafrum- varp ríkisstjórnar íslands að undanförnu. Ástæðan er að í ljós hefur komið að kostnaður við frumvarpið var langt um- fram það sem menn höfðu ímyndað sér áður. Gert hafði verið ráð fyrir að kostnaður yrði í „versta falli“ um 440 milljónir króna á ári, en nú hef- ur komið í ljós að hann nemur um 650 milljónum króna. Við þetta „ágætá' fumvarp þarf augljóslega að gera nokkrar athuga- semdir. 1 fyrsta lagi hljóta menn að staldra við og spyrja - af hverju lá ekki fyrir, áður en frumvarpið var samþykkt, hvað það myndi kosta. Menn virðast hafa skotið svona gróflega á það hversu margar milljónir skattborgarar þessa lands þyrftu að greiða fyrir feitari launatékka fyrr- um ráðherra og þingmanna - og skotið langt yfir markið. Þetta er því miður ekki það eina sem hefur komið mönnum á óvart eft- ir að frumvarpið var keyrt í gegnum þingið. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ein afleiðing frumvarpsins er að fyrrverandi ráðherrar hafa alla möguleika á að þiggja full eftirlaun þrátt fyrir að stunda fulla vinnu hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Rökin, sem notuð voru þegar ver- ið var að keyra hin umdeildu lög í gegn, voru að það væri oft erfitt fyrir þingmenn og ráðherra að finna vinnu við hæfi eftir að þeir hefðu misst stól sinn á þingi. Hægt er að taka undir þau rök að hluta til, en segja má að þau falli um sjálf sig þegar í ljós er komið að þeir sem þó fá vinnu eft- ir þingsetu, njóta þessara kjara engu að síður. Slíkan hringlandahátt er ekki hægt að líða. Það hlýtur að vera krafa þjóðarinnar að þingmenn vandi til verka þeg- ar lög eru sett. Það hlýtur líka að vera krafa þjóðarinnar að ef þingheimur gerir mistök - eins og greinilegt er að gert var í þessu tilfelli - þá séu þau leiðrétt. Sú röksemdarfærsla að erfiðara sé að taka réttindi af mönnum en að setja þau á - rök sem notuð hafa verið til að útskýra af hverju ekki er fyrir lifandi löngu búið að breyta hinum gölluðu lögum - hljóma ansi léttvæg. Öryrkjar er hópur sem þekkir að breytingar á tekjustofni þeirra eru oft gerðar afturvirkar. Þá er ekkert mál að taka af fólki það sem þeg- ar hefur verið sett á. Kannski það sé auðveldara vegna þess að þingmenn eru ekki að taka réttindi af sjálfum sér og vinum sínum! Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. BYRJENDUR f HEIMAVÍNGERÐ ! Áman stendur fyrir námskeiðum í heimavíngerð. Næsta námskeið verður haldið miðvikudaginn 26. Október kl. 19:00 Farið verður yfir ferilinn við víngerðina og gefin góð ráð. Leiðbeinendur eru starfsmenn Ámunnar. Lengd u.þ.b. 2 klukkustundir. Verð kr. 2.000- og innifalið er byrjunarsett. Þáttakendum býðst 20% afsláttur af öllum vörum Ámunnar á námskeiðskvöldinu. Skráning og nánari upplýsingar á www.aman.is og síma 533-1020. (áHian) 14 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 blaðiö VÍP VERDVIV m VKXA PöMARAM B0SS;Er víz> nnm m m vínnA 'hEUblAfJ FJölMiplASlAG ■ Pegar friðhelgi einka- lífsins verður að víkja Fyrir nokkuð mörgum árum sá ég dramatíska og gott ef ekki sannsögu- lega spennumynd í sjónvarpinu um konu sem raðmyrðir karla. Seint í myndinni kemur í ljós að faðir kon- unnar hafði selt öðrum körlum að- gang að henni þegar hún var stúlku- barn. Við að horfa á myndina fékk ég á tilfinninguna að morðin sem konan framdi væru nánast eins og smáglæpir við hliðina á þeim glæp- um sem framdir höfðu verið á henni sem barni. Mér þótti morðæði henn- ar afar skiljanlegt og rökrétt - jafn- rökrétt og sjálfsvíg, að annað hvort gæti maður ekki lifað við slíkar minningar eða yrði að finna ofsa- fengna leið til að virkja reiðina. Ólýsanlegir glæpir á allra vitorði? Þess vegna verð ég nær agndofa af undrun yfir því að sjá systurnar úr gula húsinu i Hafnarfirði tjá sig af yfirvegun og skynsemi um reynslu sína. Greindar, þroskaðar og fallegar konur. Eru engin takmörk fyrir því hvað sumt fólk getur verið sterkt? Ég get sem betur fer sagt að ég vissi ekkert um glæpina í gula hús- inu. Ég hef enda aldrei búið í Hafn- arfirði. Mér hefur hins vegar borist til eyrna að þessir glæpir hafi verið alþekktir meðal nágranna fjölskyld- unnar og skólabarna í hverfinu. Ekki er hægt að slá því föstu að vitn- eskja um verstu glæpina hafi verið á almanna vitorði, þ.e. barnavænd- ið, en a.m.k. kynferðismisnotkun föðurins á stúlkunum. Það er því afar erfitt að trúa þeim fulltrúum kerfisins sem undanfarið hafa tjáð sig í fjölmiðlum og ekki sagst vita af neinu. Hinu verður hins vegar alveg trúað að erfitt hafi verið um vik að hlutast til um málin, jafnvel ómögu- legt. Barnaverndarmál geta nefnilega án nokkurs vafa verið ólýsanlega erfið úrslausnar. Tilhugsun um þau setur mann a.m.k. i vanda: Annars vegar krefst maður þess að búa í sam- félagi sjálfstæðra einstaklinga þar sem fjölskyldumál eru einkamál; hins vegar verður að vernda saklaus börn. Það getur verið erfitt að láta þetta tvennt fara saman. Ágúst Borgþór Sverrisson Hamast gegn Barnaverndarnefnd Þessa dagana rifjast upp fyrir mér hvernig ýmsir fjölmiðlar hafa ham- ast gegn barnaverndaryfirvöldum í einstökum málum á undanförnum árum. Mikið hefur borið á slíkum skrifum í DV undanfarna mánuði og fyrir nokkrum árum voru þau áberandi í Mannlífi sem gekk einu sinni svo langt að birta forsíðumynd af forræðissviptri móður stífmál- aðri og gera þannig úr henni stjörnu um skeið. Barnaverndaryfirvöld geta ekki tjáð sig um einstök mál og því heyrast aðeins sjónarmið for- eldra sem samkvæmt einhliða frá- sögnum fjölmiðla hafa verið svipt afkvæmum sínum að ósekju. Stund- um nægja reyndar ljósmyndir af for- eldrum einar og sér til að fullvissa mann um að viðkomandi einstak- lingur geti ekki alið upp barn. Þetta eru ekki fordómar gegn útliti, en sum andlit segja bara einfaldlega of mikla og opinskáa sögu til að hægt sé að leiða hana hjá sér, og þar með verður öll blaðagreinin markleysa. Því hefur hins vegar verið haldið fram í mín eyru að foreldrarétturinn sé gríðarlegar sterkur og að börn séu ekki numin frá foreldrum nema í ítr- ustu neyð. Tvö hryllileg barnsmorð á síðustu árum eru vísbending um að ekki sé gengið nógu hart fram 1 forræðissviptingum. Þetta mættu fjölmiðlar hafa í huga áður en þeir skrifa um næsta forsjársviptingar- mál - þeir hinu sömu fjölmiðlar og spyrja núna: Hvers vegna var systr- unum í gula húsinu ekki bjargað? Höfundur er rithöfundur. Klippt & skoríð Af forystugreinum Fréttablaðsins á mánudag og DV í gær verður ekki annað séð en að Baugsmiðlarnir vilji friðmælast við Sjálfstæðisflokkinn undir nýrri forystu. I Fréttablaðinu fjallar Guðmundur Magnússon þannig um „viðreisn hófsem- innar" og Geir H. Ha- arde sagður „réttur maður á réttum tíma", en í DV hvetur Páll Baldvin Baldvins- son til þess að íhaldið og Samfylking taki sameiginlega við stjórnartaumunum. Meira að segja Jónas gamli Kristjánsson reynir að stilla sig í dálknum fyrir neðan og talar vel um landsfundi Sjálfstæðisflokksins. En síðan springur hann raunar í lokin og llkir Haarde við Mússólíní. Pað er gömul saga og ný að hverjum þyki sinn fugl fagur. Prófkjör sjálf- stæðismanna í Reykjavík, sem fram fer 4. og 5. nóvember, hefur þannig ekki ein- kennst af miklum hita, en hins vegar segja inn- vígðiraðþað munibreyt- ast fyrr en varir. En það er athyglisvert að fara á vefi oddvitaframbjóð- _ endanna, Gísla Marteins Baldurssonar og Vilhjálms Þ. Vllhjálmssonar, þar sem lagt er út af mismunandi skoðanakönnunum. í einkasamtölum eru þær túlkanir svo enn glæsilegri. Þannig mun Vilhjálmur njóta meiri vinsælda hjá fólki utan Sjálfstæðisflokksins en klipptogskorid@vbl.is Gísli Marteinn, sem hans menn segja vísbend- ingu um að hann sé líklegri til þess að landa nýj- um kjósendum fyrir íhaldið. Gíslamenn segja á hinn bóginn tölurnarsönnun þess að Vilhjálm- ur sé veikari frambjóðandi, fyrst andstæðingar sjálfstæðismanna vilji frekar kljást við hann. Eg ætla að biða" er yfirskrift auglýs- ingaherferðar gegn vímuefnum sem kynnt var á mánudag við upphaf vímuvarnarviku, en markmið hennar er sagt vera það „að hvetja unglinga til þess að taka ákvörðun um að bíða með að prófa áfengi, tób- ak eða vímuefni þar til þau hafa þroska til að velja." Augnablik... hvað er eiginlega verið að segja? Að svo framarlega sem tímasetningin sé rétt geti menn valið sér eitur við hæfi? Hér hafa skilaboðin eitthvað þvælst fyrir mönnum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.