blaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 16
ié'i heSilí
mi mmm
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Söluvœn heimili
Dýrar breytingar hafa ekki
mikil áhrif á söluverðmœti
Það þarf ekki annað en að skipta um borðplötur, flísaleggja á milli skápa og skipta um höldur á skápum í eldri eldhúsinnréttingu til að
gjörbreyta eldhúsinu.
Það er að
mörgu að huga
þegar íbúð
er sett í sölu.
Það eru ekki
einungis atriði
eins og að velja
fasteignasölu
og nýtt heimili
heldur þarf
líka að gera
íbúðina eins söluvæna og mögu-
legt er. Það borgar sig þó ekki að
fjárfesta í miklum breytingum
enda skilar það sér sjaldnast í
hærra söluverði. Þó er hægt að
gera minniháttar breytingar sem
kosta lítið en gætu orðið til þess
að íbúðin selst hraðar eins og Páll
Guðjónsson hjá fasteignasölunni
Remax Stjörnunni tjáði Blaðinu.
Páll segir að vitanlega fari það eft-
ir íbúðinni hvaða brey tingar má gera
fyrir sölu en þó séu nokkur almenn
atriði sem má fara eftir. „Ibúðin er
verðlögð miðað við ástandið sem
hún er í á ákveðnum tímapunkti
og þá er tekið tillit til alls. Til dæm-
is ef flísarnar eru góðar, þó þær séu
gamlar þá mælum við ekki með því
að fólk skipti um flísar til þess eins
að hækka verðgildi íbúðar. Við leggj-
um þetta út þannig að í stað þess að
fólk flísaleggi eða geri breytingar í
samræmi við þeirra stíl, þá er betra
að halda íbúðinni eins og hún er og
nýir eigendur geta þá sett sinn stíl á
íbúðina. Svona framkvæmdir skila
sér ekkert endilega í meiri hagnaði
því það er kostnaður fólginn í þess-
um breytingum og íbúðin þarf ekk-
ert endilega að hækka það mikið.
Hins vegar gæti það skilað sér í
hraðari sölu. Ef allt lítur rosalega vel
út og er smekklega gert þá selst íbúð-
in hratt og vel.“
Plastparket jafnast á við dúk
Parket og flísar virðist vera mjög vin-
sælt gólfefni í íbúðir og Páll tekur
undir það að það líti betur út. „Það
lítur ekki nógu vel út að vera bara
með teppi eða dúk á gólfum. Það er
eins með parket og plastparket, það
er reginmunur þar á. Ef það er plast-
parket á öllu þá er það frekar ódýr
kostur og er í raun ekkert endilega
betra en teppi eða dúkur. Ef það eru
teppi í íbúð og eldri innréttingar þá
gæti hún verið seinni að seljast," seg-
ir Páll og bætir því við að það komi
fyrir að fasteignasalar ráðleggi fólki
að skipta út teppi eða máli íbúðina
fyrir sölu. „Ef íbúðin er máluð í
rosalega skærum eða dökkum lit-
um þá ráðleggjum við fólki að mála
veggina ljósa áður. Kaupendur sjá
ekki möguleikana í íbúðinni ef þeir
fælast strax í burtu vegna of sterks
litar. Það þarf ekki annað en að
skipta um borðplötur, flísaleggja á
milli skápa og skipta um höldur á
skápum í eldri eldhúsinnréttingu til
að gjörbreyta eldhúsinu. En það er
ekki allra að sjá þetta.“
Fyrsta tilfinningin
gerir gæfumuninn
Páll segir að þegar íbúðir séu í sölu
þá skipti aðkoman gríðarlega miklu
máli. „Það má ekkert drasl vera fyr-
ir útidyrahurðinni og hún þarf að
vera vel með farin. Ef hurðin þarfn-
ast yfirhalningar þá þarf að gera það
og eins þarf að skipta um brotnar
rúður. Það er nauðsynlegt að það
sem taki fyrst á móti væntanlegum
kaupendum sé flott, eins og and-
dyrið og slíkt. Fyrsta tilfinningin
gerir gæfumuninn. Afar mikilvægt
er að íbúðin taki vel á móti fólki og
að það sé hreint. Maður hefur heyrt
slík ráð eins og að hafa bökunarilm
í íbúðinni en ég tek ekki mikið mark
á því. Það er líka nauðsynlegt að
hafa heilar perur í öllum stæðum,
ef fólk vill kveikja ljós til að skoða
betur. Það er afar mikilvægt að það
virki allt sem á að virka og eins að
setja höldur á skápa ef það vantar.
Þessi smáatriði líta svo illa út.“
Uppröðun húsgagna
skiptir miklu máli
Samkvæmt Páli er mikilvægt að
starfsmenn fasteignasölunnar sýni
íbúðina sjálfir þar sem þeir geta þá
fengið vísbendingar um hvað má
betur fara í íbúðinni og jafnvel gert
smávægilegar breytingar í samráði
við eigendur. „Uppröðun húsgagna
getur til dæmis skipt miklu máli.
Stofa getur virkað töluvert minni ef
í henni er mikið af húsgögnum. Svo
skiptir máli hvernig eigandinn segir
frá hlutunum og ef hann er að leyna
einhverju þá kemur það mjög illa út.
Fólk áttar sig á hlutum og finnst jafn-
vel eigandinn draga úr þvi eða leyna
því. Það hefur mjög slæm áhrif
enda getur fólk leitað réttar síns ef
eitthvað er að,“ segir Páll að lokum
um leið og hann snýr sér aftur að
vinnu sinnu þó hann viðurkenni að
það sé heldur minna að gera þessa
dagana en venjulega. „Þetta er árs-
tímabundið. Mér finnst þetta vera
þannig að fólk kaupir á haustin til
að vera komið inn fyrir jól, á vorin
til að vera komin inn fyrir sumarið
og fyrir nýja skólaárið."
svanhvit@vbl.is
Páll Guðjónsson
Huggulegir hlutir fyrir heimilið
Nú styttist í jólin og margir vilja gera fallegt í kringum sig auk þess að vera sífellt með augun opin fyrir
jólagjöfum. Blómaval opnaði nýlega glæsilega verslun að Skútuvogi sem er uppfull af fallegum blómum,
jólaskrauti og glæsilegum munum fyrir heimilið. Blaðið skoðaði nokkra hluti sem myndu prýða hvert
heimili og henta auk þess sem smekklegar jólagjafir.
Stílhreinn og smekklegur ostabakki sem hentar í
villt partí, fin boð eða rómantíska kvöldstund.
2.149 krónur.
Dökkir og fallegir rammar sem eru einkar
heimilislegir og vekja upp minningar um
eldri og betri tíma.
2.190 og 2.490 krónur
Glæsilegt salt, pipar, olíu og edik sett sem mun
prýða eidhúsborðið.
2.399 krónur
ASTONISH
frábærar umhverfisvænar hreinlætisvörur, góðar fyrir jólahreingerninguna
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 5870600,
www.tomstundahusid.is
jFRJÁLSl j m \,. r'; rl
blaóiö=