blaðið


blaðið - 05.12.2005, Qupperneq 10

blaðið - 05.12.2005, Qupperneq 10
10 I ERLEND FRÉTTASKÝRING MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 blaðiö Sama verð fyrir alla jólapakka hvert á land sem er 490 kr. Hámarksþyngd 30 kg, hámarksstærð 0,09 m^ (t.d. 45x45x45 cm) ★ Viö erum sérfræðingar í ic matvælaflutningum Frekari upplýsingar um afgreiöslustaði er að finna á landflutningar.is ★ /SAMSKIP Undir járnhæl herforingjastjórnar Herforingjastjórnin í Myanmar (einnig þekkt sem Búrma) hefur framlengt stofufangelsisvist Aung San Suu Kyi, leiðtoga Lýðræðisfylkingarinnar, um sex mánuði. Síðan 1990 hefur Suu Kyi eytt um áratug, ýmist í fangelsi eða i stofufangelsi. Þjóðarleið- togar og mannréttindafrömuðir lýstu í kjölfarið yfir vonbrigðum sínum með ákvörðun herforingja- stjórnarinnar og hvöttu hana tií að stuðla að lýðræðisumbótum í landinu. Kofi Annan, aðalritari Samein- uðu þjóðanna, lýsti yfir sárum von- brigðum með framlengingu stofu- fangelsisvistarinnar en hann hefur þrýst á herforingjastjórnina að láta Suu Kyi lausa. Árið 2003 leit út fyrir sem árangur væri að nást þegar yfirvöld í Myanmar kynntu áætlun í sjö þrepum um að koma á lýðræði. Bakslag varð ári síðar þegar harð- línumenn innan herforingjastjórnar- innar komu hinum hófsama forsætis- ráðherra Khin Nyunt frá völdum. Fulltrúar margra stjórnmálaflokka, þar á meðal Lýðræðisfylkingarinnar, hafa verið útilokaðir frá viðræðum um nýja stjórnarskrá landsins sem staðið hafa yfir árum saman. Á dagskrá Öryggisráðsins Bandaríkjamenn hafa farið fram á að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði um málefni Myanmar en Kínverjar og Rússar hafa fram að þessu staðið í veginum fyrir því. Nú eru aftur á móti blikur á lofti að samstaða náist innan ráðsins um að taka málið á dagskrá. Paulo Sergio Pinheiro, sérfræð- ingur Sameinuðu þjóðanna í mann- réttindamálum, hefur hvatt stjórn- völd til að sleppa 1143 pólitískum föngum sem eru í haldi þeirra, aflétta hömlum á tjáningar- og fé- lagafrelsi og nema úr gildi lög sem brjóta í bága við borgaraleg réttindi. Ennfremur hefur hann farið fram á að skrifstofur stjórnmálaflokka verði opnaðar á ný, látið verði af geðþóttahandtökum, fangelsun og ofsóknum á hendur lýðræðissinnum, mannréttindasinnum og öðrum þeim sem skipta sér af stjórnmálum á friðsamlegan hátt. Fjölbreytt og stórfelld mannréttindabrot Herforingjastjórnin í Myanmar hefur verið ásökuð um fleiri al- varleg mannréttindabrot svo sem nauðungarflutninga, nauðungar- vinnu og barnaþrælkun. Strangt eftirlit er með fjölmiðlum í landinu og eru þeir flestir lítið annað en málpípur herforingjastjórnarinnar. Alþjóðlegu samtökin Fréttamenn án landamæra skipa Myanmar á meðal þeirra ríkja þar sem frelsi fjölmiðla er hvað minnst í heiminum. Mannréttindasamtök í Asíu birtu í síðustu viku yfirgripsmikla og nákvæma skýrslu um pyntingar sem pólitískir fangar herforingja- stjórnarinnar mega þola. Skýrslan er byggð á viðtölum við 35 fyrrverandi pólitíska fanga í landinu og þar er meðal annars að finna itarlegar lýs- ingar á líkamlegu, sálrænu og kyn- ferðislegu ofbeldi sem þeir þurftu að ganga í gegnum sem og lýsingar á slæmum aðbúnaði í fangelsum. Svartamarkaðsbrask og óstjórn Fyrirtæki sem rekin eru af hernum stjórna aðalatvinnuvegum og spill- ing, svartamarkaðsbrask og óstjórn einkenna efnahagslífið. Ennfremur hefur hernum og hópum fyrrver- andi uppreisnarmanna verið gefið að sök að stunda stórfellda heróín- sölu. Vændi er mikið vandamál í landinu og útbreiðsla alnæmis sömuleiðis. Myanmar er auðugt af náttúru- auðlindum og er meðal annars stærsti útflytjandi tekkviðar í heim- inum. Þá er þar einnig að finna eðalsteina í jörð og olíulindir úti fyrir ströndinni. Vægi ferðamanna- iðnaðar i landinu hefur aukist á und- anförnum árum sem og áhugi er- lendra fjárfesta. Hagnaðurinn skilar sér þó sjaldnast í vasa almennings sem býr við sífellt bágari kjör. Spenna hefur ríkt milli ólíkra þjóðfélagshópa í Myanmar