blaðið - 23.12.2005, Síða 26

blaðið - 23.12.2005, Síða 26
26 IGÆLUDÝR FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2005 1 blaðið Börn elska aýr Gefðu gœludýr i jolagjof Jólin eru sá tími sem við viljum nota til að gleðja aðra ogþá kannski sérstaklega börnin okkar enda eru jólin uppáhaldi hjá þeim. Flest börn elska dýr. Bæði hunda og ketti. Hvers vegna ekki að láta undan suðinu þessi jól og koma barn- inu á óvart með lítilli sætri kisu? í Kattholti er fullt af sætum kisum og kettlingum sem bíða eftir því að ein- hver komi og ættleiði sig. Það myndi vissulega vera í anda jólanna að gefa barninu kisu í jólagjöf. Sannkallað góðverk... svo lengi sem kötturinn er skapgóður og hress. Áður en þú lætur til skarar skríða er þó vert að kanna aðstæður vel og vandlega og spyrja sjálfa/n sig nokkurra spurninga. Meðal annars: • Kemst kisa inn og út? • Er hún heppileg sem innidýr? (Persakettir una sér til dæmis vel innan dyra á meðan norskir skógarkettir verða arfavitlausir ef þeir þurfa að húka inni). • Er einhver í fjölskyldunni með ofnæmi fyrir köttum? • Hafið þið tíma til að sinna kisu? • Má hafa dýr í húsinu? oftar en ekki í miklu Hvaða barn langar ekki til að fá gæludýr í jólagjöf? Það er ekki flókið mál að finna sætar kisur í Kattholti. • Ertu með nægilegt pláss fyrir sandkassa, klóruprik, matar- dall og þess háttar? Þegar þú hefur svarað öllum þessum spurningum og ákvörðunin hefur verið tekin er bara að drífa sig út i næstu gæludýrabúð og kaupa allt sem dýrið þarf. Þessu geturðu pakkað inn og þegar börnin opna pakkana vita þau hvað er í vændum. Svo er bara að fara eftir jólin og velja nýja fjölskyldumeðliminn. GÆLUDÝRABÚR 50% AFLÁTTUR ÖLL FUGLABÚR, HUNDABÚR, NAGDÝRABÚR, KATTABÚR OG FISKABÚR MEÐ 50% AFSLÆTTI. ALLAR AÐRAR VÖRUR MEÐ 30% AFSLÆTTI. Full búð af nýjum vörum. TOKYO gæludýravörur Hjallahraun 4 Hafnarfirði s.565-8444 20% afsláttur af Profformance hágæða hunda- og kattafóðri, í öllum verslunum F og F PROFORMANCE - dýranna vegna 25% afsláfttur af fiskabúrum (eingöngu í Bleikargróf) fulaifiikn-r Bleikargróf 15 Rvk • Hafnarstræti 17 Rvk Hfj Skólabraut 37 Akranesi • Hrannargötu 2 ísafirði Kaupangur Akureyri • Eyrarvegi 35 Selfossi IPROFormance PET PRODUCTS INC Dýrin halda líkajól Harðfiskur, hunangs- stangir og hakk í jólamatinn Það er ekki bara mannfólkið sem heldur upp á jólin heldur eru blessuð dýrin ómissandi hluti þeirra. Flestum þykir það vænt um dýrin sín að það er gert vel við þau um jólin, bæði í mat sem gjöfum. Dýrin belgja sig því út af mat, nammi og alls kyns góðgæti en skilja lítið í tilgangi né hátíð- Ieika. Enn fleiri klæða gæludýrin upp í spariföt enda um að gera að ganga alla leið í að gera jólin að hátíð fyrir dýrin líka. Kristinn Þorgrímsson, verslunar- stjóri Dýraríkisins, segir að fólk geri hiklaust vel við dýrin sín um jólin. ,Ég sé það bara á söluaukningunni hér. Til dæmis rjúka jólasokkar handa köttum og hundum hér út en í þeim er blanda af alls kyns góðgæti. Maturinn er oftast sá sami en það eru margir sem lauma blautmat út á og gefa þeim gotterí. Ég og flestir hérna kaupum alvöru bein handa hundunum okkar á jólunum." Kettir elska hakk Kristinn segir að það sé margt sem hægt er að gefa