blaðið - 07.12.2005, Page 16

blaðið - 07.12.2005, Page 16
w,rvminmHrmmr T ' ’’ MIÐVIKUDA&TOv" DE&EMBER 2005 blaAÍA Persónulegar gjaíir fyrir þá sem eiga allt Hœgt að merkjaflesta hluti með áletrunum eða myndum Hörðu pakkarnir freista meira en þeir mjúku Hvað á að gefa fólki sem á allt? Það eru eflaust margir sem spyrja sig þessarar spurningar þessa dagana. Auðvitað er klassískt að gefa bækur, konfektkassa eða enn einn kristalsvasann en aðrir vilja vera perónu- legri í gjafavali án þess að það tæmi pyngjuna. Hvað er nyt- samlegra og persónulegra en kaffibollinn sem þú hefur við hlið þér í vinnunni alla daga vikunnar allan ársins hring. Það er líka pottþétt að sá sem fær kaffibollann í jólagjöf man eftir gefandanum þegar hann fær sér sopa og brosir kannski af áletr- uninni eða myndinni sem prýðir bollann. „Það er vinsælast að fólk láti merkja handklæði, könnur og púsl í jóla- gjafir en bolir ganga allan ársins hring,“ segir Guðmunda Óskars- dóttir hjá Merkt ehf sem sér um ísaum, áletranir og prentanir á ýmsa hluti. „Það er alltaf vinsælt að láta grafa á bolla og það er nánast hægt að láta grafa allt á boll- Ég. eHðéa þig Ví Zv *v Jv v: ScuuUa íBjöfik ann,“ segir Guðmunda og nefnir sem dæmi ljósmyndir, teikningar barna, sónarmyndir og jafnvel allt lífshlaup fólks. „Við erum með bolla og könnur fyrir börn og full- orðna og getum meira að segja látið merkja stútkönnur." „Merkt er með púsluspil af öllum stærðum en á þau er hægt að láta þrykkja myndir. Það er vinsælt að afi og amma láti setja myndir af barnabörn- unum sínum á púsluspil og gefi þeim í jóla- gjöf. Þá merkjum við sængurverasett og náttföt fyrir smábörn. Það er sígilt að gefa handklæði en við saumum í þau fornafn og jafnvel ártal. Þetta er líka gjöf sem hentar báðum kynjum og öllum aldri.“ „Fyrir fullorðna er vin- sælt að gefa rauðvínsglös þar sem nöfn eru grafin á en þau eru á 900 kr stykkið þegar búið er að grafa á þau. Þá er líka hægt að grafa á bjórglös, hitabrúsa, ferðabolla, penna, golfhandklæði, hettupeysur, derhúfur og mynda- ramma úr tré. Á klukkur ogpúða er hægt láta setja ljósmyndir. Allaþessahlutier hægt að fá hjá okkur þannig að fólk þarf ekki að leita að hlutum út um allan bæ til að merkja. Það er vinsælt að pör gefi hvort öðru nærbuxur þar sem stendur eign Jóns eða Siggu þ.e. nafn kær- ustunnar eða kærastans sem gefur gjöfina." „Merkt er líka með mikið af grín- gjöfum eins og músamottur fyrir tölvurnar, grillsvuntur, sem tilvalið er að grafa í besta amma í heimi. Þá höfum við tekið að okkur að merkja skeiðar fyrir leikskóla“, segir Guðmunda. Hún bendir á að þeir sem hyggist láta merkja gjöf fyrir jólin þurfi að panta ekki síðar en 10 dögum fyrir jól því það er mjög mikið að gera. „Það er allur aldur sem kemur með hluti til að láta merkja og krakk- arnir eru mikið að koma og láta setja myndir eða teikningar á bolla í jóla- gjöf handa pabba og mömmu. En hjá okkur ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Merktar jólagjafir eru persónu- legar og sérstakar, og þurfa ekki að kosta mikið. Það er líka víst að sá sem fær gjöfina sér að gefandinn hefur lagt mikið á sig til að finna persónulega gjöf og man þess vegna frekar eftir gefandanum. hugrun@vbl.is 7 7 Keypti flestar jólagjafirnar í London Hvað vilja þjóðþekktir íslend- ingar fá í jólagjöf, hvað skiptir þá mestu máli og hvernig halda þeir jólin? „Helst af öllu vil ég biðja um kær- leik og heimsfrið til handa heim- inum í jólagjöf“, segir Gaui litli.