blaðið - 20.12.2005, Side 25
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005
FYRIR KARLA I 25
Að raka á sér
andlitið sómasamlega
Ragnar Harðarson, rakari, tekinn tali
Furðu margir karlmenn virðast
ekki hafa fullkomnað þá list
að raka á sér andlitið sóma-
samlega, eins og rauðskellóttir
vangar sumra þeirra bera
glöggt vitni. Ragnar Harðarson,
rakari, er hinsvegar sérfræð-
ingur í athöfninni rétt eins
og virðulegur starfstitillinn
bendir til. Hann segir að galdur-
inn að baki góðum rakstri sé að
mestu fólginn í undirbúnings-
vinnunni - og þá vegi þyngst að
hita húðina áður.
Á Rakarastofu Ragnars og
Harðar við Vesturgötu, þar sem
Ragnar stundar sína iðn, er farið
að líða að jólum - rétt eins og ann-
arsstaðar í veröldinni - og því mik-
ill erill og ásókn í stólana. Þrátt
fyrir að um rakarastofu sé að ræða
sækja flestir gestir þeirra Ragnars
og Harðar meira í hefðbundinn
hárskurð heldur en rakstur að
sögn Ragnars, en þó vill enn bera
undir að þangað inn slæðist menn
sem hafa áhuga á því að prófa að
fá „alvöru rakstur".
„Notum ekki hnífinn lengur"
„Við notum ekki hnífinn lengur,“
segir Ragnar. „Við notum Mach3
rakvél frá Gilette - þessar nútím-
agræjur eru einfaldlega betri en
hnífarnir. Það er reyndar dálítið
spurt um gamaldags rakstur, þá
læt ég menn fá heitan bakstur og
sápa þá vel - svo hef ég verið að
leyfa einum og einum að prófa
hnífinn en menn eru yfirleitt
fljótir að beiðast undan þegar
raksturinn hefst. Hann bítur ekki
nógu vel - við kunnum kannski
bara ekki að brýna hnífinn al-
mennilega lengur?
Við gefum mönnum góð ráð
og seljum þeim alvöru raksápu
og bursta. Menn eru farnir að
leita dálítið í gamla tímann með
það, enda er sápan mýkri og
virkar betur á húðina. 1 sumum
af þessum froðum og gelsápum
sem eru vinsælar eru efni sem
hraðdeyfa og mýkja húðina; það
er meiri hætta á að maður fari
illa með hana ef maður flýtir sér
of mikið. Mér sýnist menn gefa
sér meiri tíma í raksturinn nú á
dögum, hiti húðina vel upp áður,
í það minnsta. Svo er kannski tek-
inn hátíðlegur sunnudagsrakstur,“
segir Ragnar, en hér að neðan má
lesa uppskrift hans að „almenni-
legum sunnudagsrakstri“.
haukur@bladid.net
Ragnar mundar hnífinn meðan húð
viðskiptavinarins hitnar
Sunnudagsrakstur að hætti Ragnars
• Það er mjög sniðugt að hefja
raksturinn á því að bleyta hand-
klæði í mjög heitu vatni, vinda vel
og láta liggja á andlitinu í nokkra
stund.
• Næsta skref er að bleyta húðina
með volgu eða heitu vatni og sápa
inn með góðum bursta, nudda vel í
um mínútu.
• Þá hefst eiginlegur raksturinn. Þá
er um að gera að athuga vel hvernig
skeggið liggur og passa að raka
alltaf undan skeggrótinni, en ekki
á móti. Ætli menn sér að verða
spegilsléttir í framan er í lagi að
fara aðeins á móti í þriðju atrennu,
en ekki fyrr.
• Að þessu loknu er gott að setja
,splass“ af köldu vatni framan í sig,
til þess að loka húðinni. Síðan er
fínt að ljúka verkinu með því að
bera gott rakakrem, eða „afters-
have balm“ á andlitið.
Bladil/Steinar Hugi
^VÍWSTON
Lroú C&j
Action Optics
oRvi® sase
!(i-iOomisl
Ari't Hort Internafiond
patagonia
patagonia
veiöibúðin viö Lækinn
Strandgötu 49 - 220 Hafnarfjöröur
Simi 555 6226 - www.veidibudin.is
Allt fyrir veiðimanninn á einum stað