blaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 22
22 I HEILSA ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2005 blaóið Austurlensk frœði virka vel í meðferð við kvíða -Mikilvœgt að lífa í núinu- Mindfulness (sem þýtt hefur ver- ið sem árverkni eða vakandi nær- vera) er upprunninn í Asíu og á rætur að rekja til búddisma. Margrét Bárðardóttir sálfræð- ingur við geðdeild Landspítalans segir árverkni hafa gefið góða raun í hópmeðferðarvinnu með fólk sem þjáist af kvíða. „Við not- um sambland af árverkni og hug- rænni atferlismeðferð og þessi blanda hefur reynst mjög vel,“ segir Margrét. Hún segir lykilinn að góðum árangri í kvíðameðferð vera að fólk veiti því athygli sem er að gerast innra með því þ.e hvaða tilfinningar það finnur til. Margr- ét vitnar í erlendar rannsóknir sem sýna að þetta meðferðarform hefur gagnast vel við þunglyndi, átröskunum og tilfinningalegum vandamálum s.s. hjónabandserf- iðleikum. „í kvíðameðferð, sem byggir á árverkni, eru notaðar stuttar öndunarhugleiðsluæfingar þar sem fólk lærir að staldra við áður en það bregst við erfiðum til- finningum,“ segir Margrét og bæt- ir við að þetta auki líkur á því að fólk bregðist við á uppbyggilegan hátt. Fólk sem tók þátt í kvíðameð- 99................... Maður nýtur lífsins betur efmaður lifir á líðandi stund í stað þess að velta sér upp úr fortíð eða framtíð ferðinni hafði ýmist verið innlagt á geðdeild eða verið á göngudeild geðdeildar. Margrét segir árangur þessa meðferðarforms hafa verið met- inn hérlendis og sýnt að áhrif á kvíða eru mikil. „Árangurinn í hópnum okkar var metinn með spurningalista þar sem þátttak- endur í kvíðameðferðinni voru spurðir um líðan sína fyrir og eft- ir meðferð. í ljós kom að þremur mánuðum eftir meðferð var ár- angurinn ennþá mikill. Ragnar Pétur Ólafsson sálfræðingur og Þórgunnur Ársælsdóttir geðlækn- ir unnu með Margréti í kvíðameð- ferðinni. Árverkni gagnast öllu fólki Margrét segir vinsælt hjá meðferð- araðilum í dag að nota aðferðir sem gefa hugarró líkt og árverkni gerir og segir markmið meðferðar- innar vera að auka vitund fólks á hugsunum sínum og tilfinningum. „Það hafa allir gott af því að skoða hug sinn og hvaða tilfinningar bær- ast innra með okkur, segir Marg- ét. Hún segir árverkni gagnlega aðferð í daglegu amstri og mælir með að fólk taki sér þrjár mínút- ur þrisvar á dag, í stutta íhugun og að athyglinni sé beint að því sem er að gerast í núinu og því sem hver og einn upplifir. Marg— rét segir að fólk ætti að varast að gera margt í einu. „Maður nýtur lífsins betur ef maður lifir á líð- andi stund í stað þess að velta sér upp úr fortíð eða framtíð,“ segir Margrét. Hugrun.sigurjonsdottir@vbl.is „Mikilvægt að fólk staldri við og einbeiti sér að því að lifa í núinu" Blaðiö/Frikki 10 ráð til að minnka jólastressið 1) Byrjið jólaundirbúninginn tíman- lega og skipuleggið tímann vel. 2) Takið ykkur pásur í amstrinu, hlustið á góða jólatónlist, farið í ræktina eða annað sem leiðir hugann frá streitunni. 3) Látið vini og ættingja gera jólagjafalista, þannig vitið þið hverjum vantar hvað og einfalt er að fara og kaupa jólagjafirnar. 4) Setjið upp jólaskrautið smám saman, þannig minnkar álagið á síðustu dagana fyrir jól og þið náið að njóta skrautsins lengur. 