blaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 bla6iö Harður árekstur á Snæfellsnesi Harður árekstur varð á Snæfells- nesi laust eftir kl. n í gærmorgun þegar rúta og fólksbíll skullu saman í mikilli hálku. Kona sem var bílstjóri fólksbílsins slasaðist alvarlega og var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Land- spítalann í Fossvogi. Einn erlendur ferðamaður var í rútunni ásamt ökumanni og slasaðist hann lítillega. Að sögn lögreglunnar á Snæfellsnesi var líðan konunnar í gærkvöldi góð miðað við aðstæður. Báðar bifreiðir voru í óökufæru Ljósin í bænum ^ SUÐURVERI Stigahli'ð 45 • 105 Reykjavík Fimmtudagar í nóvember kl. 19-20:00 fyrir peysur kl. 20 -21:00 af drögtum kl. 21 - 22:00 af buxum kl. 22 - 23:30 af skóm og yfirhöfnum Nýjar vörur b.iiounq laugavegi 83 Utandagskrárumrœður á Alþingi: Ríkisstjórnin hefur brotið lög á öldruðum Ríkisstjórnin var harðlega gagn- rýnd í utandagskrárumræðu um aðbúnað og aðstæður aldraðra á dvalar- og hjúkrunarheimilum á Al- þingi í gær fyrir að hafa ekki staðið sig í þessum málaflokki. Allir þeir sem tóku til máls voru sammála um að fjölga þyrfti hjúkrunarrýmum og bæta þau sem fyrir eru. Tvöfalt kerfi Málshefjandi var Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylking- arinnar, en hanngagnrýndi forgangs- röðun ríkisstjórnarinnar og sagði að í landinu væru nú til staðar tvöfalt kerfi þar sem þeir ríku gætu keypt sér góða þjónustu en þeir fátæku þyrftu að hírast í rými með allt að fjórum öðrum einstaklingum. Ög- mundur Jónasson taldi að verið væri að brjóta lög á öldruðum með lélegri þjónustu og að dvalar- og hjúkrunar- heimili í landinu væru fjársvelt og starfsfólk undir miklu álagi. Þá gagnrýndu nokkrir þingmenn rík- isstjórnina fyrir að ýta þessu máli á undan sér og ekki grípa strax til aðgerða. Þuríður Backman benti á í sínu máli að aðeins 55% aldraðra á dvalar- og hjúkrunarheimilum á íslandi byggju í einbýli á meðan þessi tala væri í kringum 90% á hin- um norðurlöndunum. Vill fækka á Sólvangi í svari Jóns Kristjánssonar, heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, kom fram að skipuð hefur verið Heilbrigðismál í OECD löndum Offita að verða einn helsti heilbrigðisvandi nútímans íslendingar verða sífellt feitari og drekka meira áfengi f sland er í þriðja sæti af ríkjum OECD þegar kemur að útgjöldum til heilbrigðismála á hvern íbúa og lífslíkur íslenskra karla eru hæstar eða um 79 ár. Þetta kemur fram í riti OECD um heilbrigðis- mál í 30 aðildarríkjum stofnunar- innar. fslenskar konur verða næst elstar í ritinu kemur fram að lífslíkur kvenna á íslandi eru um 80,7 ár sem er næst hæst en japanskar konur geta vænst þess að lifa í 81,8 ár. Lífslíkur voru að meðaltali 77,8 ár í OECD ríkjum. Þá kemur einnig fram að um 10,5% af vergri landsframleiðslu (VLF) var varið til heilbrigðismála á íslandi árið 2003 en var 10% árið þar á undan. Á sama tímabili vörðu Norðmenn um 10,3%, Frakkar um 10,1% og Danir um 9%. Framlag hins opinbera til heilbrigðismála jókst T I úttekt OECD á heilbrigðismálum 30 aðildarríkja er því spáð að offita muni verða vaxandi vandamál og valda auknum útgjöldum á timabilinu 2002 til 2003 frá 8,3% uppí 8,8% af VLF. ísland telst í þriðja sæti þegar horft er á heildarútgjöld á íbúa í bandaríkjadollurum miðað við jafnvirðisgildi og námu þau 3.115 dollurum. Lúxemborg var í fyrsta sæti en