blaðið - 07.12.2005, Side 2

blaðið - 07.12.2005, Side 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 blaöið Stjórnmál: Jón Baldvin snýr aftur Jón Baldvin útilokar ekki endurkomu í íslensk stjórnmál. Yrði mikill happafengur fyrir íslensk stjórnmál, segir Jakob Frímann Magnússon. Jón Baldvin Hannibalsson vildi hvorki neita því né játa að hann sé mögulega á leið í pólitík aftur þegar Blaðið hafði samband við hann i gær. Jón er nú á heimleið frá Hels- inki þar sem hann hefur starfað sem sendiherra frá árinu 2002 en fjögur ár þar á undan var hann sendiherra Islands í Washington. Kemur bara í Ijós Jón vildi ekki neita því að hann væri mögulega á leið aftur í pólitík en aðspurður sagði hann að það kæmi bara í ljós. Hann sagðist ekki hafa velt þessu sérstaklega íyrir sér en vissi af umræðu þessa efnis i sam- félaginu. „Ég hef þetta ekki eins og Albert heitinn Guðmundsson hafði það. Hann sagði að það væri alveg rosalegur þrýstingur. Hulduher sem reyndist síðar vera leigubílstjóri hjá BSR. Ég þekki engan leigubílstjóra og veit ekki einu sinni hvort að BSR sé ennþá til.“ Jón lét af störfum sem sendiherra í Helsinki í nóvember- mánuði síðastliðnum og getgátur hafa verið uppi um hvað tæki við hjá þessum umdeilda stjórnmálamanni. Mörður Árnason, þingmaður Sam- fylkingar, segir m.a. á heimasíðu sinni að honum finnist það góð hug- mynd að Jón snúi aftur í stjórnmálin og að það færi einkar vel á honum í forystu jafnaðarmanna á þingi eða ríkisstjórn. Sjálfur segist Jón ekki hafa mikið meira um þetta mál að segja að svo stöddu. „Eg hef ekkert um þetta að segja nema það að ég sé á heimleið svona fyrir jól og það tekur nokkurn tíma fyrir mig að koma mér fyrir í þjóðlandinu á ný.“ BlaÖiÖ/lngó Frumvarp um Ríkisútvarpið: Málsmeðferð ráðherra gagnrýnd á Alþingi Stjórnarandstaðan gagnrýndi í gærmorgun harðlega vinnubrögð menntamálaráðherra vegna kynn- ingar á frumvarpi hans um breytt rekstrarfyrirkomulag Ríkisútvarps- ins. Var einkum að því fundið að frumvarpið hefði enn ekki verið lagt fyrir Alþingi, en á sama tíma fréttist af því og greinargerð þess í meðförum fólks úti í bæ, meðan þingmenn þyrftu að glöggva sig á innihaldi þess í fjölmiðlum. Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi síðdegis. Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður vinstri grænna (V) sagði menntamálaráðherra hafa orðið á í messunni þegar hún kynnti framtíð Ríkisútvarpsins, bæði í sjónvarpi og útvarpi, áður en frumvarpið kom fram á Alþingi. Minntist hún fyrri heitstrengingar ríkisstjórnarinnar um að samráð yrði haft um þetta við- kvæma mál, en annað hefði komið á daginn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (D), menntamálaráðherra, mótmæltiþví að frumvarpið væri á þvælingi úti í bæ, þingmenn stjórnarliðsins hefðu samþykkt það, auðvitað eftir að hafa kynnt sér það. Hins vegar væru frumvörp kynnt með ýmsum hætti og það ætti ekki síður við boðuð frumvörp stjórnarandstöðunnar en stjórnarfrumvörp. Undir þessi sjón- armið ráðherrans tóku þau Sigurður Kári Kristjánsson (D) og Dagný Jóns- dóttir (B). Guðríður Haraldsdóttir, Vikunni írski metsöluhöf- undurinn, Maeve Binchy, kemur nú út í fyrsta sinn á íslensku. Þetta er hennar nýjasta bók sem gerist í dul- mögnu&u umhverfi grísku eyjanna. Einstakiega hlý og notaleg saga um óstir og mannleg örlög. Bókafélagið Ugla Styrkir forystu Samfylkingar Jakob Frímann Magnússon, vara- þingmaður Samfylkingar, telur að