blaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 16
16 I ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2006 blaöiö Skjálfti fer um þingheim Spillingarmál hagsmunavarðarins Jack Abramoffs teygir anga sína inn í raðir þingmanna á Bandaríkjaþingi. Abramoffmun vœntanlega Ijóstra upp um þáttfjölda þingmanna og annarra áhrifamanna í málinu samkvœmt samkomulagi sem lögmenn hans náðu við saksóknara. Þingmenn repúblikana og demókrata eru viðriðnir málið. Jack Abramoff, einn áhrifamesti hagsmunavörður (lobbýisti) í banda- rískum stjórnmálum, gekkst við afbrotum sínum þegar mál hans var tekið fyrir af alríkisdómstóli í Washington á þriðjudag. Abramoff hefur lýst yfir sekt sinni af ákærum um fjársvik, spillingu og skattsvik. Abramoff hefur tengsl við háttsetta félaga í Repúblikanaflokknum en einnig munu einhverjir þingmenn demókrata vera flæktir í málið. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa reynt að hafa áhrif á FRÉTTA- SKÝRING EINARÖRN JÓNSSON stjórnmálamenn með því að gera vel við þá á ýmsan hátt, boðið þeim til útlanda og á íþróttakappleiki auk þess að bera á þá fé. Stofnun sem heldur skrá yfir fram- lög í kosningasjóði segir að Abram- off hafi veitt rúmlega 4,4 milljónum Bandaríkjadala til kosninganefnda og frambjóðenda síðan 1999. Meiri- hluti fjárins kom frá umbjóðendum Abramoffs en einnig frá honum sjálfum og fljótandi spilavíti sem var í eigu hans. Skjálfti hefur farið um Banda- ríkjaþing síðan ljóst var að Abram- off myndi vera samvinnuþýður við rannsókn málsins enda margir þing- menn sem tengjast því með einum eða öðrum hætti. Justin Webb, fréttaritari breska ríkisútvarpsins í Washington, segir að málið sé sem tifandi tímasprengja í báðum deildum Bandaríkjaþings. George Bush, Bandaríkjaforseti, hefur gefið 6.000 dali sem Abramoff gaf í kosningasjóð hans til góðgerða- mála. Það er reyndar ekki nema lítill hluti þess fjár sem Abramoff aflaði en alls runnu um 100.000 dalir frá honum í sjóðinn. Ennfremur hefur J. Dennis Hastert, forseti fulltrúadeild- arinnar, lýst því yfir að hann myndi gefa til góðgerðarmála nærri 70.000 dali sem Abramoff hafði gefið í kosningasjóð hans. Hann bættist þar með í ört stækkandi hóp þing- manna sem hafa endursent eða gefið til góðgerðarmála fé sem þeir fengu frá Abramoff. „Forsetinn telur að þó að þessi framlög hafi verið lögleg sé tilhlýðilegt að gefa peningana til góðgerðarmála," sagði talsmaður Hastert. Kemur sér illa fyrirTom DeLay Meðal þeirra sem hafa látið fé frá Abramoff renna til góðgerðamála er Tom DeLay, fyrrum leiðtogi repú- blikana á þingi, sem eitt sinn var einn nánasti bandamaður Abram- offs. Málið þykir koma DeLay afar illa en hann var sakfelldur fyrir pen- ingaþvætti í öðru máli sem tengd- ist fjármögnun kosningabaráttu í fyrra. Hann er nú að reyna að ná Mál Abramoffs mun hugsanlega koma í veg fyrir að þingmaðurinn Tom DeLay endurheimti stöðu sína sem leiðtogi repú- blikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. aftur stöðu sinni sem leiðtogi full- trúadeildarinnar en mál Abramoffs setur strik í reikninginn. Samvinna Abramoffs við rann- sóknina mun virka honum til refsi- lækkunar en hægt er að dæma menn til allt að tíu ára fangelsis fyrir mál af þessu tagi. Rannsókn málsins hefur staðið í um tvö ár og teygir anga sína víða. Þó að aðeins hafi nafn eins þingmanns komið fram í dóm- skjölum á þriðjudag eru á annan tug þingmanna, aðstoðarmanna þeirra og hagsmunavarða Repúblikana- flokksins taldir vera viðriðnir málið. Nú þegar játning Abramoffs liggur fyrir má búast við því að hann beri vitni gegn fyrrum viðskiptafélögum sínum og háttsettum stjórnmála- mönnum, þar á meðal þingmann- inum Tom DeLay. Þingmenn demókrata einnig viðriðnir málið Þó að Abramoff hafi fyrst og fremst verið í góðum tengslum við þing- menn Repúblikanaflokksins nutu einnig nokkrir félagar demókrata gjafmildi hans. Aðstoðarmaður ónefnds þingmanns demókrata sagði í viðtali við New York Times að um væri að ræða menn sem ættu langan stjórnmálaferil að baki sem hafi tekið við framlögum sem hafi með óbeinum hætti komið frá Abr- amoff. „Nú eru þeir gripnir skelf- ingu. Von þeirra er sú að rannsóknin muni draga misgerðirnar fram í dagsljósið án þess að saklaust fólk beri skaða af,“ sagði heimildarmað- urinn sem ekki vildi láta nafns síns getið til að koma ekki óorði á yfir- mann sinn. Sumir demókratar telja að þeir geti notað málið sér til fram- dráttar þar sem þeir hyggjast leggja áherslu á spillingarmál Repúblik- anaflokksins í komandi kosninga- baráttu. Repúblikanar reyna á hinn bóginn að draga úr skaðanum með því að benda á að hneykslið snerti þingmenn úr báðum flokkum. ■ FJARNÁM Nemandi sem tekur próf í því sem hann velur, fær kennslugjaldið endurgreitt að fullu. Allar nánari upplýsingar á www.verslo.is 3ÍPO O Afangar i boði eru í samræmi við námsskrá Menntamálaráðuneytis fyrirframhaldsskóla. VERZLUNARSKOLlf ÍSLANDS O Nemendur geta m.a. tekið verslunarpróf í fjarnámi O 90 áfangar í boði Innritun 4. til 17. janúar Öflugt og ódýrt fjarném ÞIJTnam AÞINUM J\ HRAÐA

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.