blaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 26
26 I VÍSINDI ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2005 blaöiö Ávaxtaflugum stjórnað með leysir Hœgt að stjórna hegðun fólks Það er óhætt að segja að fram- tíðin sé komin ef við erum farin að stjórna lifandi hlutum með fjarstýringu. En það er einmitt það sem rannsakendur hið vestra hafa gert. Þeir hafa notað leysir til þess að stjórna ávaxtaflug- um. Þessi nýja tækni gefur aðra möguleika, þegar hún hefur verið þróuð nánar, eins og að stjórna ofáti og öðru slíku. Það má segja að það að stjórna lif- andi verum með fjarstýringu líkist frekar vísindaskáldsögu en raun- veruleikanum. Vísindamenn hafa uppgötvað að með því að nota leysir þá sé hægt að stjórna höfuðlausum ávaxtaflugum og látið þær hoppa, blaka vængjunum og fljúga. En Gero Miesenboeck, taugasérfræðing- ur við Yale Háskóla, ætlaði sér ekki einungis að stjórna fjarstýrðum flug- um. Taugakerfið flókið Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka starfsemi taugafrumna og að læra hvernig taugafrumur meðtaka upplýsingar sem tengjast ákveðinni hegðun, allt frá einföld- um hreyfingum til flóknari hegðun- ar eins og lærdóm, árásargirni og óhlutbundna hugsun. „Taugakerfið er nógu einfalt til að vekja upp von- ir að einn daginn getum við skilið hvernig það virkar en á sama tíma er það svo flókið að það framkall- ar mjög áhuga- ............ verða hegðun, “ segir Miesen- boeck. „Og nú er mögulegt að stjórna ákveðn- um hópum af taugafrumum. Hægt að stjórna viðbrögðum Vísindamenn- irnir notuðu glampa af meinlausum leysir til að rannsaka hóp af taugafrumum í flugum en leysirinn hrindir af stað eðlilegum flóttaviðbrögðum. Þegar þessum viðbrögðum er hrundið af stað þá sendir heilinn merki sem verður til þess að flugurnar hoppa og blaka vængjunum. Þegar höfuð- in eru skorin af þá hætta flugurnar að hreyfa sig og í þessari rannsókn var flugunum breytt þannig að þær þekkja glampa af leysirnum sem er veitt áfram að taugafrumunum. Frumurnar framkalla þessi tilteknu flóttaviðbrögð þegar ákveðnar tauga- frumur eru lýstar upp með leysir. Með þessu sýndi Miesenboeck að hann getur stjórnað flóttaviðbrögð- um flugnanna en hann segir að hægt sé að nota aðferðina til að skoða hvaða tauga- frumur sem er í heilanum. Óæskileg hegðun Þar til nú hafa vísindamenn einungis getað stjórnað tauga- frumum innan frá með því að örva þær með rafskautum. Samkvæmt Miesenboeck er nú jafnvel mögu- legt að upplýsa hvað er á bak við ákveðna hegðun með því að stjórna taugafrumum. Með því að para sam- an ákveðnar frumur við hegðun þá gætu vísindamenn mögulega búið til lyf sem beinast að óæskilegri hegðun, eins og ofáti. Inntaka fæðu stjórnuð Þrátt fyrir að fyrsta rannsókn vís- indamannanna sýni hvernig hægt Með því að para saman ákveðnar frumur við hegðun þá gætu vísinda- menn mögulega búið til lyf sem beinastað óæskilegri hegðun, eins og ofáti. Vísindamenn hafa uppgötvað að með því að nota leysir þá sé hægt að stjórna höfuðlaus- um ávaxtaflugum og látið þær hoppa, blaka vængjunum og fljúga. er að stjórna hegðun sem flugurnar þurfa á að halda segir Miesenboeck að hægt sé að nota tæknina til að skoða aðrar taugafrumur í flugum sem gætu afhjúpað huluna af hegð- un sem við getum vel lifað án. „Ef þú ert með dýr þar sem þú finnur frumu í heilanum sem leiðir til of- áts þegar hún er örvuð þá væri það áhugavert viðfangsefni að freista þess að stjórna inntöku fæðu, offitu, þyngdartapi og svo framvegis," segir Miesenboeck. „Þegar þú veist af slík- um tengslum þá veistu hvar þú getur gripið inn í og það inngrip myndi, að öllum líkindum, vera í gegnum hefðbundin lyf.“ ■ svanhvit@vbl.is Lesblinda gengur í erfðir Lesblindu-genið fundið Hópur vísindamanna í Bandaríkj- unum hafa fundið gen sem þeir telja að stjórni lesblindu og þeir vonast til að þessi fundur muni verða til þess að hægt verði að finna nýjar leiðir til að sigrast á lesblindu. Einkenni eins og að það sé erfitt að mynda orð gerir það að verkum að það er auðvelt að greina lesblindu en enn sem komið er hefur verið erfitt að finna orsök lesblindu. Enda hefur það jafnan vakið furðu að annars bráðgáfuð börn eigi í erfiðleikum með að lesa. Lesblinda kemur jafn- an á óvart en það verður vart við hana þegar börn eiga í erfiðleik- um með að læra að lesa. Ef ekki er unnið með lesblindu hjá börnum verður það að vandamáli sem þau taka með sér yfir á fullorðinsár og getur án efa valdið töluverðum vandræðum. Rannsóknir hafa sýnt að lesblinda á það til að erfast á milli kynslóða og nýlega fann hópur vísindamanna lesblindu-genið. 