blaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2005 blaAÍÖ SUSHI T H H I n OPNAR1. DESEMBER [LÆKJARGATA] Reykjavíkurborg: 140 milljónir í nefndarlaun Nefndarmenn í sumum fastanefndum borgarinnar eru með rúmar yo þúsund krónur í launfyrir störfin á mánuði. Algengt er að nefndir hittist tvisvar í mánuði. Héraðsdómur: Enn eitt áfallið fyr- ir Jón H.B. Snorrason saksóknara Héraðsdómur Reykjavíkur vís- aði í gær frá framhaldsákæru gegn forsvarsmönnum Frjálsr- ar fjölmiðlunar, vegna brota í rekstri Fréttablaðsins, Vísis, Markhússins og Info skiltagerð- ar. Málið var þingfest 23. júní sl. en viðbótarákærur þessar voru ekki gefnar út fyrr en rúmum tveimur mánuðum síðar. Að mati Héraðsdóms hefði átt að leggja þær fram í síðasta lagi þremur vikum eftir að upphaf- legu ákærurnar voru þingfestar, og féllst dómurinn á kröfur sakborninga um frávísun. Með framhaldsákærunum sagðist ríkislögreglustjóri vera að leiðrétta innsláttarvillur í sund- urliðun fjárhæða í upphaflegu ákærunni. Sakborningar sögðu hins vegar þrátt fyrir að heimilt sé að leiðrétta augljósar og smávægilegar villur með fram- haldsákæru. Þarna sé vissulega um að ræða augljósar villur, en að þær séu síður en svo smá- vægilegar því villurnar taki til þungamiðju verknaðarlýsingar ákæru og því sé verknaðárlýs- ingin röng í aðalatriðum í þeim kafla. í öðrum köflum ákær- unnar séu leiðréttingar ekki augljósar ásamt því að einn liður framhaldsákærunnar sé óskiljanlegur þegar hann er borinn saman við upphaflegu ákæruna. Verjandi segir því illmögulegt fyrir sig að átta sig á hvernig grípa skuli til varna. Héraðsdómur gagnrýndi eins og áður sagði þann tíma sem saksóknari tók sér til að leggja fram framhaldsákæruna. Ennfremur gagnrýnir hann að fjárhæðir séu allt aðrar en þær sem voru í frumákærunni ásamt því að uppgjörstímabil séu einnig allt önnur. Mat dómsins er einnig að framsetn- ing leiðréttingar í framhalds- ákæru sé ekki skýr og glögg. Samkvæmt upplýsingum frá Reykja- víkurborg nam launakostnaður borgarinnar vegna nefnda borgar- sjóðs fyrir árið 2004, 138,9 milljón- um króna. Nefndir og ráð á vegum Reykjavfkurborgar eru um 50 tals- ins, fyrir utan borgarráð, borgar- stjórn og ýmsar nefndir, starfsnefnd- ir og vinnuhópa sem borgaryfirvöld tilnefna fulltrúa sína í. Fastanefndir á vegum borgarinnar eru 19 og skipt- ast greiðslur fyrir nefndarstörf í þeim íþrjáflokka. í flokki 1 takalaun mið af þingfararkaupi og fá nefnd- armenn greidd laun sem samsvara 16% af þingfararkaupi, eða 73.589 kr á mánuði. I flokki 2 eru greidd 12% eða 55.191 kr á mánuði og í flokki 3 eru reidd 6%, eða 27.596 krónur á mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er almenna reglan sú að nefndir fundi tvisvar til þrisvar í hverjum mánuði. Borg- arfulltrúar sem sæti eiga í nefnd fá ekki borgað sérstaklega fyrir nefnd- arsetu, en formenn fastanefnda fá greidda tvöfalda þóknun fyrir setu í viðkomandi nefnd. Fyrir setu í öðr- um nefndum en fastanefndum er greidd þóknun fyrir hvern fund sem nemur 2% af þingfararkaupi, eða 9.199 krónum. Kerfið of stórt og þungt í vöfum Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, vill ekki tjá sig um heildarupphæðina þar sem sam- anburður fyrri ára liggur ekki fyrir. „Ég hef hins vegar oft gagnrýnt yfir- byggingu borgarkerfisins, að það sé stórt og mikið og þungt í vöfum. Ég hef talað lengi um styttri og skýrari boðleiðir og það kemur þvi í sjálfu sér ekki á óvart að nefndarkostnað- ur sé hár.