blaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 18
18 I NEYTENDUR
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Bensín ekki
verið lœgra
i tvo mánuði
Enn lækkar bensínverð á höfuð-
borgarsvæðinu. Allir söluaðilar
sem voru skoðaðir lækkuðu verð
hjá sér en þó mismunandi mikið.
Mest var lækkunin hjá ÓB sem hef-
ur lækkað um heilar tvær krónur
og er verð á bensíni á afgreiðslu-
stöð þeirra við Snorrabraut nú það
sama og hjá Orkunni, eða 106,5 kr.
en þessar tvær stöðvar bjóða upp
á hagstæðasta verðið þessa vik-
una. Dýrast er bensínið á völdum
stöðvum ESSO og Skeljungs, eða
108,00 kr. lítrinn. Bensínverðið
hefur lækkað mikið á undanförn-
um mánuðum og sem dæmi þá
hefur verð í sjálfsafgreiðslu lækk-
að um 10 krónur hjá Skeljungi frá
fyrsta september. Þá var lagt fram
frumvarp á Alþingi í síðustu vik
þar sem lagt var til að bensín- o8
oliugjald yrði lækkað tímabundið
um 5. kr. lítrinn. í greinagerð segir
einnig að tilgangur breytinganna
sé að vega upp á móti þeirri miklu
verðhækkun sem orðið hefur á
eldsneyti á heimsmarkaði en það
hefur verið óvenju hátt á þessu
ári. Verð á bifreiðaeldsneyti er þó
áfram með því hæsta í Evrópu og
samkvæmt heimasíðu Félags ís-
lenskra bifreiðareigenda (FfB) þá
er meginástæða þess sú að hér á
landi leggur ríkið þungar álögur
á eldsneyti, en um 60% af útsölu-
verði bensíns og dísilolíu eru skatt-
ar í ríkissjóð.
Hverjii 1 eru ódýrastir? Samanburður á verði 95 oktana bensíns
AO Sprengisandur 106,9 kr. Kópavogsbraut 106,9 kr. Óseyrarbraut 106,9 kr.
eeo Vatnagarðar 106,6 kr. Fellsmúli 106,6 kr. Salavegur 106,6 kr.
<0) Ægissíða 107,7 kr. Bnrnartún tíorgartun s,™r
0JÍ5 Á,sr Ánanaust 107,7 kr. Gullinbrú 107,7 kr.
Eiðistorg 106,5 kr. Ananaustum 106,5 kr. Skemmuvegur 106,5 kr.
ORKAN
03 ðdýrtbamtn Arnarsmári 106,6 kr. Starengi 106,6 kr. Snorrabraut 106,5 kr.
Gylfaflöt 107,5 kr. Bæjarbraut 108 kr. Bústaðarvegur 107,7 kr.
Breytingar á Ópal
Verið að
JMW|
‘4
Það hefur varla farið framhjá
neinum að töluverð endurnýjun
hefur orðið á útliti hins sígilda
Ópals vörumerkis að undanförnu.
Umbúðir Ópalsins hafar verið
stílfærðar til að mæta nýjum
straumum og stefnum auk þess
sem að þrjár nýjar tegundir af syk-
urlausum brjóstsykri hefur verið
bætt við línuna. Þá hefur bæst
við nýr Ópal, gulur með sítrónu-
bragði, en blái Ópalinn er horfinn
af markaði. Þessi stefnubreyting
hefur valdið miklum umræðum
að undanförnu og sitt sýnist hverj-
um. Blaðið kynnti sér ástæður
breytinganna.
Að sögn Gunnars B. Sigurgeirs-
sonar, markaðsstjóra hjá Nóa Siríus,
þá var gripið til þess að hressa upp
á bæði útlit og framboð á Ópal með-
al annars vegna breyttra áherslna á
markaði fyrir ferskt sælgæti, en það
eru vörur sem eru til dæmis seldar
við búðarkassana til að auka fersk-
leika andardráttar, eða vinna gegn
andremmu, og nær yfir vörur eins
og töflur, tyggigúmmi, brjóstsykra
Sisal
náttúruleg gæði
Sisal eru falleg gólfefni ofin úr
náttúrulegu efni á góðu verði.
Ef þú ert að byggja eða endurnýja
húsnæöi þá býöur sisal upp á marga
skemmtilega möguleika.
Óáp/J(A/
Ármúla 32 Sími 533 5060
www.stepp.is
neytenda
og myntur. „Aðalástæðan fyrir því
að við komum með þetta á markað
núna er þó sú að við vildum koma
með nýjung, nýja línu,“ segir Gunn-
ar. Hann segir að vissulega sé verið
að svara aukinni samkeppni en legg-
ur líka áherslu á að verið sé að svala
eftirspurn neytenda eftir sykurlaus-
um vörum og þeim fannst best að
gera slík með því að koma fram með
nýtt vörumerki til að undirstrika
breytinguna.
