blaðið - 22.11.2005, Síða 18

blaðið - 22.11.2005, Síða 18
26 I MEWNTUN ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2005 blað'lA Flugmaðurinn sem gerðist sálfrœðingur Heldurflughrœðslunámskeið og býðurfólki íflugferð Rúnar Guðbjartsson flugmaður og sálfræðingur Blaöið/Frikki ,Ég er flugmaður að mennt og klár- aði það nám árið 1956,“ segir hinn rúmlega sjötugi Rúnar Guðbjarts- son sem settist aftur á skólabekk þegar hann var á sextugsaldri. „Ég starfaði við flugið allar götur til 1995 en á þessum tíma var regla að flug- menn störfuðu ekki þegar þeir væru komnir yfir sextugt," segir Rúnar. Hjartaáfall gerði það að verkum að Rúnar varð að hætta að fljúga fyrr en áætlað var. „Ég hef lent í erfiðleikum í lífinu og þurft að leita mér aðstoðar þess vegna og upp frá því fékk ég áhuga á sálfræðininni til að læra um hvað væri í gangi í sálartetrinu. Þegar ég hóf sálfræðinámið var ég ennþá á fullu í fluginu og tók kúrsa í sál- fræðinni eins og ég hafði tíma til,“ segir Rúnar. Hann viðurkennir að sálfræðinámið hafi reynst honum erfitt og lenti í því að falla á prófum. ,Ég íhugaði að gefast upp en þrátt fyrir erfiðleikana var gaman að um- gangst allt þetta unga fólk og reyna eitthvað nýtt. Ég hafði engar fjár- hagsáhyggjur og mér lá ekkert á“, segir Rúnar. Rúnar lét sér ekki nægja að klára nám í sálfræði frá Háskóla íslands heldur hélt hann til Árósa í Dan- mörku ásamt konu sinni og lauk þar kandidatsnámi í sálfræði og þar með réttindum til að kalla sig sálfræðing og starfa sem slíkur. „I Danmörku var hluti námsins starfs- nám og það var í fyrsta skipti sem ég fann að ég var gamall nemi,“ segir Rúnar. Hann segir síðan frá því að jafnaldrar hans í Danmörku hafi flestir verið búnir með sinn starfs- aldur og voru danir mjög hissa á þessum íslendingi sem var í námi kominn á sjötugsaldur. Þetta endaði þó allt vel því Rúnari bauðst að fara í starfsnám til Albert Ellis í New York, en fyrir þá sem ekki þekkja er Albert mjög þekktur sálfræðingur og starfar enn þrátt fyrir að vera kominn á níræðisaldur. Rúnar er nú sjálfstætt starfandi sálfræðingur og hefur haldið flug- hræðslunámskeið fyrir fólk. Þannig fléttar hann saman sálfræðinámið og flugnámið og hefur jafnvel boðið þátttakendum á flughræðslunám- skeiðinu í flugferð. „Það er algengt að fólk sé haldið ranghugmyndum um hvað er í gangi í fluginu og margir verða mjög hræddir þegar flugvélar lenda í ókyrrð en það er ekki óalgengt í innanlandsflugi," segir Rúnar. Hann segir dæmi um að fólk hafi ekki þorað að fljúga ára- tugum saman vegna flughræðslu. Rúnar sér ekki eftir að hafa sest á skólabekk á gamalsaldri og segir það hafa verið ógleymanlega lífs- reynslu. „Þegar ég byrjaði í sálfræð- inni stefndi ég á að verða klínískur sálfræðingur. Það er gott að hafa markmið til að stefna að og gefur ákveðna lífsfyllingu,“ segir Rúnar. h ugrun. sigurjondottir@vbl. is Hjálparstofnun kirkjunnar styrkir börn til náms Menntun hefur keðjuverkandi áhrifoggetur komið í vegfyrirfátœkt Blaðtð/Sleinar Hugi Dagskrárgerðarmaður og háskólanemi Finnur sér tíma til að lesa snemma morguns eða seint á kvöldin ,Undanfarin 20 ár höfum við styrkt börn í þróunarlöndum til náms,“ segir Jónas Þórir Þórisson fram- kvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkj- unnar. Jónas segir að núna styrki hjálparstofnunin börn á Indlandi og einstaklingar geta hjálpað til með því að taka að sér fósturbörn og greiða kr 2050 á mánuði sem dugar fyrir skólagöngu þeirra, mat og lækn- ishjálp. „Hjálparstofnunin tekur líka þátt í að byggja skóla á Indlandi en það eru aðallega iðnskólar eða hand- verksskólar sem við fjármögnum. Menntun er mjög mikilvæg fyrir þessi börn sem í miklum meirihíuta tilheyra stéttleysingjum á Indlandi. Með aukinni menntun batnar hagur fólks og menntunin smitar út frá sér þegar börnin eldast og fara sjálf að eiga börn og skynja þá betur mikil- vægi menntunar. Það er mikil hætta á að fátækt fólk verði undir vegna vegna þess að það skortir menntun, er jafnvel ólæst og óskrifandi sem gerir það að verkum að auðvelt er að brjóta á rétti þess,“ segir Jónas. Hann segir hjálparstofnunina ein- blína á að kenna börnum ákveðið handverk, s.s. viðgerðir eða sauma sem miða síðan að