blaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2005 blaðiö
Ámœlisverður málarekstur ríkissaksóknara leiðir til skaðabótamáls
Ef við eigum það ekki til þá bara búum við það til!
B£I564 0950
PÚSTÞJÓNUSTA
Smiðjuvegur 50, Kóp., sími: 564 0950
Setjum
í allar geróir bíla
Kaupmáttur á bílum:
Hefur aldrei
verið meiri
Kaupmáttur launa, ef miðað
er við launavísitöluna annars
vegar og verðs bifreiða í vísitölu
neysluverðs hinsvegar, hefur
aukist um ríflega 15% frá því
að uppsveiflan í efnahagslífinu
hófst í upphafi ársins 2003. Enn-
fremur hefur kaupmátturinn
aukist um tæplega 10% á einu
ári ef kaupmáttur er mældur á
þennan hátt. Þetta kemur fram
í Morgunkorni íslandsbanka
í gær. Þar segir að breytingar
á högum heimilanna hér á
landi sé fljót að skila sér í
breytingu í biffeiðakaupum.
„Reikna má með þvf að kaup-
máttur almennings á nýjum
fólksbifreiðum eigi enn eftir að
aukast á næstunni. Gengi krón-
unnar hefur hækkað mikið
undanfarið og mun þess eflaust
sjást merki í verðþróun bifreiða
á næstunni. Laun fara einnig
hækkandi um þessar mundir
enda ríkir umtalsverð spenna
á vinnumarkaði í ljósi lítils
atvinnuleysis. Sala fólksbifreiða
stefnir því í að slá sögulegt met
í ár og má reikna með verulegri
sölu fram effir næsta ári“ segir
ennfremur í Morgunkorninu.
Vinnubrögð Alþingis:
Komið í veg fyrir að mál
fái vandaða umfjöllun
Magnús Þór Hafsteinsson, þingmað-
ur Frjálslynda flokksins, er óánægð-
ur með vinnubrögð þau sem viðhöfð
eru á Alþingi. Hann gagnrýnir þá
tilhneigingu að bíða með að leggja
stór stjórnarfrumvörp fram þangað
BlaÖiÖ/lngó
til stutt er til loka þings. „Þetta ger-
ist á hverjum einasta vetri,“ segir
Magnús í samtali við Blaðið. „Það
er sterk tilhneiging til þess að þeir
komi ekki með stór og þung stjórnar-
frumvörp fyrr en löngu eftir áramót,
á vordögum jafnvel. Svo er þingið að
vinna þetta í spreng og lítill tími er
til umræðu. Maður hefur það á til-
finningunni að ráðuneytin liggi á
þessu, jafnvel með þeim ásetningi
að koma í veg fyrir að málin fái vand-
aða og gagnrýna umfjöllun hjá þing-
mönnum. Þetta hefur leitt til þess
að Alþingi hefur verið að afgreiða
lagafrumvörp sem hafa ekki verið
nógu vel ígrunduð. Þetta hefur verið
lenska lengi held ég. Þetta eru eink-
ennileg vinnubrögð hjá ráðuneytun-
um með alla þessa ráðgjafa, lögfræð-
inga og ég veit ekki hvað. En það
eru auðvitað ráðherrarnir sem bera
ábyrgð á þessu. Ég skammaði til
dæmis landbúnaðarráðherra fyrir
þetta í fyrra,“ segir Magnús og bætir
við að Guðni hafi einmitt gagnrýnt
það ráðuneyti eitt sinn þegar hann
sagði að þar gengi allt á hraða sni-
gilsins. „Eg held að þar hafi nú lítið
breyst eftir að hann tók sjálfur við.
Þetta er svo mikill óþarfi, að við sé-
um að reka þetta dýra apparat sem
Alþingi er, með ekki betri árangri."
Sem dæmi um lagafrumvörp sem
Magnús vill meina að troðið hafi ver-
ið í gegn nefnir hann fjölmiðlafrum-
varpið vorið 2004 og þegar handfær-
atrillur voru settar í kvóta á sama
tíma. „Það mál var til dæmis bara
kýlt í gegn í ógurlegum spreng" ■
milljónir
honum voru kynntir ákæruliðir.
