blaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR SS3B33___________________ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2005 blaöift «*—2 Gistinætur í september: ;un '* ára *.v,j l. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni fjölgaði gistinótt- um á hótelum í september um 13,4% á milli ára. {ár voru gistinætur 92.900 en voru 81.900 í fyrra. Aukningin er hlutfallslega mest á Suðurnesj- um, Vesturlandi og Vestfjörðum, þar sem hún er um 22,8%. 20% fjölgun varð á höfuðborgar- svæðinu en þar voru skráðar fistinætur í september 64.600. öðrum landshlutum varð fækkun, og mest var hún á Austurlandi eða tæp 12%. Fjölg- unin stafar nánast eingöngu af aukningu útlendinga en gisti- nóttum þeirra fjölgaði um 16%. Gistinóttum íslendinga fjölgaði einnig, en aðeins um 1%. Hót- elum hefur fjölgað á milli ára, en í september voru 75 hótel sem eru opin allt árið, en á sama tíma f fyrra voru þau 70. KOKOS-SISAL TEPPI Financial Times fjallar um Jón Ásgeir og Baugsmálið: Var lífstíllinn alvarlegri en meint efnahagsbrot? Greint erfrá tugþúsunda greiðslum fyrirþjónustufylgdarkvenna íFlórída. Virtir menn úr íslensku viðskiptalífi voru kvaddir til vitnis. I grein í fylgiriti hins virta viðskipta- blaðs Financial Times er ýtarleg grein um Jón Ásgeir Jóhannesson og ís- lensku útrásina. Þar er meðal annars greint frá því að Jón Ásgeir hafi greitt andvirði ríflega 1,1 milljón króna fyr- ir þjónustu fylgdarkvenna á Flórída í samkvæmi þar sem ýmsir forystu- menn í íslensku viðskiptalífi hafi ver- ið gestir. Breski blaðamaðurinn Henry Tricks ritar forsíðugrein nýjasta tölu- blaðs tímarits Financial Times, en þar er sérstaklega fjallað um Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs, og þess um leið freistað að útskýra ísland í stuttu máli fyrir breskum lesendum. Er þar meðal annars lýst áhyggjum ýmissa málsmetandi manna yfir því að Baugsmálið hafi neikvæð áhrif á orðspor Islands og Islendinga erlendis, ekki síst í viðskiptaheiminum. Þar er meðal annars rætt við þá Hannes Smárason, forstjóra FL Gro- up, og Björgólf Thor Björgólfsson, sem eru ómyrkir í máli um skaðann af Baugsmálinu. Björgólfur telur að of mikið hafi verið gert úr hinum pól- itíska þætti málsins. “Island er ekki bananalýðveldi og menn ættu ekki að gera lítið úr íslensku þjóðskipulagi.” Bruðlkenndur Iffsstíll I greininni er meðal annars vikið að lífstíl Jóns Ásgeirs, sagt að hann hafi farið fyrir brjóstið á mörgum íslend- t a u m - 1 a u s t bruðl. Erkynnt sú skoðun sumra að hann hafi vegið þyngra í margra huga en meint efnahagsbrot og er rakið að hraðinn í íslensku við- skiptalífi sé slíkur, að þar þrífist fleira en gott þætti á Englandi. Sérstaka athygli vekur þegar rætt er um lífsstíl Jóns Ásgeirs, að þar er tilgreint að hann hafi varið 19.240 Bandaríkjadölum í þjónustu fýlgdar- kvennna á Flórída í desember 2001, en á þeim tíma hafi hann boðið ýmsum framámönnumí íslensku viðskiptalífi í skemmtisiglingu um borð í snekkju sinni. Ekki er sagt við hverja er átt, en samkvæmt máls- skjölumímála- feriumBaugs- manna við Jón Gerald Sullen- berger árið W/ 2003, sem Blaðið hefur aflað sér í dóms- kerfinu vestra, kom ekki fram í vitnaleiðslum hverjir þarna voru á ferð. Sú sjóferð kom við sögu í réttar- höldunum vegna reiknings fyrir þjón- ustu fylgdarkvennanna, sem nokkur rekistefna varð um. Athyglisvert er að Jón Gerald vakti ekki athygli á honum í réttarhaldinu, en svo virðist sem lög- menn Baugsmanna hafi tekið hann fyrir í ógáti og þá kom í ljós að greitt hafði verið fyrir þjónustuna um KB banka í Lúxembörg. Lögmaður Jóns Geralds Sullen- berger stefndi í framhaldi af þessu nokkrum íslendingum til þess að gefa vitnisburð um samkvæmið þar sem fylgdarkonurnar voru jafnframt viðstaddar, en það máttu