„Ég er nú ekki mikið farinn að huga að jólagjöfum en það væri gaman að fá geisladiskinn með hljómsveit- inni Heitar Lummur. Ég er frekar sérvitur þegar kemur að fatavali svo það er betra að ég velji mér föt sjálfur en að fá þau i gjöf. Ég er ekki mikill bókakall en ég væri þó til í að lesa Jónsbók og svo myndi ég ekki slá hendinni á móti nýjum farsíma. Ég hugsa að eftirminnilegasta jólagjöfin hafi verið jólasveinn sem ég fékk frá afa mínum þegar ég var krakki. Jólasveinninn er hand- saumaður og ég á hann enn og held mikið upp á hann.“ Jólagjafir skipta mig minna máli nú en áður en ég er samt sem áður mikið jólabarn og er byrjaður að skreyta heima hjá mér. Ég reyni alltaf að hafa jólin afslöppuð og vera í góðum gír. Ég er hagsýnn i jólainnkaupum og þetta árið- gerði ég öll jólainnkaupin í London í ágúst. Flestir mínir ætt- ingjar fá samskonar hlut frá mér núna bara misjafnan á litinn. Einu jólagjafirnar sem eru eftir eru jóla- gjafir til konu og barna en ég kaupi þær yfirleitt ekki fyrr en rétt fyrir jól. Mér finnst skemmtilegast að gefa fólki eitthvað sem ég hef gert sjálfur og reyni að velja gjafir eftir karakter hvers og eins.“ Margir muna eflaust eftir Gauja litla eftir að hann fór í megrunar- átak sem landsmenn fengu að fylgj- ast með þar sem hann var vigtaður vikulega í beinni útsendingu. Það er því ekki úr vegi að spyrja um jólamatinn og aðhaldið „Á mínu heimili er boðið upp á hnetusteik á jólunum og það hefur verið siður í nokkur ár Þessi óvenjulegi jóla- matur hefur mælst vel fyrir á heimil- inu. „Mér finnst að fólk eigi ekki að vera í ströngu aðhaldi þá 3 daga sem jólin standa yfir en jólahlaðborðin hafa skemmt svolítið fyrir stemning- unni. Fólk er í raun búið að éta frá sér jólin og jólamaturinn verður ekkert spes þegar menn eru búnir að belgja sig út stóran hluta aðventunnar. Eg tek alltaf þátt í jólahaldinu og þeim mat sem þar er en veit núna að ég þoli ekki allan mat. Þegar kemur að konfektinu fæ ég mér nokkra mola í stað heils kassa áður.“ Merkt gjöf er persónuleg gjöf Merkingar eru að verða vinsœlar aftur „Við merkjum handklæði og rúm- fatnað fyrir börn og fullorðna með upphafsstöfum eða nöfnum“, segir Elín Kolbeins framkvæmdastjóri sængurfataverslunarinnar Versins. Það hefur aukist að fólk gefi merkta gjöf og það er vinsælt að gefa visku- stykki merkt með upphafs- stöfum. Fyrir krakka er vin- sælt að gefa merkt hettuhand- verið merkt báðum aðilum en sitt hvort nafnið sett á koddaverið. Merk- ingin nýtur sín best í damaskrúm- fötum sem eru einlit en það er alltaf eitthvað um að fólk láti setja nöfn í mislit eða mynstruð sængurver. Við erum með jólatilboð á vönduðum, merktum handklæðum en þau eru klæði.“ „Við erum með allar vörur á staðnum til merkingar en fólk getur líka komið með hluti með sér sem það vill láta merkja. Áður voru rúm- föt aðallega merkt konunni en nú eru rúmfötin merkt báðum kynjum. Á tvíbreiðan rúmfatnað er sængur- á 2500 krónur stykkið. Handklæðin eru til í mörgum litum.“ „Ámerkt rúmföt og handklæði eru vinsæl allan ársins hring en auð- vitað er vertíð hjá okkur fyrir jólin.“ Elín segir að merkt gjöf sé persónu- leg gjöf sem gleðji og endist vel. Hún segir að merkingar séu að verða vin-

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.