5) Kaupið smákökur í stað þess að stressa ykkur við að baka allar sortir, þannig sparið þið tíma. 6) Skiljið börnin eftir heima þegar þið farið í verslunarleiðangur, þau verða bara leið og ergileg ef verslunarferðir dragast á langinn. 7) Takið frí í vinnunni íjólaútréttingar ef þið eigið kost á því. Það munar miklu á tíma að mæta snemma í verslanir á meðan umferð- in er lítil. Með þessu móti náið þið að gera mikið á einum degi 8) Ekki fárast yfir því þótt eitthvað sé ógert fyrir jól. Forgangs- raðið hlutunum og látið það sem minna máli skiptir mæta afgangi. 9) Njótið aðventunnar. Takið tíma tii að hitta vinina, far- ið á kaffihús eða jólahlaðborð og njótið líðandi stundar og hættið að stressa ykkur á því sem er ólokið. 10) Slökkvið á útvarpi og sjónvarpi og spilið frek- ar jólalög eða hlustið á þögnina. Ofgnótt auglýs- inga í Qölmiðlum getur virkað stressandi. Góð ráð við umgangspestum Þá er veturinn framundan og marg- ir hafa ekki farið varhluta af kvefi og öðrum umgangspestum. Ólafur Kristinsson lyfjafræðingur í Lyf og Heilsa segir flensur smitast í gegn- um loftveginn. „Það er ómögulegt að vita hvernig maður smitast, það gerist bara af eðlilegum samskipt- um við annað fólk,“ segir Ólafur. Ólafur segir lítið af nýjum ráðum í sambandi við kvefpestir. „Flensur orsakast af vírusum sem lagast af sjálfu sér,“ segir Ólafur en bætir við að stórir skammtar af C-vítamini, þegar einkenni byrja, geti haft góð áhrif. „Sumir nota sólhatt en hann verður að taka áður en einkennin gera vart við sig,“ segir Ólafur, en bætir við að fólk með ofnæmi ætti að íhuga aðra möguleika en sólhatt. Ólafur segir að þegar flensuein- kenni hafi gert vart við sig sé best að drekka heita drykki, hafa hægt um sig og láta sér ekki verða kalt. „Ef fólk fær slím í lungu sem það á erfitt með að hósta upp getur verið gott að taka hóstasaft, t.d. með salmíaki en það hefur víkkandi áhrif á berkjurn- ar og virkar losandi," segir Ólafur og bætir við að pektólín hóstasaft inni- haldi antihistamín sem geti haft góð áhrif. Ólafur segir að ef beinverkir fylgi flensunni sé gott ráð að taka verkjastillandi við því og einnig sé gott að taka hitalækkandi lyf við hita. Ólafur segir að ælupestir gangi yf- irleitt yfir á einum sólarhring. Hann segir að líkt og með flensuna séu engar töfralausnir aðrar en fara vel með sig og passa sig á að drekka nóg sérstaklega ef fólk kastar mikið upp. Hugrun.sigurjonsdottir@vbl.is Vélin sem þú hefur beðið eftirl Finepix S9500 sameinar það besta úr venjulegum stafrænum myndavélum og D-SLR. % FUJIFILM Sjá nánar: www. fujifilm.is / www.ljosmyndavorur.is Ljósmyndavörur Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 04501 Myndsmiðjan Egilsstöðum Innbyggð 28-300 mm linsa (10.7x)! 9.0 milljón díla Super CCD HR flaga með “Real Photo” tækni. Aðeins 0,8 sekúndur að kveikja á sér og verða tökuklár! Tökutöf er aðeins 0,01 sekúnda! Hægt að stilla handvirkt og stýring á aðdráttarlinsu er á linsuhringnum! Vélin tekur kvikmyndir og hægt er að breyta aðdrætti meðan á töku stendur! Með háhraða USB 2.0 tengi fyrir skráraflutning í töivu. Skór fyrir auka flass! Verð kr. 69.900

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.