blaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 38
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2005 blaöiö 381 ÓLK BETRA AD HARKA EIM HAWGSA Draumur hvers fslendings er að fá meira i vasann fyrir minni vinnu. Þetta hefur verið baráttumál númer eitt, tvö og þrjú hjá öllum þeim sem koma að kjarabaráttu launafólks. Smáborgarinn hefur eins og aðrir bor- ið þann draum í brjósti að bera mikið úr býtum fyrir stuttan vinnudag, geta I gert það sem hann langar til, m.a. horft á allt besta sjónvarpsefnið sem iðulega er á dagskrá eftir að vinnandi fólk á að vera komið í háttinn. Smá- borgaranum varð að ósk sinni í síðasta mánuði. Hann fékk timabundna vinnu ; sem gaf þó nokkuð í aðra hönd og ' vinnudagurinnvarstutturogsveigjan- legur. I fyrstu vikunni keypti Smáborg- j arinn sér kort í líkamsrækt og Ijós. Um kl 14 á daginn hafði Smáborgarinn náð ; að klára vinnudaginn og fara í líkams- rækt og/eða Ijós og jafnvel gluggað í nokkrar sjálfshjálparbækur, gat lífið 1 verið betra? Smáborgarinn hljóp um í hálftómri Kringlu fyrripart dags og skoðaði og keypti að vild. Á þriðju viku var ekki laust við að leiði færi að gera vart við sig. Ástandið var að verða I eins og hjá honum Palla sem var einn ; í heiminum, hann gat gert það sem hann vildi en það var bara enginn til að gera það með. Þannig var það með Smáborgarann sem gleymdi að taka með í reikninginn aö annað fólk er j ekki kbrriið heim kltvö og hefur sjaldn- : • ast tíma til að hanga.á kaffihúsum f lok í vinnudags eins og hann hafði'sjálfur tíma til aðgera. Hann komst líka að því ; að þvfmeiri tíma sem maður hefur því í minna verður manni úr verki nema ef ! vera skildi að velta sér upp úr allskyns I vandamálum. ! Smáborgarinn hefur lengi velt því fyrir • sér hvers vegna stórgrósserar á borð j við Björgólf Thor og Jón Ásgeir eru ekki löngu komnir með tærnar upp í loft og farnir að njóta auðs síns. Þarna ; er skýringin komin, þeir vita sem er að það er betra að harka en hangsa. HVAÐ FINNST ÞÉR? Branda, kýr í Húsdýragarðinum Hvað finnst þér um arftaka Guttorms? „Mér líst nú bara ágætlega á gripinn,“ segir kýrin Branda í samtali við Blaðið. „Guttormur gamli var svo sem ágætur til síns brúks en hann var orðinn held- ur geðstirður síðustu misserin. Svo er auðvitað fínt að fá smá tilbreytingu í lífið hérna í garðinum. Mér er sagt að geðlag tuddans nýja sé líka mjög gott sem skemmir ekki fyrir. Hann heitir víst Eldur og ég hlakka bara til að kynn- ast honum nánar í framtíðinni. Ég hef aðeins virt hann fyrir mér, hann er fagurrauður, kollóttur og svipfríður. Ég kann sérstaklega að meta hvað hann er með fallega yfirlínu og sterkleg fótastaðan skemmir ekki fyrir. Hann er reyndar Þingeyingur, sem bendir til þess að hann sé svolítið góður með sig, en við vinkonurnar hér í garðinum muuuunum nú siða hann til á stuttum tíma reikna ég með. Mont á ekki upp á pallborðið hér í Húsdýragarðinum, það er alveg kýrskýrt." Húsmóðir lendir i gerviklámi Stjarnan úr þáttunum góðkunnu „Desperate Housewives”, Nicollette Sheridan, er ekki kát þessa dagana. Hún er sífellt að fá fregnir af dónalegum netsíðum sem eru að klippa andlit hennar saman við nakta