endurkoma Jóns yrði mikill happa- fengur fyrir íslensk stjórnmál. „Ég hef aldrei farið dult með þá skoðun mína að Jón Baldvin er einhver skarpasti og skemmtilegasti stjórn- málamaður vorra tíma á Islandi. Atfylgi hans yrði dýrmætt á hvaða vettvangi sem hann kysi að velja sér,“ segir Jakob og bætir við að hann ótt- ist ekki að endurkoma hans myndi hafa slæm áhrif á Samfylkinguna. Ámundi Ámundason, stuðnings- maður Jóns Baldvins, segist binda miklar vonir við endurkomu Jóns inn í íslensk stjórnmál. „Það er engin spurning, hann á að klára þetta verk að búa til stóran og sterkan jafnaðarmannaflokk og hafa flokk- inn stærstan á íslandi eftir næstu Alþingiskosningar undir ábyrgri forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur.“ Ámundi segir Jón koma til með að styrkja forystu Samfylk- ingar mikið og vill fá hann i fyrsta sætið í Kraganum og fylla þar með það skarð sem myndaðist við brott- för Guðmundar Árna Stefánssonar úr stjórnmálum. „Ég mun auðvitað vinna að því dag og nótt að hann fari aftur inn á þing. Nú er allt fyrir stefnu að draumur okkar um stóran jafnaðarmannaflokk á íslandi frá fundinum í Tónabió 1967 verði loks- ins að veruleika,“ segir Ámundi og bætir við „ég fer bara á flug. Jóla- stjarnan er bara komin aftur inn í mitt líf. Ég fer svo sannanlega ekki í jólaköttinn í ár.“ Umdeildur stjórnmálamaður snýr aftur. Borgarmál: Leikskólagjöld lækka um 55 þúsund krónur Borgarfulltrúar R-listans kynntu breytingartillögur sínar á sérstökum blaðamannafundi í Ráðhúsinu f gær. Leikskólagjöld munu lækka um 55 þúsund krónur á næsta ári sam- kvæmt breytingartillögum borg- arfulltrúa Reykjavíkurlistans. Síð- ari umræður um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fóru fram í borg- arstjórn í gær. Auka niðurgreiðslu Samkvæmt breytingartillögum Reykjavíkurlistans munu leikskóla- gjöld lækka um tæpar fimm þúsund krónur á mánuði á næsta ári eða um 55 þúsund sé miðað við ellefu mán- aða skólagöngu. Eftir breytingar munu leikskólagjöld því lækka niður í rúmar 23 þúsund krónur og í rúmar 16 þúsund krónur fyrir fimm ára börn. Einnig er gert ráð fyrir þvi að auka niðurgreiðslur borgarinnar til dagforeldra í hverjum flokki um 1.000 krónur á hverja klukkustund. Þá lögðu borgarfulítrúar R-listans til að 12 milljónum krónar verði varið til að gera sérstakt átak í að bæta umhverfi að grenndargáma- stöðvunum í borginni og gera þær notendavænni. Lyktar af kosningavori ÓÍafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, segir Frjáls- lynda fagna þessum breytingartil- lögum og segir þær í samræmi við stefnu Frjálslynda flokksins. „Við höfum alltaf lagt sérstaka áherslu á lág þjónustugjöld fyrir barnafjöl- skyldur, aldraða og öryrkja og þess vegna styðjum við þessar tillögur," segir Ólafur og bætir við: „við fögnum öllu því sem lækkar þjón- ustugjöld og styrkir velferðarkerfi borgarinnar. En óneitanlega lyktar tímasetningin af kosningavori." O Helösklrt 0 Léttskýjað ^ Skyjaö % Alskýjaö cjc 'I- Snjökoma * Slydda Snjóél Skúr Amsterdam 07 Barcelona 12 Berlín 04 Chicago -11 Frankfurt 04 Hamborg 04 Helsinki 0 Kaupmannahöfn 04 London 05 Madrld 10 Mallorka 14 Montreal -08 New York -01 Orlando 17 Osló 02 París 05 Stokkhólmur 02 Þórshöfn 05 Vín 02 Algarve 14 Oublin 07 Glasgow 05 /// //' / // Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Bygflt á upplýslngum frá Voðurstotu íslands Ámorgun

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.