þeir gera þar ytra eða hér heima. Þetta voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, bankastjóri KB banka, Sigfús Sigfússon, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Heklu, Sigurð- ur Einarsson, bankastjóri KB banka, Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu, og Þorsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri Vífilfells. Samkvæmt kvaðningunni var Jón Ásgeir Jóhannesson gestgjafi þetta kvöld. Aldrei kom þó til þess að þeir bæru vitni um það hvort þeir hefðu verið um borð í snekkjunni umrætt kvöld, því í framhaldinu höfðu lögfræðingar Baugsmanna samband við lögmann Jóns Geralds Sullenbergers og buðu sættir í málinu og umtalsverðar greiðslur til hans, eins og áður hefur komið fram í fréttum. ■ Samfylkingin: Notkun á merki flokksins í auglýsingu ekki óheimil Falleg - sterk - náttúruleg Verð frá kr. 2.840,- pr. m2 ! Suðurtandsbraut 10 Simi 533 5800 I www.simnet.is/stfond Votrönd Prófkjörsauglýsing Stefáns Jóns Haf- stein, sem birtist í fjölmiðlum í gær, hefur vakið nokkra athygli fyrir þær sakir að merki Samfylkingarinnar er þar áberandi og mætti jafnvel draga þá ályktun að auglýsingin væri frá flokknum en ekki Stefáni Jóni. Engar reglur eru um notkun á merki Samfylkingarinnar í auglýs- ingum, sem þessum, og er Stefán Jón því ekki að brjóta neinar reglur. Á hinn bóginn hefur auglýsingin orð- ið til þess að rætt er um hvort ástæða kunni að vera til slíkrar reglusetn- ingar. Nokkur hefð mun vera fyrir því að frambjóðendur í prófkjörum Samfylkingarinnar noti merkið í auglýsingum sínum, en á hinn bóg- inn mun það yfirleitt hafa verið gert á hófstilltari hátt og aaglýsingarnar jafnframt merktar frambjóðendun- um með áberandi hætti, svo ekki hefur farið milli mála hver kosti birt- ingu þeirra. ■ Au pair býr hjá gistifjölskyldu, aðstoðar við barnagæslu og heimilisstörf og tekur þátt í daglegu lífi gistifjölskyIdunnar. Að launum fær au pairvasapening, frítt fæði og húsnæði. - úti og inni - Varanleg lausn Gegnheilar útiflísar á svalir, tröppur, sólstofur og jafnvel bílskúrinn. Færd þú MasterCard Ferdaóvísun? STUDENTA e it.is Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@iexit.is + www.exit.is Verðdæmi: 30x30 kr. 1.150,- m5 ALFABORG Skútuvogi 6 • Sími 568 6755 Mál Hannesar Hólmsteinsfyrir Héraðsdómi: Frávísunarkröfu Jóns Ólafsson- ar hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær frávísunarkröfu Jóns Ólafs- sonar, athafnamanns, í máli, sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, höfðaði vegna aðfarar á hendur sér í kjölfar útvistardóms, sem gekk gegn honum á Englandi í sumar. Það var í meiðyrðamáli vegna ummæla, sem Hannes við- hafði hér á landi fyrir nokkrum árum. Sigríður Rut Júlíusdóttir hrl., lögmaður Jóns, krafðist þess að beiðni um endurupptöku yrði vís- að frá, enda væri frestur til þess að sækja um hana útrunninn. Vísaði hún til þess að mánaðar frestur væri til slíks í íslenskum lögum, og hafi sá frestur verið liðinn 8. september, eða mánuði eftir að Hannesi hafi verið birtur breski dómurinn. Heimir Örn Herbertsson, lög- maður Hannesar, andæfði þessu og sagði ljóst að mánaðar frestur væri ekki liðinn fyrr en mánuði eftir að sú ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að málið væri að- fararhæft hér á landi var kynnt. Héraðsdómur hafi kveðið upp úr með að dómurinn ytra væri aðfararhæfur hér á landi hinn 27. september, og Hannesi hafi verið birt sú ákvörðun 3. október. End- urupptöku á þeirri ákvörðun hér- aðsdóms hafi verið krafist þremur dögum síðar, löngu áður en mán- aðar frestur til að krefjast slíks hafi runnið út. ■ rekstrarvörur Síðumúla 37 • Sími 568 4700 • www.urdir.is Sérfræðingar í söiu á rekstrarvörum fyrir tölvur

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.