blaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 38
38IFÓLK
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 blaðiö
BÍLABORG
Um helgina fór Smáborgarinn sem og
margir aðrir borgarbúar að þrífa seltuna
af bílnum sínum. Hann varð satt best að
segja furðu lostinn á þvf sem blasti við
honum. Tveir af þremur bílum í kringum
hann voru skildir eftir í gangi meðan
bíllinn var þveginn og á meðan eigend-
urnir dunduðu sér við að spúla bílana
menguðu þeir umhverfið. Smáborgarinn
horfði hneykslaður á samborgara sína
menga loftið og velti fyrir sér hvað þeir
fengju út úr því að hafa bílana í gangi.
Þeir hafa sennilega ekki einu sinni tekið
eftir illu augnaráði frá Smáborgaranum
og sennilega bara haldið að hann væri
skapvondur.
Smáborgarinn býr í miðbæ Reykjavík-
ur en eignaðist ekki bíl fyrr en nýlega.
Þá hafði hann gefist upp á því að vera
bíllaus enda sífellt erfiðara að búa f
Reykjavík án þess að eiga bíl. Smáborg-
arinn hafði reynt allt til þess að forðast
bílaeign en það var sífellt erfiðara því að
borgin er hönnuð fyrir bifreiðareigendur.
Smáborgarinn skorar á þá sem ekki trúa
þessu að ganga frá miðbænum meðfram
Hringbrautinni og ÍKringluna. Það erekki
skemmtileg upplifun því þar eru n r engir
göngustígar og umhverfið engan vegin
hannað fyrir fótgangandi manneskjur.
Þannig fann Smáborgarinn oft furðulost-
ið fólk stara á sig þegar hann reyndi að
ganga meðfram Hringbrautinni um leið
og vatnið af götunni skvettist á Smá-
borgarann þegar bílarnir óku framhjá.
Götur Reykjavíkur verða sífellt stærri og
Hringbrautin er til dæmis farin að taka á
sig þvílíka ómynd að Smáborgarinn fær
ónota tilfinningu þegar hann gengur þar
framhjá. Smáborgarinn hefur ferðast og
búið víða um heim en hvergi annars stað-
ar hefur hann séð aðra eins vitleysu eins
og hér þar sem vegir hafa tekið yfirhönd-
ina. Smáborgaranum finnst Island óneit-
anlega farið að svipa til Ameríku á marg-
an hátt. Smáralindin er gott dæmi um
þetta en að labba þaðan og út á næstu
stopplstöð minnir óneitanlega á það sem
maður sér í amerísku bíómyndunum þar
sem ómögulegt er að fara ferða sinna
nema í bifreið.
Smáborgarinn hefur líka tekið eftir því
þegar hann fer í vinnuna að allir bílarnir í
kringum hann voru mannlausir fyrir utan
bílstjórana. Smáborgaranum finnst það
vera þversögn við tal margra um íslenska
náttúrufegurð þegar þeir hinir sömu fara
svo út í sjoppu á bflnum sínum sem er f
nokkura mínútna fjarlægð. Smáborgar-
inn er hræddur um að fallega náttúran
verði nefnilega ekki svona stórkostleg
innan skamms eftirað margir vinna hörð-
um höndum við að eyðileggja hana með
óþarfa glannaskap.
HVAÐ FINNSTÞÉR?
Egill Helgason, sjónvarpsmaður.
Hvað finnst þér um ástandið í París?