dýrunum að borða á jólunum og til dæmis fái kettir stundum rjóma. „En það þarf þá að vera kaffirjómi því það er meiri fita í honum. Ef köttur fær venjulegar mjólkurvörur þá getur það orsakað fóðurhárlos, fiskurhefur sömu áhrif. Það er ekki gott að gefa köttum fisk. Það er algengur misskilningur að kettir eigi að borða fisk en kettir eru að upplagi kjötætur. Hefurðu ein- hvern tímann séð kött í náttúrunni að veiða fisk? En það væri til dæmis tilvalið að gefa ketti hakk í jólamat- inn, þeim finnst það æðislegt “ Opna sjálf pakka með harðfiski Auk þess segir Kristinn að hamstrar og páfagaukar fái ýmislegt góðgæti um jólin. „Þeirra nammi er hun- angsstangir, hunangshúðuð korn, grænmeti og steinselja. Flestir páfa- gaukar elska steinselju. Aðalmálið er að gefa þessum dýrum nægilega fjölbreytt fæði. Ef hamstrar og páfagaukar fá grænmeti nokkrum sinnum í viku þá er verið að gera betur við þá en með því að gefa þeim bara korn.“ Samkvæmt Kristni er harðfiskur líka mjög vinsæll í jóla- pakkann handa bæði hundum og köttum. En hann tekur fram að það megi ekki gefa þeim mikið af harð- fisknum. „Það er allt gott í hófi. Það er svo gott að gefa þeim harðfisk því lyktin er svo sterk. Þegar ég var með köttinn minn þá pakkaði ég harð- fisknum inn í jólapappír og hann fann hann alltaf og reif upp.“ svanhvit@vbl.is Hafðu kisufína umjólin Fer kisa í jólaköttinn? Kisa verður að vera fín eins og hinir fjölskyldumeðlimirnir yfir jólin. Tilþess aðgera hanafína, og koma meðþví í vegfyrir að hún fari í jólaköttinn, þarf að sinna henni sérstaklega eins og hinum fjölskyldumeðlimunum. Þessi kisi hefur augljóslega verið vel baðaður og kembdur fyrir jól. Settu hreint vatn í einn bala og sápuvatn í hinn. Notaðu kattasjampó eða venju- legt barnasjampó, settu það út í baðvatnið og blandaðu vel. Láttu renna í án þess að kisa heyri. Það minnkar stressið. Hafðu vatnið volgt, alls ekki of heitt og alls ekki of kalt. Hafðu plastkönnu tilbúna, eða hentugt áhald til að ausa yfir kisu þegar hún kemur úr sápubaðinu. Settu fullt af handklæðum ná- lægt baðkerinu og hafðu þau útbreidd og tilbúin. Taktu um kisu miðja og settu hana ofan í sápubalann. Skrúbbaðu mj úklega eða þar til hún löðrar. Settu hana svo yfir í hreina vatnið og skolaðu með könnunni þar til öll sápan er farin. Taktu hana svo úr baðinu og vefðu hratt og örugglega inn i stórt handklæði. Þurrkaðu kisu mjúklega og leyfðu henni svo að fara og vera ein í friði. nýtt hálsband á aðfangadagskvöld. Góða skemmtun! Á kötturinn þinn eftir að fara i jólaköttinn? Kidsan þ(n þarf nýtt hálsband á jólunum til að fara ekki í jólaköttinn. Þau fást í ýmsum gerðum. Þegar kisa litla er orðin þurr er upplagt að kemba hana í rólegheitum á meðan þú sötrar kakó og hlustar á falleg jóla- lög eða horfir á sjón- varpið. Svo lýkur þú snyrtiferlinu með því að gefa kisu Það er einmitt upplagt að dúlla við köttinn á Þorláksmessukvöld, eftir að tréð svignar undan kúlum og pip- arkökur og negulnegldar appelsínur hanga i eldhúsgluggum og dreifa unaðslegum jólailmi um hús þín og híbýli. Til að gera kisu fína er um að gera að byrja á því að baða hana. Hér eru nokkur góð ráð:

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.