blaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 24
24 I HÖWNUW ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2005 blaðiö Hönnunar- dagar 2005 lofa góðu -herlegheitin hefjast eftir rúma viku Hönnunardagar 2005 verða haldnir dagana 17.-20. nóvember næstkom- andi, en að þeim standa félagið Hönnunarvettvangur í samstarfi við hérlend fagfélög er tengjast hönnun. Hönnunarvettvangur var stofnsett í maí á þessu ári. Samkvæmt vefsíðu Hönnunardaga er markmið hans að: .Standa fyrir faglegu og virku hönn- unarsamfélagi sem kynnir, hvetur og eflir alla íslenska hönnun, hvort sem það er arkitektúr, gullsmíði, grafísk hönnun, iðnhönnun, inn- anhúsarkitektúr, fatahönnun eða leirlist.“ Að samtökunum standa iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, Útflutningsráð, Iðntæknistofnun, Reykjavíkurborg og Form ísland. Víst er að hönnun hefur rutt sér nokkurs rúms á almannavettvangi síðustu ár - einhver gæti jafnvel ímyndað sér að íslenskt samfélag væri að verða sífellt fagurfræðimið- aðra, ef ekki væri fyrir augljósar vís- bendingar í gagnstæða átt- og því má teljast viðeigandi að efnt sé til sýninga og samtaka sem þessara. Yfirlýst markmið forsvarsmanna Hönnunardaga er að þeir verði með tímanum árlegur viðburður og því er mikið vandað til verksins. Hönn- uðir, framleiðendur og fyrirtæki standa fyrir uppákomum hér og þar í Reykjavíkurborg og nánasta nágrenni, í sýningarsölum, verslun- um og vinnustofum svo dæmi séu tekin. Laugardalshöllin mun hins- vegar orka sem e.k. miðpunktur hátíðarinnar og verða hennar helsti samastaður. Þar verður m.a. hægt að skoða sýninguna „Hönnun og heimili", sem tímaritið Hús og Hý- bíli efnir til ásamt IceXpo og Hönn- unarvettvangi, þar sem verslanir og heildsalar sýna vörur sínar í bland við hönnuði og framleiðendur. Þar sem sýningin er öðru fremur vettvangur hönnunar og hönnuða er eðlilega lagt mikið upp úr um- gjörð og heildarútliti hennar; er það fyrirtækið Einrum:::arkitektar sem á heiðurinn af þeim þáttum. Sýningin verður opin almennum borgurum á laugardag og sunnudag, en einnig verður í höllinni fagráð- stefna, námskeið, fyrirlestrar og aðr- ar upppákomur sem ekki er víst að höfði beint til almennings en munu væntanlega og vonandi skila sér til hans á endanum með hreinni borg með fögur torg og fallegar ruslaföt- ur. Um Hönnunardaga 2005 má fræð- ast nánar á vefsíðu fyrirbærisins, sem hefur slóðina www.iceland- design.is ■ haukur@vbl.is í lUn Parþenon hofið í Aþenu má muna sinn fífil fegurri, en var byggt á fagurfræðilegu gullaldarskeiði í mannkynssögunni og er vissulega mikið hönnunarafrek. Hvað vilt þú á vegginn þinn? Veggfóður óskar eftir veggfóðri í hönnunarsamkeppni Á morgun er síðasti skiladagur í ansi áhugaverðri hönnunarsamkeppni sem sjónvarpsþátturinn Veggfóður hefur efnt til í samstarfi við Hönn- unarvettvang. Mun keppnin, sem er að sjálfsögðu öllum opin, felast í því að hanna mynstur á veggfóður. Verða bestu hugmyndirnar sýndar á almannavettvangi, en veggfóðrið sem valið verður sem það besta verð- ur sett í framleiðslu, selt og sýnt í versluninni Epal. Sem framlag sitt til íslenskrar hönnunar mun versl- unin ekki taka neina ágóðaprósentu af sölunni, þannig að til nokkurs er að vinna fyrir vinningshönnuðinn. Það er dómnefnd sem úrskurðar úr um gæði veggfóðranna, en hún er skipuð einvalaliði úr hönnunar- geiranum; Arna Friða Ingvarsdóttir, grafískur hönnuður FÍT, Sesselja Thorberg vöru- og iðnhönnuður og Rósa Helgadóttir formaður Textíl- Þessi ungi maður pantaði sitt veggfóður, sem sýnir sólarströnd, að utan. félags Islands. Tekið er við umsókn- hvert á að skila þeim á netfangið um jafnt á A4 pappír sem rafrænu veggfodur@365.is ■ formi, en sækja má upplýsingar um Heimasíða Epal er hafsjór af fróðleik Verslunin Epal í Skeifunni, sem nýverið fagnaði þrjátíu ára starfs- afmæli sínu, hefur ansi sterka nær- veru á veraldarvefnum. Heimsókn á heimasíðuna epal.is getur haft ofan af fyrir sæmilega læsum yfir betri part dags, enda úir þar og grúir af bæði ritgerðum og upplýsingum, sem og fallegum myndum af hús- gögnum og jafnvel nöktum mönn- um. Óþarfi ætti að vera að taka fram að hönnun síðunnar er til stakrar fyrirmyndar, auðvelt er að rata um og hin sjónræna hlið er einnig áferð- arfalleg án þess að vera ertandi. Þar fær og textinn nokkurt vægi, atriði Þessir hressu, nöktu menn brugðu sér á leik vegna 25 ára afmælissýningar Epal, Tilfelli, sem haldin var árið 2000. sem vill því miður oft gleymast þeg- ar grafískum hönnuðum er gefinn laus taumurinn. Vefsíða Epal sker sig nokkuð frá öðrum heimasíðum verslana, sem oftar en ekki takmarkast við að vera útblásnir vörulistar eða aug- lýsingabæklingar. Og ber, rétt eins og verslunin sjálf, með sér að vera fyrst og síðast afsprengi ríks áhuga aðstandenda sinna á viðfangsefninu. Deili vefnotendur þeim áhuga gætu þeir gert margt vitlausara en að líta við og kynna sér hvað er um að vera þar. ■ r Sjóntækjafræðingur með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga Endumýjar þú gleraugun þín nógu oft eða langar þig bara í ný? Vaxtalaus kjör í allt að 24 mánuði engin útborgun Suðurlandsbraut 50, (bláu húsunum við Faxafen Slmi: 568 1800 Gleraugað

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.