„Afstaða mín til málsins er tvíbent. Ég hef mikla samúð með fólkinu sem býr
í þessum útborgum. Þær eru náttúrulega hræðilegar, líkt og svona hverfi í
mörgum öðrum borgum. Ég hef hins vegar enga samúð með þeim sem fara
um með barsmíðum og kveikja í bílum. Fólkið sem býr í þessum hverfum
er alls maklegt, en mér finnst allt í lagi að kalla þá sem að standa fyrir þess-
um óeirðum skríl. Við skulum bara gera greinarmun þar á milli. Frakkar
hafa hrósað sér mikið fyrir það sem þeir kalla „intégration', eins og það sé
eitthvað sér-franskt. Þeir sem hafa verið í Frakklandi vita að það hefur nú
ekkert gengið sérstaklega vel og það ríkir mikil tortryggni á milli Frakka og
þessa fólks sem er af Norður-afrískum uppruna. Maður finnur fyrir því á
nánast hverjum einasta degi. Þetta er auðvitað alveg rosalegur fjöldi fólks
sem hefur komið inn í landið á stuttum tíma. Það er engin kynþáttahyggja
fólgin í því að segja að það hafi skapast mörg vandamál og að þetta hefði
mátt gerast hægar, og með öðrum hætti.“
Steinhissa á aukinni kókaín-neyslu
Rod Stewart segist ekki skilja hvers vegna svo margir taki kókaín
í dag. „Það var öðruvísi þegar ég var ungur, því þá var það miklu ' n*'
hreinna efni. Núna eru dílerar að blanda kókið með salti, þvottaefni
eða bara hverju sem þeir kómast í. Áður fyrr var þetta líka mjög sjaldgæft efni,
en í dag er hver sem er að taka kókaín“. Rod hefur auðvitað áhyggjur af útbreiðsl-
unni eins og hvert annað foreldri hefur, en hann á sex börn og það sjöunda er á
leiðinni. Samt segist hann ekki geta predikað, því hann hefur sjálfur notað eitur-
lyf. „Það eina sem ég get gert,“ segir Rod, „er að fræða þau eins vel og ég get um
skaðsemina. En það var reyndar fótbolti en ekki meðferð sem kom mér sjálfum
á beinu brautina. Ég hugsaði með mér: „Ég get ekki djammað eins og brjálaður
á laugardagskvöld, því ég er að spila fótbolta á sunnudagsmorguninn. Fótbolti
hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu. Ég elska hann og því var þessi lífsstíll
einfaldlega ekki fyrir mig”.
Brasilískt vax
gerði kynlífið betra
Eva Longoria segir að við það að fara í brasilíska vaxmeðferð til að fjarlægja hár hafi kynlíf
hennar orðið miklu betra. Leikkonan úr sjónvarpsþáttunum „Desperate Housewives" segir
að vaxið hafi verið sársaukans virði. „Trúið mér, í fyrsta skipti sem ég fékk mér þessa vax-
meðferð ætlaði ég að rjúka út og hætta við þegar sérfræðingurinn var hálfnaður. En
hann skipaði mér að setjast aftur svo hann gæti klárað. En svo verður þetta auðveldara,
því þeim mun oftar sem þú gerir þetta þeim mun færri hár þarf að fjarlægja. Allar kon-
ur ættu að prufa brasilískt vax alla vega einu sinni. Og svo munu þær njóta svo góðs
kynlífs eftir á að þær koma aftur og aftur“.
Jennifer er ekki grenjuskjóða
Jennifer Aniston er hundleið á að vera kölluð grenjuskjóða eftir skilnaðinn við
Brad Pitt. I nýlegu viðtali við hana í Vanity Fair kemur fram að leikkonan hafi
brotnað niður og grátið á meðan á viðtalinu stóð. En Jennifer slær frá sér og
segir í Newsweek: „Ég var leið yfir Vanity Fair-greininni. Það var smástund
sem ég varð eitthvað tilfinningarík og það gerðist vegna þess að ég hafði ekki
sest niður til að gefa einhverjum viðtal síðan allt þetta vesen hófst. Þetta var í
um sekúndu og svo var það búið.“ Jennifer, sem er 36 ára segir að öll blaðaum-
fjöllunin og óstaðfest slúður hafi verið erfiður biti að kyngja, sérstaklega þær
sem héldu því fram að hún vildi ekki stofna fjölskyldu. Fjögurra ára hjónabandi
Brad og Jennifer var opinberlega lokið í síðasta mánuði, en þau skildu að borði
ogsængí janúar.
Björgvin G. Sigurðsson,
alþingismaður:
„Menntamálaráherra er einfaldlega
á rangri braut. Aðferðin er röng.
