blaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 23
blaóiö MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005
VIÐTALI 23
um á ári enda segir hún stemmning-
una allt öðruvísi þar. „Ég fer þrisvar
til fjórum sinnum á ári til útlanda
að hlaupa og auðvitað tek ég eigin-
manninn alltaf með. Mér finnst
þetta svo gaman. Svo fór ég að sam-
eina þetta, fór til útlanda að hlaupa
og ferðaðist um leið. Maður er að sjá
allt annað en ferðamaðurinn þegar
maður er að hlaupa í gegnum þessi
hverfi.“ Bryndís segir að eiginmaður-
inn hafi samt ekki smitast af hlaupa-
bakteríunni. „Hann fylgist með, tek-
ur á móti mér í markinu og svoleiðis.
Honum finnst þetta mjög gaman líka.
Hann er bíðari,“ segir Bryndís hlægj-
andi. Bryndís er til dæmis nýkomin
heim frá Bandaríkjunum þar sem
hún hljóp tvö maraþon, eins og ekk-
ert væri. „Ég er nýkomin frá Minn-
eapolis þar sem ég tók tvö hlaup. Ég
tók Mount Rushmore hlaupið og svo
tók ég maraþon í Sioux City viku
seinna." Þar vakti Bryndís aldeilis
athygli enda fannst heimamönn-
um stórmerkilegt að
Islendingur
skyldi koma og
hlaupa mara-
þon þar. Það var
því tekið viðtal
við Bryndísi í Sio-
ux City Journal þar
sem kemur fram að
Bryndís hafi ferðast
hundruð mílna til
að hlaupa.
Ét of mikið
Bryndís segist þó ekki
hlaupa 42 kílómetra
þegar hún fer sjálf út
að skokka, hún geymir
þær vegalengdir fyrir
maraþonin. „Það tekur
stundum á að hlaupa 42
metra, kannski þrjár helgar í röð. En
þegar ég geri það þá hleyp ég ekkert
á milli, ekki einu sinni út í bíl,“ seg-
ir Bryndís með kímni í röddinni en
bætir við að hún sé fljót að jafna sig
aftur. „Fyrst eftir að ég byrjaði að
hlaupa þá breyttist lífsstíllinn eitt-
hvað. En núna finnst mér ég bara
vera venjuleg. Ég er ekki á sérstöku
mataræði en er með mjög lágt kó-
lesteról þó ég borði allt sem er á borð-
inu. Ég ét frekar of mikið heldur
en of lítið. Síðan hleyp ég svo hægt
að kaloríurnar ná mér alltaf,“ segir
Bryndís hlægjandi. „Ég held að ef ég
vildi taka þetta alvarlegar þá myndu
þessi kíló fara sem mættu fara en á
meðan ég er ekkert að gera í því þá
hanga þau bara þarna. Ef maður tek-
ur þetta svo alvarlega að maður get-
ur varla lifað út af þessu þá er þetta
ekki gaman.“
Hljóp í búningum
Bryndís hefur helst einbeitt sér
að maraþonum í Bandaríkjunum
enda eru tæplega fjögurhundruð
maraþon þar á ári, einungis á vest-
urströndinni. „Ég fór í New York
maraþonið árið 1996 og ég reyni að
fara ekki í sömu hlaupin tvisvar. Ég
held ég sé búin að hlaupa hátt í þrjá-
tíu maraþon í Bandaríkjunum og ég
er komin upp í 16 fylki. Ég er að spá
í að ganga í Fimmtíu-fylkjaklúbbinn
sem er sérstakur klúbbur þar sem
þú hleypur í öllum ríkjunum,“ segir
Bryndís en bætir því við að það sé
alltaf skemmtilegast þegar eitthvað
þema er í maraþoninu. „Tónlistar-
maraþonin eru mjög skemmtileg. Þá
eru hljómsveitir sem spila alla leið-
ina, þær standa við hlið brautarinn-
ar á pöllum. Það er alveg sérstaklega
skemmtilegt. Ég hef farið á nokkur
svoleiðis í Bandaríkjunum, þar var
spiluð rokktónlist og sveitatónlist.
Þetta er upplyfting segir Bryndís
og hlýnar greinilega um hjartaræt-
urnar við minninguna. „Svo hleyp-
ur fólk í alls kyns búningum. Ég
hljóp í búning í Reykjavík í átta ár,
eina manneskjan í heilmaraþoni.
