blaðið - 05.12.2005, Side 16

blaðið - 05.12.2005, Side 16
16 I SNYRTIVÖRUR MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 blaöið DÁDÝRA CARPACCIO OG FLEIRA Á JÓLASEÐLINUM Á LAUGAVEGI 40 Nýir augnskuggar í MAC-línunni Litadýrð yfir hátíðarnar Enn bætir MAC litum við í línu sína, en merkið er þekkt fyrir fjölbreytilegt úrval augnskugga í öllum litum. Nýjustu litirnir eru sérstaklega gerðir fyrir haustið og veturinn. Allir eru þeir fallegir einir og sér, auk þess sem flott getur verið að nota aðra liti með til þess að gera heildarútlitið fallegra. Fyrir þær sem vilja prófa nýja liti er tilvalið að skella sér í MAC og fjárfesta f nokkrum. Glans og glimmer á varirnar Nýjir varalitirfrá CEE Snyrtivörumerkið CEE býður upp á margbreytilegt úrval snyrtivara á góðu verði og nú hafa tveir nýir litir bæst í flóru þeirra. Það sem er einkennandi fyrir nýju litina er þessi skemmtilega glans- og glimmeráferð sem gerir and- litið geislandi. Litirnir heita Please me og Tease me, en annar er með appelsínugulum keim en hinn bleikur. Það er tilvalið yfir jólahátíðina að bregða útaf vananum og vera með glans á vörunum í fína dressinu, en þess má þó geta að litirnir eru þó náttúrulegir yfirlitum og því ekki hætta á að verða eins og glansdúkka! HfiRL€NGINGRR Hársnyrttetofa Smiðjuvegi 1 • 5444949 Terracotta sólargelfrá Guerlain Fallegur húdlitur um jólin Það nýjasta frá Guerlain er Terracotta Sun Gold, en gelið er borið á líkamann áður en haldið er í matarboðin, jólahlaðborðið, á ballið eða önnur fínni tilefni. Gelið gefur húðinni brúnni lit og áferðin er glansandi þannig að heildarútlitið verður fágað og fallegt. Þetta er ekki brúnkukrem og er því ekki eitthvað sem er varanlegt - heldur afar sniðugt þegar konur, ungar sem aldnar, vilja líta vel út með glæsilegum húðlit. Þess má geta að auðvelt er að bera gelið á og óþarft er að hafa áhyggjur af skilum, klessum og öðrum leiðindum enda mjúkt og þægilegt krem sem hentar öllum. Grœn augu með Gosh - augnblýantur og dust í grœna litnum Grænn er einn af vinsælustu litunum í snyrtivörum um þessar mundir, enda fallegur litur og skemmtileg tilbreyting frá því venjulega. Með græna augnblýantnum frá Gosh og nýja eye-dustinu er hægt að búa til skemmti- lega blöndu af grænum f kringum augun. Litirnir eru ekki sterkir og því verður áferðin eðlileg og augun þokkafull. Græni liturinn getur passað við flesta liti; brúnan, svartan, hvítan, gráan og fleiri og því getið þið verið óhræddar við að prófa þessar skemmtilegu vörur. Ekki er verra að vera með grænt hálsmen eða annað þvíumlíkt sem setur meiri svip á heildina. Tilvalin jólagjöf fyrir stúlkur á öllum aldri.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.