blaðið - 05.12.2005, Page 29

blaðið - 05.12.2005, Page 29
blaöið MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 McCartney œfur yfir selaveiðum Söngvarinn Paul McCartney hefur skrif- að harðort bréf til forsætisráðherra Kanada þar sem hann harmar selaveið- ar þjóðarinnar en gagnrýnin kemur aðeins nokkrum dögum eftir að söngv- arinn Bono gagnrýndi þjóðina fyrir að veita litla þróunaraðstoð. „Ég vill vekja athygli á að Kanada ætlar að halda veið- um sínum áfram á næsta ári og við mun- um gera allt sem við getum til að mótmæla því“ sagði McCartney. Hann sagði að hann og kona sín, Heather Mills, muni fara á næsta ári og heimsækja svæðið þar sem selirnir eru veiddir til að vekja athygli fjölmiðla á málunum. Svali er einn af fjórum stjórnendum morgunþáttarins Zúúber á FM9S.7 EITTHVAÐ FYRIR... mmm liM— 'ÍfJLtííiií* Skjár 1, Survivor Guatemala, 21:00 f ár fer keppnin fram í Guatemala og búast má við hörkuslag. Fram- leiðendurnir finna alltaf eitthvað nýtt til að auka á spennuna en með- al þátttakenda í þessari þáttaröð er Gary Hogeboom, sem leikið hefur með Dallas Cowboys. Sirkus, Veggfóður, kl. 21:00 í Veggfóðri verður gefin hugmynd af frumlegum og fallegum hurðar- kransi á aðventunni, og morgun- sjónvarps- k o n a n Ragnheið- ur Guð- finna býð- ur okkur heim. Stöð 2, Wife Swap 2 (9:12), kl. 20:40 Fimmta syrp- aníþessumfrá- bæra mynda- flokki sem fengið hefur fjölda Emmy- og Grammy- verðlauna. Bræðurnir Dav- id og Nate reka útfararþjón- ustu Fisher-fjölskyldunnar. Hvernig hefurðu það í dag? Alveg gríðarlega gott. Það gengur vel og mjög gaman að vera til. Hvenær hófstu fyrst störf í útvarpi? 28. ágúst 1991. Ég heyrði af því að það væri að losna á næturvakt um helgar á FM, og ég fór bara uppeftir og sagði:„Ég hef áhuga á þessu, mig langar að prufa." Ég fór í prufu og er ennþá í prufu, ekki búið að senda mig heim ennþá. Er starfið eitthvað öðruvísi en þú hafðir ímyndað þér áður? Ég ætlaði bara að vera í þessu í fimm ár. Ég hélt að þetta væri bara eitthvað tímabundið djobb, sko. Svo bara hefur þetta breyst svo mikið á undanförnum árum. Þetta vartímabundið djobb hérna áður, en í dag er þetta bara orðið miklu meira. Það er miklu meira að gera á bak við tjöldin, miklar og margar pælingar. Það er sorgleg staðreynd að það eru ekki mjög margir fagmenn, sem hafa mótað og búið til útvarpsstarfið og eru með þessar pælingar á bak við útvarpsmennsku. Það hefurfullt affólki unnið við að vera með útvarpsþátt, en það er allt annað en að vera sá sem er á bak við útvarpið og er að pæla í þessu og stúdera. Síðustu tíu árin hef ég verið beggja megin, með þátt og á bak við tjöldin. Hvað er skemmtilegast við starfið? Uppáhaldstíminn minn er klukkan 7 á morgnana þegarvið erum búin að koma okkur fyrir í stúdíóinu og erum að byrja. Mér finnst alltaf skemmtilegast að vera í loftinu, annars væri ég líklegast orðinn ofsalega þreyttur og lamaður og svoleiðis. Ætlaðirðu að vinna í fjölmiðlum þegar þú varst lítill? Nei, ég ætlaði mér ekki að verða neitt. Eg var, eins og margir ungir menn eru, ekkert svo mikið að hugsa um það. Bara í skólanum, og með strákunum og einbeita sér að því að fá bílpróf. Síðan þegar ég fór upp á FM varþetta bara eins og tilviljun. Ég hafði aldrei spáð neitt sérstaklega í þessu. Eina sem ég vissi þegar ég var lítill var að það yrði alltaf bíla-eitthvað. Ég er nefnilega bílasjúklingur. Ekki það að ég vildi vera slökkviliðsmaður, eða lögga. Ertu ennþá með bíladellu? Já, ég er að leita að meðali við því. Hvernig er dæmigerður dagur í lífi Sigvalda Kaldalóns? Ég bölva símanum mínum frá korter yfir fimm til hálf-sex. Mér finnst alveg ofboðslega óréttlátt að hann skuli vera að hringja og vekja mig. Ferfram úr, sturta, skyr.is og fer af stað uppeftir, og furða mig alltaf á því á leiðinni að það skuli vera fólk sem er á ferðinni klukkan sex. Svo er það bara þátturinn og þegar hann er búinn er strax undirbúningurfyrir næsta dag. Klára það upp úr eitt, og þá er ég farinn að vinna að hlutum sem eru í tengingu við stöðina. Markaðsmál og hugmyndavinna. Það geri ég fram eftir degi og er kominn heim sex-hálfsjö. En ef vel gengur, get ég verið farinn heim klukkan hálf-tvö, og ég geri það stundum. Mér finnst voðalega gaman að vinna en ég veit að maður getur unnið yfir sig og ég geri það meðvitað að fara stundum bara heim. Þá fer ég bara heim og geri ekkert eða fer í sund eða eitthvað. Hver myndir þú vilja að væri lokaspurningin í þessu viðtali? Ég myndi vilja að lokaspurningin væri:„Er útvarpsvinna venjuleg 9-5 vinna?" og þá myndi ég svara:„NEI, og langt frá því". Jamie Foxx leikur í pólitískri spennu- mynd Jamie Foxx hefur ákveðið að leika í kvikmyndinni The Kingdom. 1 myndinni mun hann leika mann sem er yfir rannsóknarnefnd hryðjuverka, og eru þeir að kanna hverj- ir bera ábyrgð á sprengjuárásum í Mið-Austurlöndum. Myndin er byggð á hugmynd frá Peter Berg (Friday Night Lights, The Rundown) sem einnig leikstýrir myndinni, og Michael Mann (Miami Vice) sem sér um framleiðslu. Tökur hefjast í maí. FRA LEIKSTJORA GROUHDHOG DAY OG ANALYZE THIS Þaðgerðistá k aðfangadagskvöld OLIVER PLATT HÆTTULEGIR ÞJOFAR A HALUMIS! blaðið= FRUMSÝND 9. DESEMBER 1 SmHRH\Ó Biú REonBOBinn

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.