Ég saumaði alltaf nýjan búning á
ári, hann varð að
vera léttur því það
er ekki sama hvort
þú ert að hlaupa
þrjá kílómetra í
búning eða 42
kílómetra. Ég
var engill, hirð-
fífl eða hestur.“
Bryndís vill
þó ekki meina
að hún hafi
vakið athygli
með skraut-
hv
erju
I
••C.-JS.T
'r."‘ '
legumklæða-
burði.„Mað-
ur gleymist
þegar mað-
ur er einn
í heilu
kíló-
Greinin um Bryndísi sem birtist í Sioux
CityJournal
maraþoni, einhvers staðar lengst út í
bæ. Svo hætti ég að nota búninga, lét
þeim sem eru í skemmtiskokkinu
það eftir. En í mörg ár var reynt að
koma upp svona karnivalsstemmn-
ingu í hlaupunum hér, svona svipað
og er úti en það hefur ekki tekist.
Þetta er ekki nógu mikil hátíð hér
heima.“
Ferhægar afstað
Þegar Bryndís fer í maraþon þá fer
hún alltaf í heilt maraþon enda seg-
ir hún að hún sé alveg hætt að fara
hálfmaraþon. Að sama skapi segist
hún aldrei teygja á eftir maraþon-
hlaup. „Ég hita heldur aldrei upp. Ég
fer bara aðeins hægar af stað. Þetta
er það langur tími sem maður er
að hlaupa að ég fer sko ekki að hita
upp í hálftíma áður.“ Bryndís segir
að hennar hlaup geti jafnvel verið
hvatning fyrir aðra sem vilja drífa
sig af stað. „Ég held líka að það sé
hvatning fyrir aðra að þeir þurfa
ekki að vera í einhverju ofboðslega
góðu formi til að geta mætt í hlaup
fyrir sjálfan sig. Ég ætla samt ekki í
fleiri maraþon i haust. Ég ætla bara
að einbeita mér að skólanum og próf-
unum í desember. Svo er ég að reyna
Gjafabox fyrir flest
milli himins og jarðar!
-wmL
Eingöngu sala til fyrirtækja.
Opiðfrá kl. 08.00-16.00.
Réttarhálsi 2-110 Rvk- Sími: 535-8500- Netfeng: info@llora.is
GRÆNN
MARKAÐUR
Bryndís tekur sig vel út skokkandi í Mývatnshlaupinu í maí.
að komast inn í maraþon í Orlando
í janúar. Maðúr skráir sig í maraþon-
in mörgum mánuðum áður. Ég hef
þurft að gráta mig inn af því að það
var búið að loka fyrir skráningu.“
Stefni á prestdóm
Aðspurð að því af hverju hún
valdi guðfræðina segir Bryndís að
hún sé trúuð. „Ég er með lifandi trú
og ég sæki kirkju. Mér finnst þetta
skemmtilegt og ég stefni á að verða
prestur, jafnvel doktor. Það tekur
fimm ár í háskóla að verða prestur.
Námið gengur mjög vel. Þetta er
þannig efni að maður þyrfti að hafa
betri tíma, til að spá betur í þetta.
Það er hægt að kafa undir yfirborð-
ið og pæla betur í hlutunum en það
kemur á næstu árum, vona ég. Ég
er í fullu námi og vinn ekkert með
enda er þetta full vinna.“ Bryndís
segist þó ekki alltaf hafa viljað læra
guðfræði. „Það var ekki fyrr en ég
kynntist trúnni sem ég ákvað að
fara í guðfræðina. Maðurinn minn
fór á námskeið og ég fór að kíkja á
þetta með honum. Það endaði með
því að við förum í kirkju hvern
sunnudag.“
Skokkið breytti lífi mínu
Þegar Bryndís er spurð að því hvað-
an hún fái kraftinn í að vera svona
dugleg segist hún alltaf hafa gert
það sem hún hefur áhuga á. „Ég
held ég hafi alltaf verið dugleg að
gera það sem ég hef áhuga á. Ég hef
alltaf haft áhugamál, var lengi vel í
Lions klúbbi og það var mikið starf
í kringum það. En svo kom að því
að maður þurfti að velja þegar mað-
ur fór að hafa meira að gera.“ Bryn-
dís segir að margt hafi breyst síðan
hún byrjaði að skokka. „Mér finnst
skokkið hafa breytt lífi mínu. Mér
finnst ég í betra formi og ég held að
ósjálfrátt hugsi maður öðruvísi. Þó
mér finnist það ekki vera þannig að
það ráði yfir mér,“ segir Bryndís
en viðurkennir þó að hún þurfi að
kaupa nýja hlaupaskó fjórum sinn-
um á ári. „Ég vona að ég eigi eftir að
vera hlaupandi næstu þrjátíu árin.