sem leiðir stundum til átaka. Valdabarátta hefur einnig verið innan herforingjastjórnarinnar. Khin Nyunt, forsætisráðherra, var rekinn úr embætti og handtekinn í fyrra en hann þótti hófsamur og lenti því upp á kant við harðlínu- menn innan stjórnarinnar. Nyunt var meðal annars hlynntur því Than Shwe, þjóðhöfðingi Myanmar, hefur ítrekað hafnað þvi að afsala sér völdum í hendur Lýðræðisfylkingar Suu Kyi. Aung San Suu Kyi hefur orðið eins konar táknmynd baráttunnar fyrir lýðræði og mannréttindum f Myanmar. að Aung San Suu Kyi fengi að taka þátt í viðræðum um stjórnarskrá landsins. Than Shwe, þjóðhöfðingi Myan- mar, hefur ítrekað hafnað því að afsala sér völdum í hendur Lýðræð- isfylkingar Suu Kyi. Hann er yfir- maður Friðar- og þróunarráðs rík- isins sem stjórnar landinu og tekur allar lykilákvarðanir. Shwe sem er kominn á áttræðisaldur þykir inn- hverfur og hjátrúarfullur. Friðsamlegt andóf gegn herforingjastjórninni Eftir að hafa búið lengi erlendis sneri Aung San Suu Kyi aftur til Myanmar árið 1988 í því skyni að annast veika móður sína. Mikil pólitísk ólga var þá í landinu og hópuðust þúsundir manna úr ýmsum stéttum saman á götum úti til að krefjast lýðræðisum- FRÉTTA- SKÝRING EINAR ÖRN JÓNSSON bóta. „Sem dóttir föður míns gat ég ekki setið aðgerðarlaus hjá,“ sagði Suu Kyi í ræðu sem hún hélt í höfuð- borginni Rangoon í ágúst 1988. Faðir hennar var Aung San hershöfðingi og sjálfstæðishetja þjóðarinnar sem var myrtur þegar hún var aðeins tveggja ára. Aung San Suu Kyi varð fljótt fengin til að leiða andófið gegn Ne Win þáverandi einræðisherra ríkisins. Undir áhrifum ffá Martin Luther King og Mahatma Gandhi skipulagði Suu Kyi fjöldafundi og ferðaðist um landið og hvatti til þess að friðsam- legar lýðræðisumbætur yrðu gerðar og frjálsar kosningar haldnar. Herinn bældi mótmælin niður með ofbeldi og tók völd í landinu í september 1988. Herforingjastjórnin hélt almennar kosningar í maí 1990 og voru það fyrstu fjölflokkakosningar í landinu í þrjátíu ár. Lýðræðisfylkingin, flokkur Aung San Suu Kyi, vann stórsigur í þeim þrátt fyrir að hún sjálf væri í stofufangelsi. Þegar öllu var á botninn hvolft neitaði herforingjastjórnin að afsala sér völdum og hefur stjórnað landinu allar götur síðan. Sviptfrelsiíáratug Aung San Suu Kyi hefur eytt nærri áratug í fangelsi eða stofufangelsi síðan 1990. Árið 1991 hlaut hún frið- arverðlaun Nóbels fyrir tilraunir sínar til að koma á lýðræði í landinu og sagði Francis Sejested, formaður Nóbelsnefndarinnar, að hún væri „framúrskarandi dæmi um vald hinna valdalausu'. Árið 1995 öðlaðist hún frelsi í fyrsta sinn í sex ár en var á ný hneppt í stofu- fangelsi eftir að hún reyndi að komast til borgarinnar Mandalay í trássi við ferðabann. Henni var sleppt á ný árið 2002 en innan árs lenti hún í fangelsi eftir að til átaka kom á milli stuðn- ingsmanna hennar og múgs sem naut stuðnings stjórnvalda. Hún hefur verið í stofufangelsi síðan 2003. Á fyrstu árunum sem Suu Kyi var haldið í stofufangelsi var hún oft algerlega einangruð ffá umheiminum og fékk jafnvel ekki að sjá eiginmann sinn og tvo syni þeirra. Hún hefur fengið að hafa meiri samskipti við fólk á undanförnum árum og meðal annars getað hitt félaga sína úr Lýð- ræðisfylkingunni og vissa erindreka erlendra ríkja eða alþjóðastofnanna. Sjálf hefur hún oft sagt að varðhaldið hafi styrkt hana enn frekar í afstöðu sinni. Hún hefur meðal annars varið tíma sínum í tungumálanám og tónlistariðkun. Líkt og Nelson Mandela í Suður Afríku hefur Aung San Suu Kyi orðið að alþjóðlegri táknmynd hetjulegrar og friðsamlegrar andstöðu gegn kúg- unaröflum. Landar hennar líta upp til hennar og sjá í henni von um að dag einn verði endi bundinn á kúgun herforingjastjórnarinnar. ■ Kaupmannahöfn - La Villa ódýr og góð gisting miðsvæðis í Kaupmannahöfn. Tölum íslensku. Sími 0045 3297 5530 • gsm 0045 2848 8905 _____www.lavilla.dk • Geymiðauglýsinguna_

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.