Noregur þar á eftir. Offituvandinn eykst Samkvæmt ritinu hefur tíðni ofþyngdar og offitu vaxið í öllum ríkjum OECD og er hæst í Banda- ríkjunum eða um 31%. Lægst mælist hún í Japan og Kóreu eða um 3%. Á íslandi er hún um 12% en var 8% ár- ið 1990. í ritinu er því spáð að tíðni offitu muni aukast jafnt og þétt í ríkjum OECD og valda auknum heil- brigðisvanda og útgjöldum í framtíð- inni. Athygli vekur að samkvæmt ritinu er áfengisneysla á íslandi með því minnsta eða um 6,5 alkóhóllítra á hvern íbúa 15 ára og eldri en meðal- tal OECD fyrir sama tímabil er um 9,6 lítrar. Á móti kemur að aukning áfengisneyslu á íslandi telst vera sú mesta í OECD ríkjum en í rúmlega tveimur af hverjum þremur rikjum dró hins vegar úr neyslunni. Mosfellsbcer: 200 íbúðir í Krikahverfi Verið er að hefja úthlutun á lóðum undir í íbúðir í Krikahverfi í Mos- fellsbæ. í tilkynningu frá bænum segir að um sé að ræða eitt besta byggingarland á svæðinu. Hlutfall einbýlis er mjög hátt í hverfinu og miðað við þann fjölda fyrirspurna sem borist hafa er áhuginn mikill. Sérstaka athygli vekur að hreyfi- hamlaðir hafa forgang að umsókn- um um fjögur einbýlishús í hverf- inu. Úthlutun verður á þann veg þegar um er að ræða einbýlis- og parhúsalóðir, að dregið verður úr hópi þeirra umsækjanda sem upp- fylla ákveðnar kröfur. Yfirlitsmynd yfir Krikahverfi. Fjögur hús í hverfinu eru sérstaklega ætluð hreyfihömluðum. nefnd sem hefði það hlutverk að koma með tillögur um uppbygg- ingu heildrænnar öldrunarþjónustu í Hafnarfirði í samvinnu við bæjar- yfirvöld. Þá neitaði ráðherra þeim stæðhæfingum að hér á landi væri til staðar tvöfalt kerfi og benti á að núna væru um 71 rými í byggingu og um 200 væru í undirbúningi. Ráðherra sagði ennfremur að hann vildi að vistmönnum á Sólvangi yrði fækkað niður í 55 til 60 til að skapa viðunandi aðstæður. Þá upplýsti ráðherra að í undirbúningi væri að koma upp sérstakri þjónustuein- ingu fyrir heilabilaða á hjúkrunar- heimilinu Sólvangi í Hafnarfirði í samvinnu við forsvarsmenn heimil- isins. I máli hans kom einnig fram að fjárveitingar til reksturs öldrun- arheimila hefði farið vaxandi undan- farin ár og hækkað um rúma fimm milljarða frá árinu 2002 og nema núna um 15 milljörðum. Útgerð Færri bátar fá aflaheimildir Um 110 færri bátar fengu úthlutað aflaheimildum í upp- hafi yfirstandandi fiskveiðiárs miðað við tímabilið í fyrra. í ár fengu 183 bátar úthlutað aflaheimildum en þeir voru 291 í fyrra samkvæmt yfirliti frá Fiskistofu. Þá lönduðu 87 bátar af þeim 276 sem fengu úthlutað krókaaflamarki í fyrra engum afla á fiskveiðiár- inu. Úhlutað var 7.792 tonna aflaheimildum en 2.873 tonn veiddust. Þá voru 4.360 tonn- um af krókaaflamarki í þorski millifært á aðra krókabáta. Arnaldur fær gullinn rýting Tilkynnt var í gær að Grafar- þögn eða Silence of the Grave eftir Arnald Indriðason hefði hlotið gullna rýtinginn, sem eru verðlaun Samtaka breskra glæpasagnahöfunda (Crime Writers1 Association). Þetta er ein mesta viður- kenning, sem glæpasagnarit- höfundi getur hlotnast. Grafarþögn kom út á ensku í þýðingu Berhards Scudder síðastliðið sumar og hefur fengið afar góða dóma erlendis. Auk Arnaldar voru Karin Fossum, Friedrich Glauser, Carl Hiaasen, Barbara Nadel og Fred Vargas tilnefnd til verðlaunanna. Verðlaunaféð nemur þrjú þúsund pundum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.