blaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 12
12 I BÍLAR -i ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2005 blaöiö Fiat og Ford i samstarf um þróun smábíla Fiat og Ford bílaframleiðend- urnir skrifuðu nýlega undir samstarfssamning um þróun og framleiðslu tveggja smábíla. í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim sagði að þessir rótgrónu bílaframleiðendur væntu þess að þetta verkefni myndi skila tveim- ur aðskildum smábílum sem skörtuðu ytri og innri hönnun í samræmi við sérkenni og yfir- bragð beggja framleiðendanna. Fiat 500 snýr aftur Bifreiðarnar tvær sem um ræð- ir eru annars vegar nýr Fiat 500, sem á að koma í stað afar vinsæll- ar línu sem hætt var að framleiða snemma á áttundna áratugnum, og endurhönnuð útgáfa af Ford Ka. Vonir standa til um að bif- reiðarnar verði komnar í sölu á árunum 2007-2008. Áætlað fram- leiðslumagn er um 240.000 eintök sem skiptist jafnt á milli beggja framleiðendanna. Lykilmarkaðir eru hugsaðir í Evrópu en Fiat er þó í hraðri útbreiðslu og örum vexti um þessar mundir á mörkuðum í Asíu- Kyrrahafssvæðinu, meðal annars í Ástralíu. I yfirlýsingu þar sem sam- starfið var tilkynnt segir að „Fiat og Ford eru afar reynd fyrirtæki í þróun árangursrikra og vel heppnaðra smá- bíla í Evrópu. Með því að taka sam- an höndum mun verða töluverður ávinningur bæði í þróunar- og fram- leiðslukostnaði. Niðurstaðan mun skila betri verði og auknum gæðum fyrir viðskiptavininn, á sama tíma Reynt að sporna við aukinni bílamengun Nýtt innsprautunarkerfi dregur úr mengun Þá lítur allt út fyrir að bensínvélar í bílum muni bæði menga minna og vera neyslugrennri í nánustu fram- tíð en þær hafa verið áður. Ástæðan er fyrst og fremst endurbætt inn- sprautunarkerfi sem þýska fyrirtæk- ið Robert Boch er þegar byrjað að framleiða og er talið að verði staðal- búnaður í mörgum bifreiðum þegar fram líða stundir. Megin breytingin með því er sú að það dælir bensin- gufu beint inn í brunahólf vélanna, en það er svipað og tíðakst í dísilvél- um. Stefnt er að því að nýju Bosch- innsprautunarkerfin verði í afar mörgum tegundum og gerðum bíla sem að framleiddir eru í Evrópu frá og með árgerðum næsta árs. Fiat 500 mun snúa aftur innan skamms stílfæröur f takt viö nýja tíma. og helstu einkenni ög eðli hvorrar bif- reiðar fyrir sig mun haldast.“ Minni kostnaður án þess að gæðin skerðist Vinna við þróun og framleiðslu smá- bílanna er nú þegar hafin. Sergio Marchionne, framkvæmdarstjóri Fiat Group og Fiat Auto, segir að samstarfið við Ford marki enn ein tímamótin í stefnumörkun fyrirtæk- isins sem felur í sér samstarfsbanda- lög sem miða að því að deila með sér bæði fjárhagslegum og fram- leiðslulegum björgum við sköpun og framsetningu nýrra afurða. John Fleming , forseti Ford í Evrópu, tók í svipaðan streng. Hann sagði að Fi- at væri kjörinn samtarfsaðili fyrir Ford í þessu tiltekna verkefni þar sem að þeir væru almennt álitnir og hefðu hlotið viðurkenningu fyrir að vera einn af leiðandi framleiðend- um smábíla í heiminum um árabil. Því gefi samstarfið þeim tækifæri á því að halda kostnaði í lágmarki á sama tíma og þeir þróa mjög sam- keppnishæfa vöru. Nýjar reglur sem taka eiga gildi inn- an skamms í Evrópusambandinu og snúa að leyfilegu magni mengunar- efna í útblæstri bíla munu jafnvel gera það að verkum að margar eldri gerðir dísilvéla munu hreinlega lenda á bannlista ef að ekki verður gripið til aðgerða. FÍB-blaðið greinir þó frá því í nýjasta tölublaði sínu að sænska fyrirtækið Emission Techno- logy Group hafi búið til tæknibúnað sem muni gera eldri dísilvélar full- gildar gagnvart nýju mengunarkröf- unum. Lausnin felst í því að Svíarnir eru búnir að þróa nýja hreinsitækni sem dugar afar vel á eldri dísilvélar. Búnaðurinn er þó enn sem komið er einungis hugsaður fyrir stórar vélar eins og eru í vörubílum, rútum og vinnuvélum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.