blaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 32
32 I AFPREYING ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2005 blaöiö Skíðaferð- ir í vask- inn vegna drykkju Skíða- og snjóbrettaferðir til útlanda enda með ósköpum hjá þriðjungi ungra Breta þar sem þeir kunna ekki að fara með áfengi. Samkvæmt breskri rannsókn slasast 36 prósent ungmenna á aldrin- um 18 til 24 ára í skíðaferðum. Annað hvort það eða þeim er hent út af hótelum eða eru sektuð fyrir slæma hegðun. Þá kemur í ljós að helmingur ungmennanna gerði sér ekki grein fyrir því hversu fljótt áfengi hefur áhrif í mikilli hæð. ¥ Burton bæt- ir lífsgæði Snjóbrettafyrirtækið Burton hefur ákveðið að gefa fórn- arlömbum náttúruhamfara allan ágóða af sölu fyrirtækis- ins næstkomandi laugardag í stærstu verslunum sfnum. Verslanimar eru staðsettar í Burlington, Vermont; Inns- bruck, Austurríki; New York og Tokyo. Ágóðinn mun fara til þeirra milljón manna sem búa á svæðum í Bandarfkjunum þar sem fellibyljir hafa farið yfir og jarðskjálftasvæðunum í Pakistan. Þar sem Burton er einnig hundavænn vinnustaður verður hluta af fénu veitt til dýraverndunarsamtaka Banda- rácjanna (ASPCA) til þess að gera lífið bærilegra fyrir þá ferfætlinga sem misstu hunda- kofana sína í gin Katrínar. lykill Hver kannast ekki við að vera nýkominn með nýjan og glans- andi GSM síma með öllum þeim aukabúnaði sem aldrei nokkurn tfma verður þörf á? Yfirleitt er þetta gleðistund sem öllu leiðinlegra augnablik fylgir, þegar maður áttar sig á að öll gögnin eru í gamla símanum. Reyndar er hægt að flytja gögn (SMS, símaskrá, myndir, e-mail og fleira) með hjálp tölvu en það krefst rétts hugbúnaðar, snúrufargans og fyrst og fremst þolinmæði. Nú er hins vegar Cell Stick, símaminnislykillinn, kominn til hjálpar en hann teng- ist beint undir GSM símann á öðrum endanum en hinn teng- ist í USB port tölvunnar þinnar. Framleiðendurnir fengu líka þá snilldarhugmynd að nýta tækið til að geyma varaeintak af mikilvægum upplýsingum sem eru f GSM símum nú til dags. 109 SU DOKU talnaþrautir Leiðbeiningar Su Doku þrautin snýst um að raöa tölunum frá 1 -9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrauhna út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 5 3 7 6 1 4 5 3 7 2 3 5 4 5 1 6 3 7 2 6 9 1 6 2 3 8 5 3 2 7 4 8 Lausn á síðustu þraut 4 9 3 8 2 1 6 5 7 6 1 8 9 5 7 2 3 4 7 5 2 6 3 4 1 8 9 9 3 4 7 1 6 5 2 8 5 6 7 2 4 8 9 1 3 8 2 1 3 9 5 4 7 6 2 8 5 4 7 9 3 6 1 1 7 9 5 6 3 8 4 2 3 4 6 1 8 2 7 9 5 1. Football Manager 2006 PC SEGA 2. StarWars Battlefront II PC/PS2/XB0X Activision 3. Fifa06 All formats EA Sports 4. EyeToy Kinetic PS2 Sony 5. BuzzlThe Music Quiz PS2 Sony 6. Robots PC/PS2/XB0X VU Games 7. F.E.A.R PC VU Games 8. Civilization 4 PC Take 2 9. Tony Hawk's American Wasteland PS2/XB0X Activision 10. Call of Duty 2 PC Activision Ástríðufullur, stórfenglegur og ósigr- andi stríðsmaður með dálæti á lífinu, baráttu, öli, kvenmönnum og á hverju því sem birtist handan sióndeildarhringsins. f •ím&w Conan er fyrir löngu orðinn þekkt- ur eftir að Ríkisstjórinn gerði hann ódauðlegan í tveimur kvikmyndum, Conan the Barbarian og Conan the Destroyer. Nú hefur lífi verið blásið í þessa hetju sem á svo margt sameig- inlegt með íslensku víkingunum og er hægt að fá Conan: The Frost-Gi- ant’s Daughter og fleiri sögur í nýju sérriti í verslun Nexus við Hverfis- götu. Kurt Busiek semur sögurnar og nýtur hann fulltingis Cary Nord teiknara með frábærum árangri þar sem villimaðurinn kemur sér í vand- ræði hvað eftir annað og berst við alls kyns óvætti. Gagnrýnendur hafa gefið bókinni góða dóma og benda m.a. á hvernig Busiek umgengst Conan með mikilli virðingu. „Þetta er eins og blóðugur strigi sagnfræðingsins. Þetta eru, enn einu sinni, tímar mikilla ævin- týra“, sagði gagnrýnandi Entertain- ment Weekly. „Það er hinn varfærnislegi dans ljóð- ræns frásagnarstíls höfundarins Kurt Busiek ásamt hrífandi og blóði drifn- um listaverkum Cary Nord sem gera bókina jafn sígilda og Conan sjálfan. Bravó.“ - Tímaritið Wizard Unnur Bixna tilKina Fegurðardrottning fslands, Unn- ur Birna Vilhjálmsdóttir, er nú á förum til Kína til þátttöku í fegurð- arsamkeppninni Ungfrú alheimur sem verður haldin 10. desember næstkomandi. Unnur Birna, sem hefur undirbú- ið sig vel fyrir ferðina, leggur í hann á miðvikudaginn en hún mun ásamt rúmlega 100 stúlkum dveljast í Kína næstu 5 vikur þar sem þær munu ferðast um og kynna keppnina. Langt er orðið síðan að ísland hef- ur átt keppanda í úrslitum í Ungfrú alheimi en eins og alþjóð veit lenti móðir Unnar Birnu, nafna hennar Steinsson í 4.- 5. sæti í keppninni árið 1983 og var þá fyrst íslenskra stúlkna til að komast þar í úrslit. Mynd/Lárus SigurÖarson

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.