Með nýju línunni er samkvæmt
meðfylgjandi auglýsingaherferð ver-
ið að koma með „sex ferskar ástæð-
ur fyrir Opal-sykurlausum.“ Þó vill
Gunnar leiðrétta þann misskilning
sem virðist hafa gripið um sig í þjóð-
félaginu að hætt verði að bjóða upp
á gömlu Ópalpakkana. Gunnar segir
það alls ekki vera heldur sé einungis
verið að bæta við framboðið og laga
það að væntingum viðskiptavina.
Ópal hefur ætið verið stórtækur í
sölu en Nóa-Siríusmenn hafa fund-
ið fyrir samdrætti á undanförnum
árum og því þótti nauðsynlegt að
grípa til einhverra brey tinga.
Engar breytingar fyrir-
hugaðar á risa-Ópali
Risa-Ópalpakkarnir verða áfram
seldir í sínum hefðbundnu um-
búðum enda ríkir almenn ánægja
með þá bæði hjá framleiðanda og
viðskiptavinum að sögn Gunnars.
„Það er einnig gert til þess að undir-
strika það að við erum að bjóða upp
á algerlega nýja línu og breytingu á
vörumerkinu, svo látum við einfald-
lega neytendur velja,“ segir Gunnar
og útilokar ekki að hætt verði fram-
leiðslu á Risa-Ópal ef viðbrögðin við
nýju línunni verði góð. Hann segir
að það sé alls ekkert óþekkt að vera
með mismunandi útlit á vörum af
sama meiði líkt og Ópal og risa-Óp-
al verði héðan í frá.
BlárÓpal ekki lengur
á boðstólnum
Margir sakna bláa Ópalsins sem
er nú ekki lengur fáanlegt. Gunn-
ar segir að ákveðið hefði verið að
hætta framleiðslu hans vegna þess
að aukaefni sem notað var til að
gefa bláa Ópalinu þetta mikla bragð,
sem það hafði, fékkst ekki lengur.
Blár Ópal hafði verið framleiddur
með sömu aðferðum í rúma hálfa
öld og þrátt fyrir ítarlegar tilraunir
og eftirgrennslan matvælafræðinga
Nóa-Siríus þá fannst ekki boðleg
staðkvæmdarvara sem gaf því það
bragð sem neytendur áttu að venj-
ast. Því var ákveðið að hætta frekar
framleiðslu hans en að bjóða upp á
ófullnægjandi vöru. ■
Sparnaðarráð til
handa kráarunnendum
Ölið kneyfað ígóðra vina hópi
Flestir hafa gaman af því að
kneyfa bjór í góðra vina hópi á
þar til gerðum ölkrám. Fjárhagur
margra leyfir hins vegar ekki að
sú athöfn sé stunduð eins oft og
ástæða þykir til, enda ölið talsvert
hátt verðlagt á knæpum landsins.
Þeir sem leggja mikinn metnað
í kráarhangsið hafa hins vegar
margir komið sér upp góðri tækni
sem leyfir þeim að stunda þessa
virðulegu athöfn að vild án þess
að buddan eða yfirdráttarheimild-
in beri of mikinn skaða af.
Meðal reyndra kráargesta er
alkunna að miklu skiptir hvenær
og hvar bjórinn er keyptur. Á virk-
um kvöldum má oft finna tilboð
á ákveðnum tegundum víðs veg-
ar um bæinn og setji fólk ekki
umhverfið fyrir sig má fá stóra
bjóra á allt niður í 250 krónur á
sóðalegri knæpum bæjarins. Séu
margir vinir saman á ferð skiptir
umhverfið ekki öllu og getur jafn-
vel orðið tilefni til áhugaverðra
umræðna og skemmtilegra sagna.
Oft getur líka verið fróðlegt og
hugvíkkandi að kynnast hvern-
ig ólíkir þegnar þjóðfélagsins
eyða sínum dögum og setja sig í
ókunnar aðstæður.
Sumir gerast bíræfnir í sparn-
aðaráfergju sinni og grípa með
sér á krána nokkra bjóra úr
ísskápnum heima. Er þá einn bjór
keyptur og síðan áfylltur undir
borðum eða á baðherbergjum.
Mælir Blaðið ekki með viðlíka
gjörningum, enda eru þeir vafa-
samir í eðli sínu og jafnvel ósvífni.
Hinsvegar má vel endurskapa það
sérstaka andrúmsloft sem sóst er
eftir á ölkrám heima í stofu með
góðra vina hjálp og vissum með-
ulum. Gott ráð er að kaupa nokkr-
ar kippur af uppáhalds-bjórnum,
kveikja á útvarpinu (og þá helst
stöð sem spilar tónlist sem þú hef-
ur alla jafna ekki gaman af), fylla
nokkrar skálar af salthnetum og
jafnvel bjóða einhverjum ókunn-
ugum af götunni í heimsókn. Ef
upplifunin á að vera ekta er svo
ekki verra að hafa eitthvað af reyk-
ingafólki í hópi boðsgesta og leyfa
þeim formsins vegna að stunda
sinn ósið innivið. Félagar geta
jafnvel skipst á að leika barþjón,
sé áhugi fyrir því.
haukur@vbl.is