blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 32
32 I AFPREYING MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 blaðiö Nýja lófaleikjatölvan frá Sony, PlayStation Portable, sem selst hefur eins og heitar lummur í Evrópu undanfarið er að lúta lægra haldi fyrir aðalkeppi- nautnum, Nintendo DS, í Japan. Það þurfa þó ekki að vera stórfréttir þar sem Japan hefur ávallt verið góður markaður fyrir Nintendo, enda heimaland fyrirtækisins. Nýjustu fregnir herma þó að DS hafi selst tvöfalt meira en PSP frá því vélarnar komu á markaðinn í Japan. Flestir töldu að þegar PSP vélin kæmi á markað myndi hún taka hann yfir með útlitinu einu saman. Hins vegar virðist sú ákvörðun vina þeirra Mario bræðra að kúpla sig út úr sjón- varpstölvusamkeppninni og einbeita sér að lófaleikjatölvum vera að virka fyrir Nintendo, að minnsta kosti í heimalandinu. PSP virðist hafa teldð Evrópu með trompi en vestur í Banda- ríkjunum er erfitt að átta sig á hvor vélin hefur vinninginn. KAUPIR SÉR ARFLEIFÐ Ríkasti maður heims, Bill Gates, hefur ákveðið að gefa 15 milljónir Bandaríkjadala (litlar 900 milljónir króna) til Tölvu- sögusafns í Kaliforníu. Gjöfin er sú stærsta sem borist hefur safninu og verður notuð til að búa til gagnvirka sýningu sem þræðir töívubyltinguna og áhrif hennar á heiminn. Stofnunin sem heldur utan um safnið þarf þó enn á 50 milljón dölum að halda til að geta haldið mark- miðum sínum. Sem stendur er safnið opið þrjú síðdegi í viku og fara þar fram tvær sýningar. Það verður að segjast að einungis Steve Jobs, stofnandi Apple, kemst með tærnar þar sem Gates er með hælana i því að vera frægur og áhrifamildll maður í tölvugeiranum. Það mætti því segja að með þessari „litlu“ gjöf er hann að borga sig inn í musteri sem er að miklu leyti tileinkað honum. SU DOKU talnaþraut nr. 74 Leiðbeiningar Su Doku þrautin snýst um að raöa tölunum frá 1 -9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig aö hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eöa lóörétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 7 6 8 4 4 2 7 7 2 9 3 6 5 6 8 3 8 6 1 4 2 8 4 6 5 1 2 8 Lausn á 74. þraut veiðui aó finna í blaöinu á moigun Lausn á 73. gátu 6 2 3 8 4 1 9 7 5 5 9 8 2 6 7 3 4 1 7 4 1 5 9 3 2 6 8 2 1 4 7 3 5 8 9 6 9 5 7 1 8 6 4 2 3 8 3 6 4 2 9 1 5 7 1 8 2 6 7 4 5 3 9 3 7 5 9 1 2 6 8 4 4 6 9 3 5 8 7 1 2 McNintendo Stórfyrirtækin McDonalds og Nintendo í Bandaríkjunum hafa fundið nýja leið til þess að börn þurfi sem minnst að hreyfa sig. Þau hafa gengið frá samningum við netfyrirtæki sem sérhæfir sig í þráðlausum netaðgangi þannig að nú fá allir Nintendo DS eigendur að komast á netið á veitingastöð- um McDonalds án endurgjalds. Nú er aðaláreynslan því fólgin í því að komast á McDonalds - spurning hvenær boðið verður upp á sæti í röðinni. Fyrst komu tunnustafir, svo blanda af snjóbrettum, BMX-hjól- voru skíðin það heitasta í umogmótorkrossi.Snow-Motohef- heiminum, með tilheyrandi ur hraðann úr mótorkrossi, tilfinn- berbrjósta konum í Ski-School inguna frá BMX og stemmninguna myndunum, þá komu snjóbrettin frá snjóbrettunum. Til marks um og sönnuðu tilverurétt sinn en nú er vinsældir þessa á erlendri grundu er það Snow-Moto. þegar til tékkneskt landslið í grein- inni og æfir það á haustin á jöklum Til íslands er komið nýjasta æðið íAusturríki. sem farið hefur um brekkur evr- Að sögn þeirra sem prófað hafa ópskra fjalla eins og eldur i sinu, Snow-Moto sleðann er fljótlegt að læra að stjórna honum og auðvelt að bremsa, nokkuð sem ekki er hægt að segja um fyrstu skiptin á skíðum og snjóbrettum. Reyndar er mælt með því að komast af stað í litl- um brekkum utan skíðasvæðanna og jafnvel byggja sína eigin stökk- palla þartil æfinga. Forráðamenn Hlíðarfjalls á Akur- eyri munu ákveða á næstu dögum hvort þeir muni leyfa Snow-Moto í hlíðum fjallsins i vetur og er búist við að önnur skíðasvæði landsins fylgi þeirri ákvörðun sem þar verð- ur tekin. Fastlega má búast við því að tekið verði vel í að fá fleira fólk í fjöllin þar sem á stuttum vertíðum, eins og verið hefur undanfarna vet- ur, munar um hvern einasta kúnna. Ekki skemmir fyrir að allt að 8o% helstu skíðasvæða Evrópu hafa sam- þykkt þessa nýju græju. Amma í erótik Naomi Wilzig, sjötug amma frá Flór- ída, hefur opnað sýningu á einka- safni sínu en í því er fjöldinn allur af erótískri list. Wilzig þykir ekki tiltökumál að hún eigi hundruð er- ótískra listaverka heldur lítur á þau sem hámenningu af besta tagi. Hún hóf að safna mununum fyrir ára- tugum síðan og þegar sonur henn- ar bað um eitthvað af þeim grófari í íbúðina sína var mamma gamla ekki lengi að bregðast við heldur gróf upp litríka japanska bók, hið fullkomna stofustáss. Ný ThinkPad IBM kynnti á dögunum nýjustu fartölvuna í ThinkPad línunni. Gripurinn gengur undir þvf þjála nafni Z60.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.