blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 16
16 I HEIMILI OG HÖWWUW ■■MR' MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 blaöiö Samanburður á lóðaverði Dýrast að byggja í Kópavogi Íbúar á höfuðborgarsvæðinu í húsbyggingarhugleiðingum hafa væntanlega ekki farið varhluta af því að lóðaverð í og við höfuð- borgina hefur hækkað töluvert á undanförnum misserum. Blaðinu fannst tilvalið að gera samanburð á verði lóða á mismunandi stöð- um á landinu til að athuga hvort að munurinn væri raunverulega jafn mikill og oft er haldið fram. Kostnaðarsamt að byggja á höfuðborgarsvæðinu Þegar leitað var eftir upplýsingum um lóðaverð í nokkrum sveitarfélög- um á höfuðborgarsvæðinu þá kom í ljós að það er töluverður aukakostn- aður sem fólk greiðir fyrir að fá að byggja í námunda við Reykjavík. I Kópavogi kostar hefðbundin ein- býlishúsalóð tæplega 7,5 milljónir króna með öllum tilheyrandi gjöld- um. í Hafnarfirði hefur lóðaverð oft þótt afar hagstætt en Lúðvík Geirs- son, bæjarstjóri í Hafnafirði, hefur látið hafa eftir sér nýlega að það væri pólitísk samstaða innan bæjarstjórn- arinnar í bænum um að lóðaverð þar hafi verið of lágt miðað við annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi einnig borið töluvert á því að mönnum hafi verið úthlutað lóðum og áframselt þær með miklum hagn- aði sem Lúðvik segir ekki þjóna tilganginum sem lagt er upp með þegar verið er að úthluta þessum tak- mörkuðugæðum. Þvíhefurlóðaverð hækkað töluvert í Hafnarfirði vegna ofangreindra þátta og 650 fermetra einbýlishúsalóð sem kostaði 4 millj- ónir þar til nýlega er nú komin upp í 6,5 milljónir með öllum gjöldum. Lægra verð í nágranna- sveitarfélögunum Allmörgum er farið að finnast það fýsilegur kostur að byggja hús utan höfuðborgarsvæðisins en vilja samt vera í hæfilegri nálægð við borgina. I Grindavík geta þeir hinir sömu fengið lóð á bilinu 2,6-3 milljónir, en slíkt fer alfarið eftir stærð lóðar- innar að sögn Kjartans Adólfssonar, bókara Grindavíkurbæjar. Verðið virðist í fyrstu vera svipað í Árborg en þar kostar 850 fermetra einbýlishúsalóð um 2,6 milljónir króna. Þar er hins vegar miðað við hámarksbyggingarmagn á lóðinni og því er sú verðlagning miðuð við að menn byggi 850 fermetra hús. Slíkar stórframkvæmdir eru þó ekki daglegt brauð og lækkar verðið í samræmi við stærð þess húss sem byggt verður. Ólíkt hinum sveitarfé- lögunum sem rætt var við þá er stofn- gjald fyrir rafmagn ekki innifalið í verðinu vegna þess að Árborgarbúar fá rafmagnið sitt frá Hitaveitu Suður- nesja. Ódýrast úti á landi I öðrum landsfjórðungum er líka byggt. Akureyringar geta fengið ein- býlishúsalóð á rétt tæpar 1,8 milljón- ir og eru þá öll tilfallandi gjöld inni- falin. Þar gæti bílastæðagjald upp á 217.000 krónur bæst við ef að fólk þarfnast slíks. í Fjarðarbyggð kostar einbýlishúsalóð á bilinu 1,6-1,7 millj- ónir króna og hefur þar með vinn- inginn í þessari litlu könnun okkar yfir ódýrustu lóðirnar á landinu. Þó ber að taka fram að þau bæjarfélög sem rætt var við voru valin af handa- hófi og því ekki hægt að alhæfa um að niðurstöðurnar endurspegli lóða- verð á landsvísu. Eitt er þó