blaðið - 23.12.2005, Qupperneq 32
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2005 blaöiö
32 i
Smáauglýsingar
510-3737
Auglýsingadeild
510-3744
blaðiðiÉ
Lndur
20.000 eintök af
Vetrarborginni
Vetrarborgin eftir Arnald Indriða-
son endaði í 20.000 prentuðum
eintökum sem munu klárast brátt
hjá útgefanda en 18.000 eintök voru
send út í bókaverslanir að kvöldi
stysta dags ársins, 21. desember. Vetr-
arborgin lendir þar með í hópi mest
seldu bóka íslandssögunnar í jólaver-
tíðinni en eins og kunnugt er rauf
Kleifarvatn 20.000 eintaka múrinn í
fyrra og endaði í 22.000 prentuðum
eintökum. Menn voru á því að erfitt
yrði að feta í þau spor og áætlanir
Eddu gerðu ráð fyrir 15.000 prent-
uðum eintökum, en Vetrarborgin
náði lengra en svo og er nú ásamt
Kleifarvatni mest selda bók Arnalds.
Samkvæmt fregnum frá öðrum
útgefendum er ljóst að Vetrarborgin
er langmest selda bók ársins. Harry
Potter virðist hafa verið prent-
aður í 16.000 eintökum, ef marka
má upplýsingar af vef Bjarts.
Þær bækur sem fylgja í kjölfar
Vetrarborgarinnar hjá Eddu þetta
árið eru allar seldar í um og yfir
5.000 eintökum. Þetta eru Rokland
eftir Hallgrím Helgason, Myndin
af pabba eftir Gerði Kristnýju, Sól-
skinshestur eftir Steinunni Sigurðar-
dóttur, Fíasól í Hosiló eftir Kristínu
Helgu Gunnarsdóttur, Thorsar-
arnir eftir Guðmund Magnússon,
Súkkulaðibók Nóa-Síríus, Ég elska
þig stormur - ævisaga Hannesar
Hafstein eftir Guðjón Friðriksson,
Heimsmetabók Guiness 2006 og
Jónsbók eftir Einar Kárason.
maður missi ekki samhengi í sérkenni-
legu myndmáli, ljóðrænum lýsingum
og mikilli kaldhæðni.
Við lestur á bókinni upplifir maður
á ótrúlegan hátt leyndardóma bók-
menntanna á mörkum ævintýra og
raunveruleika." Gagnrýnandi spyr
sjálfan sig og lesendur: „Hvernig getur
nokkur skrifað svona klassískan en
þó svo póstmódernískan prósa?“
Efnisval bókarinnar segir gagnrýn-
andi vera hreinustu snilld. Sagan vísi
til Halldórs Laxness sem hafi verið
verið mjög umdeildur, tekið kaþólska
trú og aðhyllst sósíalisma í landi sem á
aðild að Nato. Bókin minni á Sjálfstætt
fólk eftir Laxness, sem á raunsæjan
hátt lýsi fátækum, en sjálfstæðum
bónda.
Aðalpersóna bókarinnar kafi djúpt
inn í listrænan hugarheim og sjái les-
andanum fyrir fimm hundruð síðum
af þjáningu og gleði frásagnarlistar-
innar. „Frásögn Hallgríms Helgasonar
líkist eldgosi í jökli, dökkar hliðar
mannshugans - bældar tilfmningar
brjótast fram sem ofbeldi. Jökullinn
bráðnar og myndar flóð sem rýfur
vegi og táveru. Hallgrímur breytir
óhræddur um sögusvið, tímasvið og
sögupersónur." f ritdómnum segir
að frásagnarlistin sé íslendingum í
blóð borin, Hrólfur klappi kindinni
og snari fram ljóði fyrir hana um leið.
fslendingar geti enn þann dag í dag
lesið íslendingasögur án vandræða
vegna þess hve málið hefur að miklu
leyti haldist óbreytt. „Hallgrfmur
hefur lesið sögu lands síns vel og í bók-
inni er sögu tuttugustu aldarinnar
gerð frábærlega góð skil. Sögumaður
kvartar yfir því að hann hafi verið uppi
á erfiðustu öldinni - öld öfganna:
Öld sem veitti okkur magafylli, en
át sálir okkar. Öld sem tæmdi kirkjur
en fyllti ísskápinn. Öld sem dýrkaði
kynlíf en fyrirleit börn. öld sem tók
Krist niður af krossinum og skipaði
honum að góla í mikrófón.
... Öld sem gat af sér Hitler en drap
Guð.
Er hægt að segja það skýrar," spyr
gagnrýnandinn Irma Stenback í lok
greinarinnar.
Sambland persónuleika og pólitikur
Einar K. Guðfinnson
EinarK.Guðfinns-
son, sjávarútvegs-
ráðherra, skrifar
á heimasíðu sína
um Hugsjónaeld,
bókina sem Sól-
veig Einarsdóttir
ritar um föður
sinnEinarOlgeirs-
son. Þess má til
gamans geta að í
bókinni er skemmtileg endursögn
Sólveigar úr minningargrein sem
móðir Einars K. Guðfinnsonar,
María K. Haraldsdóttir, skrifaði um
Einar Olgeirsson, þegar hann lagði
á ráðin og hvatti hana til þess að
ganga í Heimdall, til þess að greiða
fyrir því að hún kæmist til Banda-
ríkjanna til náms og starfa, en það
var á McCarthy tímanum.