því að þau geti orðið sjálfstætt starfandi. Hjálpar- stofnunin leggur ungmennunum til saumavélar eða verkfærakassa þannig að þau geti byrjað að nýta verkkunnáttu sína strax að námi loknu. „Með þessu losna ungmennin við að selja sig í lélega vinnu þar sem þau fá léleg laun og eru jafnvel hlunnfarin. Önnur börn fara í fram- haldsnám og læra t.d. hjúkrun og fá þá vinnu við sitt hæfi að því loknu. Við höfum fylgst með þeim börnum sem við höfum styrkt til náms í gengum árin og það er greinilegt að menntun er aldrei hægt að taka frá fólki. Hjálparstofnunin styrkir um 500 börn á ári og sum hver árum saman á meðan þau eru að klára námið“, segir Jónas. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur einnig beitt sér gegn barnaþrælkun og reynt að losa börn úr þrælkun- inni en það getur verið mikið ferli. ,1 þessu ferli er mikilvægt að koma börnunum í nám og fylgja þeim síðan eftir. Það kemur stundum fyrir að foreldrar barnanna stöðva skólagöngu þeirra og setja þau aftur í vinnubúðir en hver einstaklingur sem við getum bjargað skiptir máli,“ segir Jónas. Hann segir að í hjálpar- starfi sé alltaf best að einblína á að verið sé að breyta lífi einstakinga. hugrun.sigurjonsdottir@vbl.is Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir einn af dagskárgerðarmönnum Kastljóssins í Ríkissjónvarpinu stundar einnig nám í sjúkra- þjálfun við Háskóla íslands. „Frá því ég var í framhaldsskóla langaði að læra eitthvað tengt heilbrigðiskerfinu og hafði áhuga á að læra um starfsemi líkamans. Ég var byrjuð í sjúkraþjálfun þegar ég fékk boð um að mæta í prufur fyrir unglingaþáttinn Ópið sem sýndur var í Ríkissjón- varpinu síðasta vetur. Ég hafði ekkert spáð í að vinna við fjöl- miðla en ákvað að taka tækifærið fyrst það bauðst," segir Ragn- hildur. Hún er að klára bóklega námið í sjúkraþjálfuninni núna fyrir jólin og á þá bara lokarit- gerðina eftir „Þegar þættirnir Mósaík og Kast- ljósið voru sameinaðir var mér síðan boðið að taka þátt í nýja Kastljósinu sem er búið að vera í loftinu í sex vikur. Auðvitað fannst mér dálítið mikið að vera bæði í námi og fullri vinnu en ég ákvað að taka slaginn og sé ekki eftir því. Mér líkar mjög vel í Kastljósinu og það er frábær hópur fólks sem starfar að þætt- inum. Það sem mér finnst best við að starfa í sjónvarpi er fjölbreytnin en ég er alltaf að fást við eitthvað nýtt á hverjum degi,“ segir Ragn- hildur. Hún segist ekki hafa tímt að sleppa því tækifæri að taka þátt í Kastljósinu þótt það þýði langa vinnudaga sem bætist við námið í háskólanum. „Fyrir mér er mik- ilvægt að klára það sem ég byrja á og þess vegna ákvað ég að taka ekki pásu frá náminu," segir Ragnhildur og bætir við að hún reyni að finna sér tíma til að lesa seint á kvöldin eða snemma morguns. „Mér finnst mjög gaman í náminu og þess vegna þarf ég ekki að pína mig til að lesa námsbækurnar. Námið nýtist mér líka í starfinu því fyrir kemur að við þurfum að tala við fólk i heilbrigðis- geiranum og um málefni sem tengj- ast náminu," segir Ragnhildur. Þá segist hún hafa lært að skipuleggja sig í háskólanum sem nýtist henni í starfinu. „Það er góður mórall hjá starfsfólki Kastljóssins og ég hef gaman að því sem ég er að gera. Starfið byggist á því að koma með hugmyndir og koma þeim í framkvæmd. Auð- vitað er maður mishugmyndaríkur og stundum koma hugmyndirnar þegar ég er að fara að sofa,“ segir Ragnhildur. Ragnhildur segist fegin að hafa farið í háskólanám strax að loknu framhaldsnámi og segir nám á há- skólastigi auka starfsval fyrir utan að hafa góð áhrif á rökhugsun og hæfni til að vinna með fólki. „Þar lærir maður líka að maður uppsker eins og maður sáir, þ.e. einkunnir byggjast á því hversu mikið maður les og leggur sig fram við námið,“ segir Ragnhildur. Hún hefur stundað starfsnám á Reykjalundi og hjá Sjúkraþjálfun íslands og fannst það gaman. „Þetta er gefandi starf og hjápar manni til að átta sig á hversu gott maður hefur það. Það er lika lærdómsríkt að átta sig á að markmið fólks í lífinu eru mismun- andi,“ segir Ragnhildur. Hún veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en nýtur þess sem hún er að gera í dag. hugrun.sigurjonsdottir@vbl.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.