blaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 14
blaðiðK_____________________________
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
TRYGGJA ÞARF ÖLDRUÐUM
ÁHYGGJULAUST ÆVIKVÖLD
Fyrir nokkrum dögum heyrðist eftirfarandi gáta lögð fyrir stjórnmála-
mann hér á landi. „Hvað er það sem allir vilja verða, en enginn vill vera“.
Eitthvað varð fátt um svör þrátt fyrir að svarið sé stutt og einfalt - svarið
er Gamall!
Æskudýrkun almennings, ekki bara hér á landi, heldur líka víðast erlend-
ist, hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og áratugi. Hluta af þessari
þróun er hægt að skýra með hlutum á borð við fegurðardýrkun þá sem
kemur fram í fjölmiðlum nútímans. Hinsvegar hlýtur sú spurning að
vakna um þessar mundir hvort upplýsingar um aðbúnað og aðstöðu
aldraða hafi ekki eitthvað með málið að gera.
Nýlega var gerð opinber stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um þjón-
ustu aldraðra. Þar komu fram tölur á borð við þær að aðeins í 57% tilvika
búi aldraðir á hjúkrunarheimilum í einbýli, og að innan við 30% þeirra
sem búa á hjúkrunarheimilum hafi sér baðherbergi. Sú staðreynd að þús-
undir eldri borgara þurfi að eyða síðustu árum sínum búandi með a.m.k.
einum ókunnugum í herbergi getur ekki verið boðleg.
Einhvernvegin var það þannig mjög lengi hér á landi að rödd eldri borg-
ara var ákaflega lítið áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Sem betur fer
hefur það breyst síðustu mánuði og misseri. Það er hinsvegar ljóst að fyr-
ir þá sem standa í fararbroddi í hagsmunabaráttu þessa fjölmenna hóps
er mikið verk óunnið. Stjórnvöld, og í raun íslendingar allir, hafa ekki
séð sóma sinn í að byggja upp aðbúnað fyrir elstu borgara landsins sem
sómi er að. Nefnt hefur verið að góð viðmiðun sé að ekki eigi að bjóða
eldri borgurum upp á hluti sem við myndum ekki bjóða börnum okkar
upp á. Sú nálgun á að hluta til rétt á sér, en hinsvegar er önnur sem er
mun nærtækari. Stjórnmálamenn og almenningur á einfaldlega að gera
ráð fyrir að ná háum aldri og muni með tíð og tíma þurfa að nota þá þjón-
ustu sem byggð hefur verið upp. Fæstir eru tilbúnir til að búa með bráð-
ókunnugri manneskju í herbergi og samnýta salerni með fjölda annarra
í ellinni. Til að koma í veg fyrir það þarf að gera breytingu á aðbúnaðar-
málum aldraðra, og sú breyting þarf að hefjast nú þegar. Island hlýtur
að hafa efni á að bjóða elstu borgurum landsins upp á áhyggjulaust ævi-
kvöld, við góðar aðstæður, sérstaklega um þessar mundir þegar þjóðin
gengur í gegn um eitt mesta góðæristímabil í sögunni.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréfá auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðstns. Dreifing: íslandspóstur.
510 3744
blaöiö-
14 I ÁLIT
MIÐVÍKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 blaöiö
VfÐ ÍSLENbirJGflR. LÁTtWI
K0VUR M FilrPSEYjUVl
VtVMa KvrwMflSroRFiV.
O&KflRlA FrÍPÓIIAMJ?
VÍMVAKAl?LM/lVVS-
STÓ'PFiV
E V >WFVM
ADGERfl ALLT
WíTT STfllF
Hreyfing í borginni
Við sjálfstæðismenn getum verið
ánægðir með prófkjörið um liðna
helgi, en þátttakan í því var með
glæsilegasta móti. Auðvitað eru
menn misánægðir með niðurstöð-
urnar eins og gengur, sjálfsagt í sam-
ræmi við gengi „síns manns“, en þó
held ég að flestir geti fallist á það að
listinn sem eftir stendur sé afar sig-
urstranglegur. Breiddin á honum er
mikil og ég er ekki í nokkrum vafa
um að hann hefur sterka skírskotun
til Reykvíkinga.
Það er er líka sérstaklega ánægu-
legt að fýlgjast með því hversu mjög
konur sóttu í sig veðrið, því við sjálf-
stæðismenn höfum stundum sætt
ámæli fyrir að þeim gangi erfiðlega
að komast til áhrifa. En við þurftum
ekki að grípa til afarkosta eins og
fléttulista eða kynjakvóta til þess að
ná þessari niðurstöðu, heldur gáfum
við lýðræðinu frið til þess að virka.
Fyrir vikið er listinn skipaður okkar
mesta hæfileikafólki og það vill svo
til að það er jafnræði með kynjunum
í þeim hópi. En konurnar á listanum
voru ekki kjörnar af því að þær eru
konur, heldur af því að þær áttu er-
indi, hver og ein á sínum forsendum.
Fjöldahreyfing
Það eru í sjálfu sér engin ný tíðindi að
Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti
stjórnmálaflokkurinn á íslandi og
það á við í Reykjavík líka. En ég er
ekki viss um að allir geri sér grein fyr-
ir því hvílík fjöldahreyfing hann er.
Þrátt fyrir að andstæðingar flokksins
láti stundum sem landsfundir hans
séu hreinar hallelúja-samkomur vita
þeir, sem fundina hafa sótt, að svo er
hreint ekki. Þar er tekist á af hrein-
skilni og einurð um rammpólitísk
mál, grundvallarstefnu og málefni
líðandi stundar. En eftir þá orrahríð
ganga menn líka samstíga af fundi,
því það er vitaskuld markmiðið með
stjórnmálaflokkum að nýta samtaka-
mátt fjöldans til þess að koma þeim
hugsjónum, sem flokksmenn sam-
einast um, í framkvæmd.