Sama ár var málið svo þingfest fyr-
ir Héraðsdómi Reykjavíkur. Vegna
fjarveru sækjanda og formsatriða
var málinu frestað aftur og aftur eða
alls 17 sinnum á fimm árum. Það var
ekki fyrr en í júni 2004 sem dómur
loks féll í málinu eða rúmlega 12 ár-
um eftir að RLR hafði fyrst afskipti
af því. Var maðurinn sýknaður á
þeim forsendum að sök í málinu
taldist fyrnd. í dómsorði segir að
málarekstur saksóknara, Jóns H. B.
Snorrasonar, hafi verið “stefnulaus”
og dráttur málsins “ámælisverður”.
Vildi skaðabætur
I kjölfar sýknudómsins sóttist sækj-
andi eftir skaðabótum frá ríkinu
fyrir að hafa lagt hald á fjárhæðir á
bankareikningi og álagða vexti fyrir
þann tíma sem hann hafði ekki að-
gang að fjármununum. Héraðsdóm-
ur Reykjavíkur kvað upp úr málinu
í gær og sýknaði ríkið af öllum skaða-
bótum þar sem dómurinn taldi rík-
ið hafi aflétt handlagningunni á
tilsettum tíma samkvæmt laganna
bókstaf. Ennfremur taldi dómur-
inn kröfur sækjanda um vexti vera
það vanreifaðar að ekki væri annað
hægt en að vísa þeim frá dómi. Þá
kvað dómurinn upp úr að allur mál-
flutningskostnaður sækjanda skyldi
greiðast úr ríkissjóði. ■
Hefði kostað ríkið nærri 15
Islenska ríkið vann í gær skaða-
bótamál í Héraðsdómi Reykjavíkur
sem höfðað var á hendur því fyrir
að hafa lagt hönd á innistæður á
bankareikningum og vegna gæslu-
varðhalds sem sækjandi þurfti að
sæta. Krafðist sækjandi 10 milljóna í
skaðabætur auk rúmlega 4 milljóna
króna í vexti.
Falsaði læknisvottorð
Málið á sér nokkuð langa forsögu
eða allt til ársins 1992 þegar trygg-
ingafélögin Sjóvá-Almennar, TM
og Vátryggingafélag Islands ásamt
Tryggingastofnun ríkisins fóru fram
á að Rannsóknarlögregla ríkisins
(RLR) tæki sækjanda til rannsóknar
vegna gruns um meiriháttar fjársvik.
Sækjandi hafði þá frá árinu 1989 lagt
níu sinnum fram tjónstilkynningar
sem vörðuðu veikindi og slys hans
sjálfs og fjölskyldumeðlima hans.
Þannig hafði sonur hans tvisvar
sinnum lent í slysi í Austurríki ann-
ars vegar árið 1990 og hins vegar árið
1991. Þrisvar sinnum var lögð fram
tjónstilkynning vegna veikinda
konu hans árið 1989, 1990 og 1991.
Sækjandi fékk alls um 1.7 milljón í
greiðslur bæði frá tryggingafélögum
og Tryggingastofnun ríkisins vegna
þessara mála. Töldu félögin að sækj-
andi hefði lagt fram fölsuð gögn og
þannig vísvitandi blekkt þau til að
Ótrúlegur dráttur á málarekstri olli því að málið fyrntist
fá greiðslur. Sækjandi viðurkenndi Ámælisverður málarekstur
hluta brotanna við yfirheyrslu hjá
RLR árið 1992 og að hann hafi keypt
fölsuð læknisvottorð og lögreglu-
skýrslur á ferðalagi erlendis.
BlaOlo/Frikki
Endanleg skýrslutaka vegna málsins
fór þó ekki fram fyrr en sjö árum eft-
ir að sækjandi hafði verið yfirheyrð-
ur af RLR eða árið 1999 þar sem
Sjónarhóll
í Hafnarfiröi
(") ðriivísi gleraugnaverslun
www.sJonarfioff.is
I1 a r s e m
gæðagleraugu
kosta minna
*.
S. 565-á$70
Reykjavíkurvegyif 22
25%
^ÍSLANDS MÁLNING
afsfáttur
af öllum málningarvörum
V TEKNOS
BIORA INNIMÁLNING FRÁ TEKNOS
/ Ný tegund almattrar veggjamáln-
ingar sem hefur mikla þvottheldni
■/ Þolir yfir 10000 burstastrokur
skv. SFS 3755 staðlinum
/ Gæðastöðluð vara á góðu verði
ISLANDSMÁLNING • Sími 517 1500 • Vöruhús / verslun Sætúni 4