99 Veikt samband millifrumna Rannsóknir hafa sýnt að lesblinda á það til að erfast á milli kynslóða og nýlega fann hópur vísindamanna lesblindu- genið. Hefur fundur þessi vakið töluverða eftirtekt enda er lesblinda algengt fyrirbæri. Eftir að hafa rannsakað 153 fjölskyld- ur sem glímdu við lestr- arörðugleika fundu vís- ........ indamennirnir gen sem ber nafnið DCDC2 sem vinnur í þeim hluta heilans sem er nýttur í lestur. Nákvæmt hlutverk gensins er óþekkt en þegar þessu tiltekna geni var haldið niðri í rottum þá kom í ljós að taugafrumurnar dreifðust ekki eins mikið og venjulega sem leiddi til þess að sambandið milli frumnanna var veikt. Aðrar rann- sóknir hafa sýnt að ef samband á milli taugafruma í þeim hlutum heil- ans sem er notað til lesturs er veikt þá þjáist fólk oft af lesblindu. „Lesblint fólk getur gert hvað sem er, ef það hefur áhuga og hæfnina til. Ég ráð- legg foreldrum og kennurum að beina börnum ekki ofsnemma á brautir þar sem þau þurfa ekki að lesa og skrifa því nokkr- ir afokkar hæfileikaríkustu rithöfundum, vísindamönnum og læknum eru lesblind." þau þurfa ekki að lesa og skrifa því nokkrir af okk- ar hæfileikaríkustu rithöf- undum, vísindamönnum og læknum eru lesblind.“ Lesblindir geta gert hvað sem er Sally Shaywitz, prófessor við Yale háskóla sagði að: „Við fundum að þrátt fyrir að lakari lesendur voru að nýta sama hluta heilans og betri lesendur þá tengdu þeir ekki á sama hátt.“ Shay witz segist vonast til þess að fundur lesblindu-gensins verði til þess að minnka neikvæða umræðu um lesblinduna. „Lesblint fólk getur gert hvað sem er, ef það hefur áhuga og hæfnina til. Ég ráðlegg foreldr- um og kennurum að beina börnum ekki of snemma á brautir þar sem Hægt að greina lesblindu við þriggja ára aldur Þrátt fyrir að gen séu ekki eina orsök lesblindu þá getur fundur les- ........ blindu-gens auðveldað rannsakendum að þróa meðferð til að hjálpa næstu kynslóð lesblindra barna eins snemma og mögulegt er. Shaywitz segir að hægt sé að bera kennsl á börn sem eru í hættu á að fá lesblindu við þriggja til fjögurra ára aldur. „Og það er mikil- vægt, sérstaklega í fjölskyldum þar sem lesblinda þekkist, því það er ým- islegt sem foreldrar geta gert eins og að kenna þeim vísur og ljóð, vekja athygli þeirra á stöfum og kenna þeim þá. Það er aldrei of snemmt að byrja og aldrei of seint að fá hjálp,“ segir Shaywitz. ■ Ofhár blóðþrýstingur ígræðslur sem minnka blódþrýsting | Of hár blóðþrýstingur getur verið lífshættulegur og er því alvarlegt vandamál. Of hár blóðþrýstingur er alvar- legt vandamál og fer sem eldur um sinu í hinum vestræna heimi. Hár blóðþrýstingur getur verið lífshættulegur enda býður hann heim hjartaáfalli og nýrnasjúk- dómum. Kannski má brátt sjá breytingu þar á enda hafa vís- indamenn fundið upp ígræðslur sem minnka blóðþrýsting og eru sérstaklega hentugar fyrir fólk sem getur ekki nýtt sér lyf gegn blóðþrýstingi. ígræðslan Rheos virkar á þann hátt að hún veldur því að heilinn skipar hjartanu, æðunum og nýrunum til að haga sér á þann veg að blóðþrýstingur- inn lækkar. Bandarískt fyrirtæki að nafni CVRx er að þróa ígræðsluna en þetta er fyrsta tækið sinnar tegundar sem er grætt í sjúklinga til að meðhöndla þá með lyfjum við háþrýstingi. Tæk- ið virkar á þann hátt að það virkjar blóðþrýstingsnemann, kerfið sem hefur stjórn á blóðþrýstingi. Þegar Rheos virkjar nemann þá eru send merki til miðtaugakerfisins sem eru túlkuð eins og hækkun í blóð- þrýstingi. Heilinn vegur upp á móti þessari hækkun með því að víkka út æðarnar svo blóðið renni betur. Hjartsláttur minnkar og hefur þau áhrif á lungun að þau sleppa vökva. Með þessu verður Rheos kerfið við líf- eðlisfræðilegri aðferð til að minnka háan blóðþrýsting með því að leyfa heilanum að stýra eigin varnarkerfi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.