víst að það er rniklu ódýrara að kaupa lóðir til húsbygginga utan höfuðborgar- svæðisins en innan þess. ■ Góð ráð við milliveggjasmíði Mikilvœgt að skoða notagildi herbergja Breytt og bœtt Falleg stofa á ódýran hátt Þegar farið er í húsasmíðar vilja flestir halda kostnaðinum niðri og reyna því að gera sem mest sjálfir. Milliveggir, innbyggðar bókahillur og gólfefnalagning er meðal annars það sem atorku- samir athafnamenn freistast til að gera sjálfir. Gísli J. Johnsen, húsasmíðameistari og eigandi GJ trésmíði, segir að það margborgi sig að leita ráða hjá sérfræðing- um áður en farið er út í að smíða milliveggi. Gísli féllst á að veita lesendum Blaðsins nokkur góð ráð fyrir milli- veggjasmíð og segir hann að mestu máli skipti að skoða notagildi her- bergja áður en milliveggir eru smíð- aðir. „Það þarf að skoða vel hvar hvað á að vera i herberginu. Hvort það á að vera skápur eða fatahengi á bak við hurð þannig að hurðaop séu passlega langt frá öðrum veggjum.“ Gísli bætir við að vitanlega þurfi alltaf að fylgja fyrirliggjandi teikn- ingum. Sléttir og sprungulausir gipsveggir Gísli segir að það sé einnig mikilvægt að skoða efnisvalið. „Hvað á að nota í vegginn, gips eða spónarplötur? I dag eru gipsplötur helst notaðar í milliveggi. Með gipsinu færðu slétt- ari veggi auk þess sem þú losnar við sprungur í veggjum. Ef veggurinn er úr gipsi þá þarf að gera ráð fyrir að hægt sé að festa skápa á vegginn og þá þarf jafnvel að setja spýtur á bak við. Ef menn eru að festa mikið upp þá er oft sett spónarplata á bak við sem innra lag. Eg geri það oft þar sem ég veit að á að hengja upp hillur og slíkt.“ ■ Það er alltaf gaman að breyta til og bæta en stundum vill maður helst gera það með sem minnstum til- kostnaði. Það er lítið mál að bæta og gera stofuna töluvert fallegri með nokkrum tilfæringum í stað þess að hlaupa út og kaupa fokdýr húsgögn ogteppi. • Hendið óhrædd út öllu sem þið viljið ekki hafa í stofunni og passið að það sé ekki drasl í henni. Geymið húsgögn og hluti sem eru áhugaverð- ir og lífga upp á stofuna með lögun sinni eða lit. • Leikið ykkur með rúmfræði. Blandið mismunandi lögum saman. • Losið ykkur algjörlega við skraut- legar og miklar gardínur. • Það er alltaf flott að hafa einn hlut í stofunni sem kemur á óvart, eins og hefðbundið húsgagn með óhefðbundnu áklæði. • Blandið saman áferðum og sam- setningu, til dæmis glansandi með möttu og mjúku með hörðu. svanhvit@vbl.is PJárnsmiðja Smiðjuvegur 4b • 200 Kópavog Smiðjuvegur 4b • 200 Kópavogur Símí 557 9300 • tax 567 9343 Netlang jso@jso.ls Flýtið fyrir sölu hússins Oft leitar fólk eftir góðum leiðum til að selja hús sín sem fyrst og eru ýmis góð og gild ráð til þess. Jafnan heyrast gamlar vísur eins og að hafa bökunarilm, hafa innganginn hrein- an, lifandi blóm og því um líkt. I fræðum Feng Shui er ráð sem vekur forvitni og á að flýta fyrir sölu húsa. Ekki er vitað hvort ráðið virki en það sakar aldrei að reyna. Takið rautt umslag og setjið í það: • Brot úr málmi úr eldhúsinu • Mold úr garðinu • Viðarflís úr gólflista Hendið umslaginu í straum- þunga á. _

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.