blaðið - 07.12.2005, Page 32
32 I AFPREYING
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 blaöiö
109 SU DOKU talnaþrautir Bl»l il |S
DVD snúður
Pioneer fékk á dögunum verð-
laun fyrir frumlegasta tækið á
House Music Awards hátíðinni.
Tækið sem um ræðir er DVJ-Xi
en það blandar saman DVD
spilara og plötuspilara, þ.e.
hægt er að spila DVD diska
og „skratsa" myndina eins
og gert er með hljómplötur.
Leiðbeiningar
Su Doku þrautin snýst um að
raöa tölunum frá 1 -9 lárétt
og lóðrétt í reitina, þannig
aö hver tala komi ekki nema
einu sinni fyrir í hverri línu,
hvort sem er lárétt eða lóðrétt.
Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan
hvers níu reita fylkis. Unnt er
að leysa þrauhna út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
4 5 8 3 9
6 7
1 3
7 4
5 1 7 2
7 3
2 4
9 2
9 6 4 8 1
Lausn á siðustu þraut
8 2 7 9 1 6 4 3 5
3 9 6 4 5 8 7 2 1
5 1 4 7 2 3 8 9 6
7 8 1 6 9 2 3 5 4
6 5 9 3 4 1 2 7 8
4 3 2 8 7 5 1 6 9
9 4 5 1 3 7 6 8 2
1 6 3 2 8 9 5 4 7
2 7 8 5 6 4 9 1 3
Wikipedia
dregur
úr frelsi
Wikipedia, ókeypis alfræði-
orðabókin á netinu, hefur
minnkað frelsi notenda sinna
til að búa til nýjar greinar.
Nú þurfa menn að skrá sig
áður en ný grein er samin
en eftir sem áður geta allir
breytt og betrumbætt.
Smærri
Segway
MargirTannast víð Segway
farartækið frá Banda-
ríkjunum sem stjórnast af
því hvert stjórnandinn hallar
sér. Nú hafa Japanir betrum-
bætt tækið og gert það mun
handhægara. Barkinn er
farinn af því svo eftir stend-
ur einungis pallurinn til að
standa á og lítil fjarstýring.
Sveigjan-
legur skjár
Fyrirtækið Plastic Logic hefur
búið til stærsta sveigjanlega
skjáinn til þessa. Hann er 10
tommu stór með 100 ppi upp-
lausn og 4 grátóna. Þykkt skjás-
ins lætur jafnvel hina þynnstu
flatskjái blikna þar sem hann
er ekki nema 0,4 mm þykkur.
GSM Linsa
Fyrir tæpar 4.000 krónur er
hægt að festa kaup á linsu á
GSM símann sinn sem kemur
í veg fýrir stafrænan aðdrátt,
en hann gerir lítið gagn út frá
ljósmyndalegum sjónarmið-
um. Linsuna er hægt að festa
á flestar gerðir GSM síma og
veitir hún 2x aðdrátt. Spurn-
ing um að fara að ganga með
myndavélina á sér í staðinn.
i = $ nú til dags. Numark ætlar
að nýta sér það með því að
gefa út iPod tveggja rása mixer
fýrir plötusnúða. Snúðurinn
tengir tvo iPod í mixerinn
og stjórnar þeim með stjórn-
borðinu þar sem hann getur
hljóðblandað á alls konar vegu.
Allt frá því GSM símar urðu almannaeign hef-
ur fólk bölvað því að geta ekki hringt í lykl-
ana sína, veskið og annað smádót þegar það
er týnt. Loc8tor er lausnin.
Loc8tor er byltingarkennt tæki sem leyfir
meðaljónum að þykjast vera James Bond.
Tæknin á bakvið græjuna er í sjálfu sér sára-
einföld. Lítill sendir (á stærð við frímerki) er
geymdur með þeim hlutum sem ekki mega
týnast, hvort sem það er veski, lyklar, börn
eða gæludýr. Aðaltækið skynjar svo sendana
og hjálpar notandanum að finna þá með ein-
földu viðmóti. Það má nánast líkja þessu við
„fela hlut" fyrir einstaklinga.
Annar möguleiki er að tækið láti vita þegar
sendir fer út fyrir fyrirfram afmarkað svæði.
Þannig er til dæmis hægt að passa upp á
að gæludýr fari ekki út úr garði eða börn úr
herbergjunum sínum.
Með Loc8tor, sem kemur á markað í janúar,
er hægt að finna sendi (og það sem við þá
er fest) í allt að 150 metra fjarlægð. Hægt er
að finna allt að 24 senda með einum Loc8-
tor svo það ætti fátt að fara framhjá manni.
Tækið leiðbeinir manni þar til sendir er ein-
ungis í 2,5 sentimetra fjarlægð.
Hins vegar, ef aðaltækið týnist, þá er maður
í vondum málum.
Snilldartaktar!
, nö„nu#a9n8W>íú*K»u' ' Evrópu
VinHfS laidtbpti
* I
í ánauð
Nýjasta bók Ians Rankin um
lögreglumanninn
John Rebus.
Enn einn snilldar-
krimminn frá
Ian Rankin!
Besta bók Rankins til þessa
ogþað segir þó nokkuð!
- Observer
SKRUDDA
Eyjarslóö 9-101 Reykjavík
s. 552 8866 - www.skrudda.is