Þetta endurspeglast ekki síður í
prófkjörum eins og þeim, sem haldið
var um helgina. Þar tók um einn átt-
undi kosningabærra manna í Reykja-
Kjartan Magnússon
vík þátt í því að velja menn á fram-
boðslista flokksins og mér er til efs
að önnur eins þátttaka í forvali þekk-
ist annars staðar. í slíkri kosningu
er áherslan vitaskuld á mennina, en
það er ekki eins og málefnin sitji hjá.
Nær allir frambjóðendur í prófkjör-
inu kynntu sín sérstöku áherslumál
og viðhorf og auðvitað huguðu kjós-
endur ekki síður að þeim en hversu
huggulegir kandídatarnir voru.
I aðdraganda prófkjörsins þurftu
sjálfstæðismenn í Reykjavík, sem
eru um fjórðungur kosningabærra
manna í borginni, að skoða hug sinn
og taka afstöðu til frambjóðendanna,
en fyrst og fremst þurftu þeir að velta
því fyrir sér hvernig þeir vildu að
Reykjavík yrði og hvernig best mætti
tryggja að sú framtíðarsýn kæmist
í framkvæmd. Þegar ýtt er við svo
stórum hópi með þeim hætti fer ekki
hjá því að það smiti út frá sér, að því
ógleymdu að í fjölmiðlum blöstu við
auglýsingar og umfjöllun um mál-
efni borgarinnar. Að hluta skilar slík
vakning sér í auknu fylgi flokksins,
en ég held að hún skili sér líka í betri
umræðu um Reykjavíkurborg, burt-
séð frá því hvort menn telja sig stuðn-
ingsmenn Sjálfstæðisflokksins eða
ekki. Sú umræða skilaði sér svo aftur
til okkar frambjóðendanna og ég er
ekki í nokkrum vafa að við erum fyr-
ir vikið enn hæfari til þess að gegna
trúnaðarstöfum fyrir borgarana.
Baráttan framundan
Öflugur listi og gott gengi í skoðana-
könnunum er þó engan veginn allt
sem þarf. Það er enn eftir að sigra
í vor. Hinir stjórnmálaflokkarnir
munu örugglega ekki láta sitt eftir
liggja í hugmyndabaráttunni og
munu líka tefla fram sínum öflug-
ustu mönnum. Hins vegar er ástæða
fyrir stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins til þess að vera bjartsýnir.
Helstu merkisberar R-listans heitins
keppast nú við að skrifta á opinber-
um vettvangi og játa á sig mistök,
borgarstjórinn hefur þegar verið skor-
aður á hólm af flokksbróður sínum
og maður finnur það hvert sem farið
er að Reykvíkingar vilja afgerandi
breytingu í Ráðhúsinu. Við sjálfstæð-
ismenn munum ekki láta okkar eftir
liggja og ég veit að það mun hinn al-
menni borgari ekki heldur gera.
Höfundur er borgarfulltrúi.
Klippt & skoríð
Asínum tíma þótti
Björn Bjarnason
(www.bjorn.is)
nánast skrýtinn stjórnmála-
maður fyrir það að hann skrif-
aði reglulega á vefinn. Svavar
Gestsson gagnrýndi hann t.d. í ræðustóli á Al-
þingi fyrir að vega úrlaunsátri á netinu, líkt og
það færi eitthvað leynt! En
nú er öldin önnur og það
færist í vöxt að pennafærir
menn á Alþingi láti um-
-r '~* M heiminn njóta þess á net-
inu. Þar er fremstur í flokki
Össur Skarphéðinsson (oss-
ur.hexia.net), semáþessum
stað hefur verið réttnefndur ofurbloggari, því
hann er sífellt að og skilur formið fullkomlega.
Mörður Árnason (www.mordur.is) hefur farið
afar vel af stað eins og við var að búast. Sjávar-
útvegsráðherrann Einar K. Guðfinnsson (www.
ekg.is) hefur síður en svo misst dampinn við
upphefð sína í stjórnarráðinu, Ögmundur
Jónasson (www.ogmundur.is) sér um vinstri
vænginn og Björn Ingi Hrafnsson (www.bjorn-
ingi.is) heldur uppi merki framsóknarmanna
á þessum vettvangi. Síðan er rétt að minnast
á Björgvin G. Sigurðsson (www.bjorgvin.is),
sem oft skrifar hér fyrir ofan og er einnig dug-
legur bloggari.
„StaShæfíngarýmissa íslenzkra kaupsýslu-
manna um, að þaB sé ekki hægtað setja starfs-
ramma utan um viðskiptasamsteypurnar á
tslandi eru einfaldlega rangar. Það erkominn
tími til að bæði þingmenn og þjóðin öll átti
klipptogskorid@vbl.is
sig á því, aö krafan um að setja löggjöf, sem
takmarkar umsvifstórra viðskiptasamsteypna
er eðlileg krafa, semmundi skapa áþekkar
starfsaðstæður hér og gilda í öðrum löndum.
Hvenær ætla þingmennirnir að vakna?"
Úa forystugrein Morgunblaosins 8.11.2005.
Morgunblaðsmenn hætta ekki að
brýna stjórnmálamenn til þess að
koma böndum á hringamyndun
í íslensku viðskiptalffi. En
það er annað mál hvort
þingheimurvakni. Annars
staðar ( sama blaði var
frá því greint að nýtt fjöl-
miðlafrumvarp væri ekki
væntanlegt í bráð. Styrmir
þarf því að vera einn vel
vakandienn umsinn.