blaðið - 07.12.2005, Side 24
24 I FYRIR KONUR
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 blaðiö
HLÍÐARSMÁRI 13 S. 587 6969 Opið virka daga 12-20
FÁKAFENI 11 S. 588 6969 Laugardaga 12-18
HÖFUM OPNAÐ NÝJA OG GLÆSILEGA
VERSLUN AÐ HLÍÐARSMÁRA 13 í KÓPAVOGI
ALLAR VHS MYNDIR Á KR. 1250.- (hvergi ódýrari)
ÓTRÚLEGT TILBOÐ Á TITRURUM KR. 500.-
MEÐAN BIRGÐIR ENDAST www.tantra.is
Dekur fyrir jólin
Jólastessið fer að ná hámarki og
þá vill ýmislegt sitja á hakanum
s.s. svefn og jafnvel almenn
umhirða. 1 skammdeginu má sjá
poka undir augunum og húðin
fær ekki þá næringu sem hún fær
í dagsbirtunni sem er víðsfjarri á
þessum árstíma. Hvað er betra en
að láta þrey tuna líða úr sér eftir
velheppnuð jólainnkaup og setja
punktinn aftan við jólastressið
með góðu dekri, andlitsbaði eða
nuddi.
„Það er mikið um að konur séu að
koma í litarnir og andlitsböð fyrir
jólin“, segir Berglind Þórunnardóttir
snyrtifræðingur á snyrtistofunni
Mandý. „Þá er vinsælt að gefa gjafa-
bréf í nudd og jafnvel fótsnyrtingar.
Jólaösin er að byrja og þeir sem ætla
að panta sér tíma fyrir jólin ættu að
fara að gera það.
Augnbrúna og augnháralitanir
eru vinsælar allan ársins hring en
dekur, andlitsböð, heilnudd og parta-
nudd er vinsælt fyrir jólin. Andlits-
bað tekur í Vi til tvo tíma allt eftir
því hvort konan vill láta lita augn-
hár og augnbrúnir í leiðinni. 1 and-
litsbaði er húðin hreinsuð hún kreist,
nudduð og notaður andlitsmaski.“
Berglind segir dekur bæði vera
vinsælt í gjafir en líka eitthvað sem
konur láta eftir sér í önnunum fyrir
jólin. „Við erum með mikið úrval af
vörum hjá okkur og má þar nefna,
hreinsivörur, andlitskrem, skrubb,
naglalakk og margt fleira. Við erum
með vörur frá Academie og einnig
ítalskar vörur frá Comfort zone og
Lapraire frá Sviss.
Það er allur gangur á því hver er
að gefa konum dekur í jólagjöf, það
getur verið móðir að gefa dóttur
sinni, eða öfugt. Það skiptir margar
konur máli að koma fyrir jól slaka
á og endurnærast í jólastressinu."
Berglind segir konur á aldrinum
20 ára og uppúr koma í dekur fyrir
jólin.
Jólagjafir og áhyggjur
Nú berast jólagjafahandbækur frá
öllum mögulegum verslunum inn
um bréfalúguna. Alltaf er verið að
gefa okkur góðar hugmyndir að
jólagjöfum. Þrátt fyrir það heyri ég
fólk oft barma sér yfir því að eiga
eftir að kaupa allar gjafirnar og það
viti ekkert hvað eigi að gefa hinum
og þessum. Jólagjafirnar verða að
bagga, byrði sem hvílir eins og
mara á mörgum. Samt gefum við
bara jólagjafir til að gleðja og sýna
væntumþykju.
Sumum er erfitt að gefa af því að
þeir „eiga allt“. Öðrum er erfitt að
gefa af því að þá vantar alla skapaða
hluti. Ég hef verið að velta þessu fyrir
mér og komist að því að það er hægt
að gefa þeim vellauðugu og þeim fá-
tæku það sama. Við höfum öll í raun
og veru sömu þarfirnar hvernig svo
sem staða okkar er í samfélaginu.
Allir hafa gaman af að borða eitt-
hvað gott, allir þurfa andlegt fóður
eins og gott lesefni og allir vilja ilma
vel eða hafa falleg ljós í kringum sig
og bæði ríkir og fátækir vilja njóta
góðrar tónlistar. Allir vilja fá snert-
ingu, dekur og hvíld.
Mínar hugmyndir að jólagjöfum
eru þvi fyrir þá sem eiga allt - eða
ekkert.
-íslenskar bækur eða íslenskir
geisladiskar
-Gott kaffi, góðir ostar,
sælkerakörfur.
-Heimagert góðgæti t.d. smákökur,
perur í koníaki, konfekt, sultur...
eða reyktur lax.
-Umsápur og ilmkerti
-Gjafabréf á snyrtistofur, baðhús eða
Bláa lónið. Nudd og snyrting nærir
sál og líkama.
Allar þessar hugmyndir eiga það
sameiginlegt að þær eru umhverfis-
vænar og atvinnuskapandi. Munum
svo að gefa með bros á vör en ekki
gefa svo stórt og dýrt að áhyggju-
hrukkur yfirskyggi gleðibrosið.
Kveðja,
Sirrý
K
LASH LIFT
CP EYELINER
WÉ
COLOUR PERF. FLAWLESS PERF.
VEKJUM ATHYGLI okkar föstu og tryggu viðskiptavina á að útsölustöðir
MAX FACTOR eru: Smáralind LYF og HEILSA Austurveri, LYF og
HEILSA Glæsibær, LYF og HEILSA Hamraborg, RIMA APÓTEK, ÁRBÆJAR
APÓTEK, LYFJAVAL Hæðarsmára og NANA Hólagarði.
Kvikmyndir sem MAX FACTOR hefur séð um förðun í eru m.a.:
The Aviator, The Edge of Reason (Bridget Jones's Diaryll), Wimbleton, Mona Lisa Smile.Love Actually,
CHICAGO, Die Another Day (James Bond 007), about a Boy, Vanilla sky, Bridget Jones's Diary, Charlotte
Gray, Charile's Angels I og II, Anna and the King, Notting Hill, Titanic, Evita....
www.medico.is
Diskar og dekur
á óskalistanum
Hvað vilja konur í jólagjafir? Eiga
þær einhverjar eftirminnilegar
jólagjafir? Tvær þjóðþekktar
konur voru spurðar þessarar
spurningar.
„ E f t i r •
minnileg-
asta jóla-
gjöfin var
billjard-
borð sem
við systk-
inin fengum
saman þegar ég var 12 ára“, segir
Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona
„Þá er mér minnisstætt þegar ég fékk
skíði í jólagjöf 10 ára gömul. Núna
langar mig mest í rennda lopapeysu
með flísefni innan í. Svo hefði ég
ekkert á móti því að fá nýjan gsm
síma en hugsa að ég verði að kaupa
hann sjálf. Eg hef alltaf haft gaman
af ævisögum og gæti hugsað mér
að lesa ævisögu Rúnars Júl. Diskur
með Aliciu Keys og gjafakort í dekur
Hefurðu keypt þér eitthvaö sætt nýlega?
Rebecca Bloomwood er kaupóður lygalaupur sem
heillar lesendur meö meinfyndnum uppátækjum og
dagdraumum.
- Bók fyrir skvísur!
Jólakiljur
Sölku
góöar
ígegn
Ármúla 20 • s. 552 1122
www.salkaforlag.is
/VI
yy2 þrep til...
Skin Perfocting
Complex
fullkomins útlits'
2.^
Colour Finith
CMOtWUOMM
omr MMtr-vr A#ntr -casaocn*
Nýr 2ja þrepa andlitsfarði Flawless Perfection - fullkomið útlit
Nýjungar frá MAX FACTOR árið 2005
Dramatisk
fjölskyldusaga sem
Isabei Allende mælir
eindregið með,
enda leikur hún á
tilfinningaskalann eins
og hann leggur sig:
„Þetta er bók sem
fyllir drauma þína
vikum saman.“
Jarnf/ha&g/túez.
HJOMIÐ EITT
Ögrandi verk: Paul missir konuna sina og
angistarfullur reynir hann að leita svara
vegna dauðdaga hennar.
Ágeng og ógleymanleg
skáldsaga.
Auglýsingadeild 510-3744
'
í"