“ Kjartan Magnússon, börg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist óánægður með þann hringlandahátt sem hann segir hafa einkennt stjórn borgarinnar lengi. „Dæmi um það er þegar samgöngunefnd borgar- innar var lögð niður en sú nefnd var að mínu mati að virka vel. Það hefur skort festu i stjórnskipulagið og á valdatíma R-listans hafa verið gerðar 3-4 stórar breytingar á nefnd- arkerfinu í borginni. Aður hafði stjórnkerfið verið óbreytt í töluverð- an tíma og alveg sjálfsagt að skoða það að gera einhverjar breytingar á því en R-listamenn hafa verið að breyta þessu stöðugt svo fólk sem þarf að eiga viðskipti við borgina er alveg orðið ruglað í þessu. Dæmi um þetta er samgöngunefndin sem lögð var niður um síðustu áramót. Verkefni nefndarinnar voru þá færð yfir til þriggja nefnda og fram eftir ári vantaði mikið upp á að menn hafi áttað sig á því hvaða mál heyrði undir hvaða nefnd. það er því þessi stöðugi hringlandaháttur í stjórn- kerfinu sem ég gagnrýni. Ég held að í langflestum nefndum sé fólk að leggja sig fram um að starfa eins vel og það getur með hag borgarinnar að leiðarljósi." ■ Fjármálaeftirlitið á tímamótum: Aukin umsvif og gegnsæi Samkvæmt nýju gegnsæisskipulagi Fjármálaeftirlitsins (FME) mun al- menningi gefast kostur á að nálgast niðurstöður athugana eftirlitsins en slíkt hefur ekki verið mögulegt hing- að til. Þetta kom fram á ársfundi FME í Salnum í Tónlistarhúsi Kópa- vogs í gær. Þá kom einnig fram að umsvif FME hefðu aukist á síðasta ári sökum útrásar íslenskra fyrir- tækja. Þrjátíu mál 1 árskýrslu FME sem kynnt var á fundinum kom fram að á síðasta ári tók stofnunin 30 mál til athugunar um hvort brotið hefði verið gegn tilkynningaskyldu vegna innherja- viðskipta. í átta tilvikum reyndist fruminnherjinn brotlegur en útgef- andi í sex tilvikum og var þá beitt stjórnvaldssektum. Þá kom eitt mál til athugunar vegna markaðs- misnotkunar, fimm mál vegna inn- herjasvika og tvö mál vegna hugsan- legrar yfirtökuskyldu. Ekki kom til aðgerða í neinu af þessum málum BloCiö/Frikki f máli Stefán Svavarsson, stjórnarfor- manns FME, kom fram að of mikið sé af enskuslettum í íslensku viðskiptamáli og að nauðsynlegt sé að menn dragi úr slíkri notkun af hálfu FME en eitt innherjasvika- mál er enn í athugun. Sjö mál voru tekin til athugunar með hliðsjón af flöggunarskyldu og í einu málanna var ríkislögreglustjóra greint frá at- hugun FME. Gegnsæisstefna kynnt Á fundinum kom fram að aukin um- svif íslenskra fjármálafyrirtækja, hér heima og erlendis, hefðu þýtt að starfsemi stofnunarinnar hefði að sama skapi aukist. Gert er ráð fyrir því að hún aukist enn frekar á næsta ári og að alþjóðlegt samstarf við systurstofnanir erlendis verði einn- ig aukið. Þá var kynnt svokölluð gegnsæisstefna en samkvæmt henni verður almenna reglan sú að FME birti niðurstöður athugana og mála á verðbréfasviði. Athygli vakti að í opnunarræðu Stefáns Svavarssonar, formanns stjórnar FME, gagnrýndi hann ýmislegt í málefnum Sparisjóð- anna í landinu og taldi að margir stofnfjáreigendur væru að víkja frá meginhlutverki sjóðanna. „Þó að í nútíma skipulagi sé þess vandlega gætt að fjármunir séu ekki án hirð- is þá er það samt miður, að mínum dómi, að ekki sé haldið tryggð við þann anda sem var tvímælalaust markmið stofnenda sparisjóðanna á sínum tíma.“ ■ Hafrannsóknastofnun: Þorskurinn ofveiddur Draga verður úr þorskveiði ef koma á í veg fyrir að stofninn hér við land hrynji ekki. Þetta kom fram á mál- þingi á vegum Hafrannsóknastofn- unar og Sjávarútvegsráðuneytis sem haldið var á Grand Hótel í gær. Á ráðstefnunni töluðu bæði innlend- ir og erlendir fræðimenn og voru þeir sammála um að ástand þorsks- stofnsins hér við land væri afar við- kvæmt og nauðsynlegt að draga úr veiðum ef ekki ætti illa að fara. Var í þessu samhengi bent á kanadíska þorskstofninn sem hrundi vegna of- veiða á sínum tíma. ■ SJÓN: ARGÓARFLÍSIN I BOKMENNTUn NYBOKEFTIR NORÐURLANDA MEISTARANN „ALVEG FANTASKEMMTILEG BÓK“ - Illugi Jökulsson, Talstööinni „ÞETTA ER USTILEGA SKRIFUÐ SAGA“ - Silja O Heiðskjrt 0 Léttskýjaö ^ Skýjað £ Alskýjaö /ý Rigning, Iftilsháttar Rignlng 5 5 Súld Snjókoma fj Slydda fj Snjóéi <jj skúr Amsterdam 14 Barcelona 19 Berlín 12 Chícago 08 Frankfurt 12 Hamborg 12 Helsinki 08 Kaupmannahöfn 10 London 15 Madrid 15 Mallorka 22 Montreal 05 New York 11 Orlando 18 Osló 07 Paris 15 Stokkhólmur 08 Þórshöfn 07 Vín 11 Algarve 20 Dublin 09 Glasgow 10 // / /// 2° +Q /// /// /// 2° /// Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn Byggt á upplýsingum trá Veöurstofu Islands /// /// Á morgun ,* ** * 1°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.