Þegar ég byrjaði þá hvarflaði aldr-
ei að mér að ég ætti eftir að hlaupa
maraþon. Nú leita ég þau uppi, þvi
fleiri því betra. Þetta er náttúrlega
viss tegund af bilun,“ segir Bryndís
um leið og hún skokkar út í haust-
dægrið enda nóg að gera hjá þessari
myndarlegu konu.
svanhvit@vbl.is
Bm meira fyrir enn minna
veldu Cítroen
Berflingo Van
Einstök tilboð á Berlingo van núna í nóvember. Meiri útbúnaður í bíl
en áður. Meiri en hjá keppinautunum. Allt innifalið - ekkert vesen.
Lægra leiguverð en áður. Hámarkaðu hagkvæmnina. Komdu í Brimborg.
Fellanlegt farþegasæti meö boröi
og geymslun/mi.
Toppluga meö
fellanlegri þverslá.
.Fullt verö meö vsk.
Tilboösverð meévsk
Tilboðsverð án vsk
Rekstrareiga meðvsk.
Rekstrareiga ánvsk.
van verðlisti:* Snta 372
1,4i (bensin) 75 hö. 2,0 Hdi (dísil) 90 hö. 300 ■ 1
1.419.000 kr. 1.589.000 kr. 200
1.319.000 kr. 1.489.000 kr. 100 „ll||
1.059.000 kr. 1.196.000 kr. 0
25.485 kr. 28.548 kr.
20.469 kr. 22.930 kr.
Pú færð meira fyrir minna í Berlingo: -Topplúga með
fellanlegri þverslá -BurðargetaSOOkg -Prjúþúsund lítra
galopnanlegt flutningsrými -Fellanlegtfarþegasæti með
borði og geymslurými -Hitiisætum -Fjarstýrðsamlæsing
•Fjarstýrð hljómtæki með geislaspilara -Rafknúninn spegill
farþegamegin • Rafknúnar rúður 'Hásætisstaöa.gott
útsýni •Breiðogþægilegsæti, góöhvíld •Hillafyrirofan
bilstióra •Fjöldi geymsluhólfa •Hleösluhuröáhvorrihlið
•180° opnun á tvöfaldri afturhurö •Léttvökvastýri með
hraðaþyngingu.
Sífellt fleiri Islendingarvelia Citroen. Sérstök
hönnun, framúrskarandi tækni og mikil
eftirspurn á endursölumarkaöi tryggja
gæði og hagkvæmni Citroén. Skoðaðu
súlumyndina hér til vinstri og þú sérð að
fleiri og fleiri Islendingar velia Citroen.
Komdu í Brimborg. Upplifðu franska hönnun.
Skoðaðu Citroen - ekta franskan munað.
imborgar er veruleiki. Bílaframleiðendur og
nú oröið kröfur Brimborgar um lægsta verö
sem velia Citroén. Kynntu þérgreiðslulgörin.
Brimborgar. Komdu á öruggan stað. Veldu Citroén.
Við staðgreiðum gamla bílinn veljir þú bíl frá Brimborg.*’
brimborg
Öruggur staður til að vera á
Brimliorg Reykjavik: Bíldshölða 6, sími 515 7000
Brimborg Aknreyri: Tryoqvabraut 5, símí 462 2700 | Brimborg Reykjanesbæ: Njarðarhraut 3. simi 422 7500 | www.citroen.is
U CITROEN
* Brimborg og Citroen áskijja sér rétt til að bneyta veröi og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háö gengi. Leiga er rekstrarleiga og er miðuö við mánaðariegar greiöslur 136 mánuði
sem enj háöar gengi erlendra mynta og vöxtum þeirra. * Smur- og þjónustueftiiiit samkvæmt férli ftamlaðanda og Brimboraar er inniraliö I leigugreiðslu og allt aö 20.000 km. akstur á ári.
** Staögreitt 45 dögum efdr afhendingu nýja bílsins. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar.