blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 31

blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 31
biaöiö MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 ÍÞRÓTTIR I 31 Körfubott- inníkvöld Tveir leikir eru í Iceland Express-deild lcvenna í körfu- knattleik í kvöld. Grindavík og Breiðablik mætast í Grindavík og hefst leikurinn klukkan 19.15 og á sama tíma í Keflavík taka íslandsmeistararnir á móti KR. Einhvern tímann hefði það nú verið stórleikur i kvennakörfunni en í kvöld er búist við stórsigri Kefla- víkur þar sem mikill munur er á styrkleika þessara liða. f Hópbílabikarkeppni karla eru tveir leikir í kvöld. Valur og Snæfell mætast í Laugar- dalshöll og verður flautað til leiks klukkan 19.00. Haukar og Grindavík mætast svo í íþróttahúsinu að Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst leikurinn klukkan 2i.oo.> Afreksfólk framtíðar íþróttabandalag Reykjavíkur (IBR) og Sparisjóður Reykja- víkur og nágrennis (SPRON) undirrita í dag samstarfssamn- ing um styrktarsjóð til handa íþróttafélögum í Reykjavík. Samningurinn er hugsaður til að efla og styrkja starf íþrótta- félaganna fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk í íþróttafélögum Reykjavíkur. Tilgangur þessa er að höfuðborgin okkar, Reykja- vík, eignist í framtíðinni enn fleiri affeksmenn í heimsklassa. Þeir þekktustu úr íþróttafé- lögum í Reykjavík eru senni- lega Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður, Ólafur Stefánsson, handknattleiks- maður og Jón Arnór Stefáns- son, körfuknattleiksmaður. íþróttabandalag Reykjavíkur og SPRON munu hvort um sig greiða 5 milljónir króna árlega í sjóðinn og mun því framlag úr sjóðnum á ári hverju geta numið allt að 10 milljónum króna, sem er dágóð upphæð og ætti að nýtast vel. ■ Handbolt- inníkvöld Tveir leikir eru í DHL-deild kvenna á íslandsmótinu í handknattleik í kvöld. HK og Stjarnan mætast í Digranesi og hefst leikurinn klukkan 19.15. Stjarnan er í þriðja sæti eftir þrjár umferðir með fjögur stig en HK-stúlkur, sem hafa komið skemmtilega á óvart, eru í fimmta sæti með þrjú stig. Fram og Haukar mætast í Framhúsinu og hefst leikurinn klukkan 19.15. Framstúlkur eru án stiga eftir þrjá leiki en Haukastúlkur eru með fjögur stig í 4. sæti en Haukar hafa aðeins leikið tvo leiki. í DHL-deild karla er einn leik- ur i kvöld. Haukar og ÍBV mæt- ast í íþróttahúsinu að Ásvöllum og verður flautað til leiks klukkan 19.15. Haukar eru í 5. sæti með 6 stig eftir fjóra leiki en Haukar eiga leiki til góða á önnur lið vegna þátttöku sinnar í meistaradeild Evrópu. Vestmannaeyingar hafa leikið fimm leiki og hlotið í þeim 4 stig og eru sem stendur í þriðja neðsta sæti DHL-deildarinnar. ■ Meistaradeildin í kvöld í kvöld lýkur þriðju umferð meist- aradeildar Evrópu í knattspyrnu þegar leikið verður í E-F-G og H-riðl- um. I E-riðli mætast Fenerbache og Schalke í Tyrklandi og AC Milan tekur á móti PSV Eindhoven á Guis- eppe Meazza vellinum í Mílanóborg. í F-riðli leika Real Madrid og Rosen- borg í Madrid en Ronaldo leikur ekki með Madrid-ingum þar sem hann er meiddur. Lyon tekur á móti Olympiakos á Stade de Gerland-vell- inum í Frakklandi. { G-riðli leika Anderlecht og Li- verpool í Belgíu og búist er við að Harry nokkur Kewell verði tiltækur í liði rauða hersins frá Liverpool. I sama riðli mætast Chelsea og Real Betis á Stamford Bridge í Lond- on. Eiður Smári Guðjohnsen átti frábæra innkomu fyrir Chelsea um síðustu helgi í leiknum gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni og vonandi fær hann að spreyta sig í kvöld. Jose Mourinho, framkvæmdastjóri Chels- ea, hrósaði Eiði Smára í enskum fjöl- miðlum eftir leikinn og vonandi að „strákurinn okkar“ leiki f kvöld. I H-riðli mætast Porto og Inter á Dragao-vellinum í Portúgal og Rangers tekur á móti Artmedia í Glasgow í Skotlandi. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 18.45. ■ HIII fU IIII «eFSv!t Splunkunýr spurningaþáttur um fótbolta, fótbolta og meiri fótbolta. SPARK er óhefðbundin spurningaþáttur um fótbolta sem stjórnað er af Stefáni Pálssyni sem jafnframt er höfundur spurninga. Honum til aðstoðar er stuðboltinn Þórhallur Dan, knattspyrnukappi með meiru. Frumsýndur á SKJÁE/A/Í7M og Enska Boltanum 21. október, kl. 20.00. cnsHÍ% BOLTIN SKJÁR EINN Laugardaga kl. 22.30 • Sunnudaga kl. 22.30 • Föstudaga kl. 19.30

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.