Vandinn snýr að bekkjarkerfinu
og það er annaðhvort eða að leyfa
þeim að halda sínum fjórum árum
eða breyta þeim í áfangaskóla. Að
skera af þeim eitt ár kann ekki góðri
lukku að stýra og er eyðiliegging á
stúdentsprófinu sem er merkilegt
og gott próf.“
www.bjorgvin.is
Björn Bjarnason,
dómsmálaráðherra:
„Þegar vinstrisinnar, sem ekkert
þekkja til innviða Sjálfstæðisflokks-
ins, eru fengnir til að segja álit sitt á
innri málefnum flokksins, tala þeir
líklega af þekkingu og reynslu sinni
af öðrum flokkum en Sjálfstæðis-
flokknum. Ég veit ekki, hvernig
Birgir Guðmundsson aflar sér vitn-
eskju um málefni Sjálfstæðisflokks-
ins. Hann hefur að minnsta kosti
aldrei talað við mig en telur sér þó
fært að lýsa einhverjum skoðunum,
sem ég á að hafa á mönnum og mál-
efnum. Hvaða háskólafræði ætli
þetta séu?“
www.biorn.is
Sigurbjörn Árni Arngrímsson:
„Hins vegar virðist sem nefndin sé
ansi Framsóknarlituð. Eftirþví sem
ég kemst næst er Jón Óttar Ragnars-
son mágur Björns Inga Hrafnsonar
aðstoðarmanns forsætisráðherra
sem stefnir (óopinberlega) á fyrsta
sætið á lista Framsóknarflokksins
í borgarstjórnarkosningunum í
vor svo fremi sem þeim takist að
fá Alfreð til að taka Landsvirkjun-
ardúsuna. Valur N. Gunnlaugsson
ku vera einn af bestu vinum Björns
Inga. Halla Karen Kristjánsdóttir er
að ég held dóttir fyrrverandi Fram-
sóknarbæjarstóra í Kópavogi og
núverandi varabæjarfulltrúi fyrir
Framsókn í Mosfellsbæ og eftir því
sem ég best veit er Anna Olafsdóttir
dóttir fyrrverandi varaþingmanns
Framsóknarflokksins. Við þurfum
heldur varla mikið hugmyndarflug
til að átta okkur á því hvar Sæunn
Stefánsdóttir aðstoðarmaður heil-
brigðisráðherra stendur í pólitík-
inni. Hér hef ég talið upp fimm
Framsóknarmenn af níu nefndar-
mönnum hvern öðrum óhæfari til
að takast á við vandamálið.“
www.vg.is
eftir Jim Unger
„Systir þín var að eignast enn einn ungann."
1-23
C Jim Ungcr/dlst. by Unltod Modia, 2001
HEYRST HEFUR.
Nýja Harry
Potter bókin,
Harry Potter og
Blendingsprins-
inn, kemur út
í íslenskri þýð-
ingu næstkom-
andi laugardag
og ekki er að efa að
hún mun mala gull fyrir bóka-
forlagið Bjart. Mikið verður um
dýrðir vegna útkomu bókarinn-
ar en hátíðahöldin verða samt
ekki eins mikil og bókaforlagið
hefði óskað. Til stóð að taka á
móti Goðafossi með flugelda-
sýningu í Sundahöfn þegar
skipið kæmi í höfn með full-
fermi af bókinni. Flugbjörgun-
arsveitin í Reykjavík var búin
að skipuleggja sérstaka Harry
Potter flugelda sem áttu að
samanstanda af galdraljósi og
galdragosi. Lögregluyfirvöld
voru hins vegar ekki hrifin af
hugmyndinni og töldu að þessi
Ijósgaldrasýning stefndi farmi
og áhöfn í hættu. Þau veittu því
ekki leyfi fyrir ljósasýningu og
höfðu með því mikla skemmt-
un af hinum fjölmörgu Harry
Potter aðdáendum þessa lands.
~SS? ^fe ;
Kunnugir
segja að
stuðnings-
menn Gísla
Marteins í
prófkjöriSjálf-
stæðisflokks-
ins hafi haft
yfir að ráða
afar fullkomnu tölvukerfi sem
gerði úthringingar bæði ein-
faldar og þægilegar. Þannig var
hægt að flokka fólk í hópa og eft-
ir úthringingu var viðkomandi
síðan gefin einkunn í kerfinu
eftir því hvort hann þótti líkleg-
ur til að kjósa eða ekki. Þannig
var hægt að hringja aftur í þá
sem voru “heitir” kjósendur.
Innanbúðarmaður segir að
þetta magnaða tölvukerfi hljóti
að hafa átt uppruna sinn hjá ein-
hverju markaðsfyrirtæki.
'ö r ð u r
hÁrnason
er ósáttur við
heilsíðuauglýs-
ingar Stefáns
Jóns Hafstein og
fjallar um mál-
ið á heimasíðu
sinni. Fyrirsögnin er: “Þetta
gerir maður nú eiginlega ekki,
Stefán Jón.” Mörður gefur þar
sterklega í skyn að Stefán Jón
hafi verið að villa á sér heim-
ildir með því að merkja aug-
lýsingu sína Samfylkingunni.
Mörður segir að skilaboðin
verði að vera tær og skýr og vitn-
ar í Hallgrím:
Jesús vill að þín kenning klár
Kröftugsé, hrein ogopinskár,
Lík hvellum lúðurs hljómi.
Og Mörður heldur áfram:
Launsmjaðran öll og hræsnin
hál
hindrar Guðs dýrð, en villir sál
straffast með ströngum dómi
Pað er ekki
hægt að
segja annað en
að prófkjörs-
slagur Samfylk-
ingarinnar fari
“vel” af stað!