blaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 13

blaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 13
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2005 BZLAR I 13 Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is OpiS virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 11-16 jólatilboð - stillanleg rúm Að sofa er eitt, hvílast er annað Dýpsta slökun, hvíld og svefn sem völ er á Þar sem Tempur dýnan aðlagast líkamanum dreifir hún þyngdinni og dregur þar með úr þrýstingi á viðkvæma staði svo sem axlir, mjaðmir, hné og ökkla. Jafnframt styður hún undir og fyllir upp 1 „holrúmin" sem gjarnan skortir stuðning svo sem mjóbak, háls og hnésbætur. Með Tempur heilsudýnunni nærðu hámarks slökun, hvíld og svefni sem er lykilinn að góðri andlegri og llkamlegri heilsu. Komdu í verslun okkar, Faxafeni 5, og upplifðu nýjungarnar í svefnherberginu Vörubílstjórar munu sœta sektum Frestur vegna frágangs áfarmi liðinn Vörubílstjórar sem ganga ekki frá farmi sínum með viðunandi hætti geta nú átt von á því að verða sektaðir Toyota svarar aukinni eftirspurn Toyota Motor Corporation, stærsti bílaframleiðandi í heimi miðað við verðmæti, hefur tilkynnt að hann hyggist auka útgjöld sín um 12 prósent eða upp í tæpa 12 milljarða Bandaríkja- dollara frá því sem þeir höfðu áður gefið út til að auka framleiðslu sína á heimsmarkaði vegna gífurlegrar eftirspurnar. Takeshi Suzumi, tals- maður Toyota, sagði nú um helgina að vegna þess að eftirspurn eftir bifreiðum fyrirtækisins hafi aukist mun meira en þeir áttu von á um allan heim þá verði þeir að grípa til þessa aðgerða þar sem að ekki sé boðlegt að sú staða komi upp að ekki sé nægilega mikið til af vöru sem eftirspurn sé eftir. Ætlar að auka markaðshlutdeildina Meðal þeirra aðgerða sem gripið verður til eru þær að fleiri eintök verða smíðuð af Corolla og Camry VELAVERKSTÆÐIÐ tegundum Toyota til að ná sölutak- marki fyrir árið 2006, en það verður nú 8,5 milljón eintök. Toyota stefnir að því að auka verulega markaðshlut- deild sína á alþjóðabílamarkaðinum næsta áratuginn, en í dag seljast fjór- ir af hverjum tíu Toyota-bifreiðum sem eru framleiddar innan Japans. Vonir eru bundnar við það innan fyrirtækisins að hægt verði að auka heildarmarkaðshlutdeild Toyota á alþjóðamarkaði frá því að vera um 12% eins og nú er í það að verða um 15% eftir áratug. Til þess að ná þess- um markmiðum mun Toyota opna nýjar verskmiðjur í Norður Amer- íku, Evrópu og Asíu á tímabilinu. Lögreglan boðar átak Þann fyrsta nóvember síðastliðinn rann út fjögurra mánaða frestur sem vörubifreiðarstjórum, sem flytja lausan farm sem getur fokið eða fall- ið af vörubílspalli. var gefinn til þess að koma yfirbreiðslumálum sínum í viðunandi horf. Að því tilefni ætlar lögreglan í Árnessýslu ásamt lög- regluyfirvöldum á Suðvesturlandi að fara í átaksverkefni til að tryggja að þessu ákvæði laganna verði fylgt. Lögreglumenn munu fylgjast með akstri vörubifreiða sem flytja laust efni og stöðva þær og sekta ef að til- efni þykir til. Hagsmunaaðilar fagna auknu öryggi Félag íslenskra bifreiðareigenda seg- ir í yfirlýsingu á heimasíðu sinni í tilefni þess að fresturinn hafi runn- ið út að félagið fagni þessum nýju áherslum enda væru þær til þess fallnar að auka umferðaröryggi og draga úr eignartjóni. Ennfremur seg- ir að það hafi verið löngu tímabært að gera ráðstafanir til að tryggja öruggari frágang á farmi vörubíla enda hafi FÍB fengið allt of mörg mál til meðferðar á liðnum árum vegna slysa og eignartjóna sem hefði mátt koma í veg fyrir með ábyrgari vinnu- brögðum við frágang farms. „Flestir vörubílstjórar hafa til þess metnað og ábyrgð að ganga alltaf frá farmi með þeim hætti að ekki stafi hætta af fyrir aðra í umferðinni. Þessir fáu sem vanrækja frágang koma óorði á alla stéttina. Það er á ábyrgð farm- flytjenda að tryggja að ekki skapist hætta af flutningi á farmi fyrir aðra vegfarendur,“ segir í yfirlýsingu fé- lagsins að lokum. VARAHLUT AVERSLUN kistufell@kistufell.com Tangarhöfða 13 Stmi 5771313 Spyrnur og stýrishlutir í flestar gerðir bíla

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.