líkama og búa þannig til gerviklámmyndir af henni. Henni er nóg boðið og íhugar lögsókn. Hin 41 árs gamla leikkona er sérstaklega móðguð vegna þess að líkamarnir sem notaðir eru, eru miklu verri en hennar eigin. Hún segir: „Internetinu er ekki treystandi fyrir fimm aura. Einhver sagði mér frá klámmyndasíðu þar sem haus- inn á mér var klipptur saman við nakta líkama sem voru að gera grófa dónalega og alls óásættanlega hluti. Ég hugsa að ég komi nú til með að kæra. En verst af öllu er að ég er sko með miklu betri líkama en á þessum myndum. Það er nú lágmark að láta mig koma vel út úr þessu“. Nicollette er komin í stuð, og ákveður að leiðrétta fleira. „Það var líka verið að skrifa um að ég hefði farið inn í einhverja kertabúð, og ég hefði verið með svo mikið hárlakk í hárinu að það hafi fuðrað upp. í fyrsta lagi nota ég aldrei hárlakk, svo þekki ég ekki búðina, og það hefur aldrei kviknað í hárinu á mér. Harry Potter œði í Lundúnum Aðalleikarar nýjustu Harry Potter-myndarinnar mættu á frumsýningu í Lundúnum. Hundruð Potter-aðdáenda hylltu stjörnurnar þegar þær mættu á Leicester Square. Daniel Radcliffe, sem leikur sjálfan Harry Potter, sagðist vera ánægður með viðbrögð- in og sagði að ef svona nokkuð hressti mann ekki við gerði ekkert það. Emma Wat- son, sem leikur Hermione, sagði að stemmningin sem myndaðist á torginu hefði verið ótrúleg og algjörlega yfirþyrmandi. Aðrir leikarar í myndinni eru m.a. Ralph Fiennes, Michael Gambon og Dame Maggie Smith. Tökur á fimmtu myndinni hefjast í febrúar á næsta ári, en Harry Potter og Eldbikarinn sem er nýjasta myndin kemur í bíó í Eng- landi þann 18. nóvember. Douglas samþykkir gamanmynd Michael Douglas hefur skrifað undir samning um að leika í nýrri gamanmynd sem heitir „The King of California“. Douglas mun þar leika sérvitran maníu-og þung- lyndissjúkling, sem trúir því að það sé fjársjóður grafinn einhvers staðar í Kalíforn- íu. Myndatökur hefjast í febrúar á næsta ári. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður: Jón nú er mælirinn fullur. Nýjar upp- lýsingar í Kastljósi um að aðstand- endur aldraðra þurfi sjálfir að kaupa aðstoð inn á hjúkrunarheimilin til að foreldri eða aðrir nákomnir fái viðunandi þjónustu gera mann orð- lausan. Er virkilega svo komið fyrir einni rikustu þjóð heims að vegna manneklu á hjúkrunarheimilum þurfi aðstandendur sjálfir að kaupa inn starfsfólk til að þeirra nánustu fái mannsæmandi aðhlynningu. Hvað með þá sem ekki hafa efni á því? Erum við að stefna í að tvískipt þjónustukerfi verði til á hjúkrunar- heimilum aldraðra? Þetta bætist of- an á fimm hundruð manna biðlista eftir hjúrkunarheimilum, skort á heimahjúkrun og heimaþjónustu og að fjöldi aldraðra allt að fjóra eða jafnvel fimm að húka saman í einu herbergi. Þetta er hrikalegt. Hvað er Jón heilbrigðisráðherra og ríkis- stjórnin eiginlega að hugsa. http://www.althingi.is/johanna/ Þórunn Sveinbjarnadóttir alþingismaður: Fréttir af fangaflutningum banda- rísku leyniþjónustunnar varpar ljósi á ógnvænlega þróun mannréttinda- mála. Þróun sem rekja má til barátt- unnar, eða stríðsins eins og sumir vilja orða það, gegn