Einar K. segir meðal annars um
bókina á heimasíðu sinni:
„Sólveigu tekst að draga upp þá
mynd af Einari sem blasti við í
mínum kolli, eftir kynnin af honum.
Við erum nefnilega frændur; María
móðir mín og hann eru systkina-
börn og hann var mikill uppáhalds-
frændi. Þess vegna heimsóttum við
alltaf þau Sigríði þegar við fórum
til Reykjavíkur og því keyptum við
alltaf Rétt, blaðið sem Einar frændi
gaf út af miklum móð. Mér var síðan
af því mikill heiður að vera treyst
fyrir brjóstmynd af Einari sem
Alþingi á. Brjóstmyndinni var
komið fyrir á skrifstofu minni á
Alþingi og er nú á skrifstofu Hall-
dórs Blöndal. Þar fer örugglega vel
um hann enda Lárus faðir Halldórs
einn af stofnendum Kommúnista-
flokksins ásamt Einari og kemur við
sögu í bók Sólveigar (eins og raunar
Halldór)
Einar var hlýr maður og fátt þótti
mér jafn gaman á unglingsárunum
og síðar og að sitja með honum og
hlýða á frásagnir hans. Hjá Einari
bar Nýsköpunarstjórnin hátt og
augljóst að þar urðu til og styrktust
bönd vináttu sem héldu æ síðan.
Ég held að pólitískur styrkur
Einars hafi á margan
hátt skýrst af
karakternum. Því
þó að hann væri
harðskeyttur á víg-
vellinum, þá hafði
hann til að bera
eðliskosti sem
sneru í aðra
átt. Hann naut
þess mjög að
kenna. Sagan var
honum ástríða.
Hann var róm-
antískur (sem
Sólveig segir
raunar vel frá,
með því að gefa
okkur lesendum til kynna hugsan-
legar gamlar ástir hans) sbr. líka
dálæti hans á Jónasi Hallgrímssyni
og málverk af honum eftir Kjarval
prýddi besta stað heimilisins. Og
honum var líka í blóð borin og eðlis-
læg umhyggjusemi. Praktíkin í pól-
itík hans, sem bar hinar marxísku
kreddur ofurliði oft á tíðum hygg ég
einnig að skýra megi með
persónuleika hans.
Þegar maður les
síðan umfjöllun af
Einari að starfi í hinni
sósíalísku hreyfingu,
þá birtist glöggt þessi
sérkennilega blanda.
Annars vegar myndin af
hinum harðskey tta sósíal-
ista með marxískar rætur
ogsíðanpersónuleikanum
semvið kunnum svo vel að
metá, sem vorum þeir lukk-
unnaf pamfílar að kynnast
honum vel og þykja vænt
um hann. Kannski var það
einmitt þetta einstæða sam-
bland persónuleikans og pólitíkur-
innar, sem gerir myndina af Einari
Olgeirssyni svo skýra sem raun ber
vitni um í sögulegu ljósi og kallar
jafnframt fram væntumþykjuna."
Arnaldur Indriðaon.
Söluhæstur um þessi jól.
Höfundur íslands eftir Hallgrím Helgason komin út í Finnlandi:
„Leitun að jafn litrikri frásagnarlist,n
segir stœrsta dagblað Finnlands
Finnskir fjölmiðlar lofa mjög Höf-
und íslands eftir Hallgrím Helga-
son en bókin kom út í Finnlandi
fyrir nokkrum dögum í þýðingu
Juha Peura. Stærsta dagblað lands-
ins, Helsingin Sanomat, birti í
vikunni dóm um verkið og segir að
leitun sé að jafn litríkri frásagnar-
list og birtist í þessari skáldsögu.
I ritdómnum segir að saga Hall-
gríms sé fullkomlega sjálfstætt verk
þótt sumir kollega hans sigli á lík mið.
„Ferðalag aðalsöguhetjunnar um lönd
bókmenntanna er ævintýri líkast og
þýðing Juha Peura frábær. Á köflum
verður að staldra við lesturinn svo
\ \ 7?
Ómissandi
fyrir allt
áhugafólk
um knatt-
/7* 'T'—^
spyrnu
Eldrí bœkur
á rílboöijí^'-..
Leiðbeiningar
Su Doku þrautin snýst um að
raða tölunum írá 1-9 lárétt
og lóðrétt í reitina, þannig
að hver tala komi ekki nema
einu sinni fyrir í hverri línu,
hvort sem er lárétt eða lóðrétt.
Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan
hvers níu reita fylkis. Unnt er
að leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem uþþ eru gefnar.
1
5 8 4 9
6 4 3
1 7 8 9
3 5 9 7
9 2 6 3
4 9 2
5 6 3 8
8
Lausn á siðustu þraut
4 9 2 3 8 7 5 6 1
8 7 1 5 2 6 4 9 3
3 6 5 9 1 4 8 2 7
2 4 7 6 5 3 9 1 8
5 1 6 8 9 2 7 3 4
9 3 8 4 7 1 2 5 6
1 8 3 2 4 9 6 7 5
7 2 4 1 6 5 3 8 9
6 5 9 7 3 8 1 4 2
109 SU DOKU talnaþrautir