hryðjuverkum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nýtt afleiðingar hryðjuverkanna 11. september 2001 til hins ítrasta. Að- ferðirnar sem notaðar eru til þess að „verja fósturjörðina“ eru farnar að minna óþægilega á aðferðir her- foringjastjórna og annarra harð- stjóra. Nú er komið í ljós að Banda- ríkjastjórn flytur fanga, sem margir hafa verið í haldi án dóms og laga árum saman, á milli landa til þess að hægt sé að beita „árangursrík- ari aðferðum" við að kreista út úr þeim upplýsingar. 1 þessu skyni er m.a. flogið með þá til landa i Aust- ur-Evrópu þar sem menn hafa aug- ljóslega ekki enn losað sig undan arfleifð kommúnismans í meðferð fanga. Kaldhæðnislegt, verð ég að segja. Bandaríska Ieyniþjónustan er búin að fá sér verktaka í skítverkin. Verktaka sem brjóta mannréttindi á föngum með svæsnum pyndingum. Lægra er varla hægt að leggjast. http://www.althingi.is/tsv/ eftir Jim Unger HEYRST HEFUR... Einn af vinsælli útvarps- mönnum Rásar 2, Gestur Einar Jónasson sem séð hefur um þáttinn Með grátt í vöngum, flyt- ur sig um set í desember og fer yfir á Rás 1. Ekki er vitað hvaða þátt hann verður með þar. Freyr Eyjólfs- son kemur í staðinn á laugar- dagana með þáttinn Geymt en ekki gleymt. Þá flyst Lísa Páls einnig yfir af Rás 2 á Rás 1. Svo virðist sem Páll Magnússon og félagar séu að skipta út eldra fólki fyrir yngra fólk á Rás 2 og er hugmyndin væntanlega sú að styrkja hana í samkeppni. Það er svo annað mál hvort að yngra fólk þýði meiri hlustun. Islendingar sem komu með vél Icelandair frá Lundún- um í gær rak í rogastans og héldu þeir margir að þeir væru komnir í ranga vél. Ástæðan var sú að fleiri Pólverjar voru um borð en íslendingar. Ástæð- an mun ekki vera aukinn áhugi Pólverja á íslandi sem ferða- mannalandi heldur voru hér á ferð farandverkamenn sem voru á leið til Reyðarfjarðar til að vinna við álver Bechtel. Eft- ir að hafa skálað vel um borð er spurningin hvernig þeir hafi upplifað landið þegar þeir vöknuðu í morgunsárið austur á Reyðarfirði. m TFmsir skynjuðu nýjan tón í X hádegisfréttum Bylgunnar í gær. Ek' svo aðj , að ' breytt ar áherslur hafi verið í fréttunum og frétta- mennirnir voru nokk- urn veginn þeir sömu. Hins vegar var eins og nýtt hljóðstúdíó væri komið til sög- unnar sem skilaði lestrinum með heldur meira bergmáli en áður. Ástæðan er sú að búið er að færa Bylgjufréttamenn- ina af Lynghálsinum, þar sem þeir hafa verið í á annan tug ára, og niður í Skaftahlíð. Þar munu sjónvarps- og útvarps- stjörnur þurfa að blanda geði með óbreyttum blaðamönnum þegar hin nýja fréttarás hefur starfsemi - væntanlega strax í byrjun næstu viku. Og við ljúkum þessu með tilvitnun í heimasíðu Össurar Skarp- héðinssonar. Hann á ekki í vandræðum með að túlka úrslitin í próf- kjöri Sjálfstæð- isflokksins og botnaði pistil sinn þegar úrslit lágu fyrir með þessum orðum: “Það þekkja ekki allir iðrin í sjálfum sér. Á förnum vegi í gær sagði einn af ráðherrum Sjálfstæðisflokks- ins að Vilhjálmur yrði í fjórða sæti - á eftir faglegum ráðgjafa Þorgerðar Katrínar. Það munu margir vakna úrillir að morgni - ef þeim varð þá svefnsamt!”

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.