blaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 14
14 I ÁLIT LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2006 blaðið ........... Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. MENNT ER MATTUR, EF RÉTT ER Á HALDIÐ. Stefna, eða öllu heldur stefnuleysi, stjórnvalda varðandi háskólamenntun er háskaleg í margvíslegum skilningi. Og í raun er skilningsleysi á mikil- vægi menntunar með ólíkindum, eins og sorgleg framganga mennta- málaráðherra síðastliðin tvö ár ber glöggt vitni. Hugmyndir eða miklu heldur hugmyndaleysi stjórnvalda um upp- byggingu háskóla og háskólamenntunar er snöggur blettur á ríkisstjórn- inni. Það sem heyrst hefur af frumvarpi því sem menntamálaráðherran boðar að lagt verði fram á komandi vorþingi um háskóla gefur til kynna að lítilla úrbóta sé að vænta í þessum málaflokki. Það ríkir algjört stefnuleysi í málefnum háskólanna hvort heldur litið er til fjármögnunar þeirra, gæðaeftilits með háskólamenntun eða fram- tíðarstefnumörkun á því sviði. Dettur einhverjum í hug í fullri alvöru að 300.000 manna þjóð standi undir rekstri tíu háskóla eða einhvers sem stundum er kallað menntun á háskólastigi án frekari skilgreiningu á því orði ? Svarið er auðvitað nei. Þróun háskólamenntunar hér á landi nú um stundir er líkust farsa leiknum undir formerkjum frjálshyggjunnar, frelsisins og samkeppn- innar. Raunveruleg samkeppni hérlendra háskóla er að sjálfsögðu við erlenda háskóla. Til að mæta henni er aðeins ein leið. Tryggja þarf að Háskóli íslands verði ávallt á heimsmælikvarða. Veruleikinn er hins vegar sá að stjórnvöld leggja nánast fæð á Háskóla íslands. Framlög ríkisins til hans vekja athygli um alla Evrópu fyrir hve snautlega lág þau eru. Auk þess er framlag til háskólamenntunar hér á landi hið lægsta í Evrópu. Bara háskólinn í Króatíu býr við lægri framlög en Háskóli íslands svo dæmi sé tekið. ÞessistefnanúverandiogfyrrverandimenntamálaráðherraSjálfstæðis- flokksins grefur undan íslensku samfélagi til lengri tíma litið. Hér er menntunarstig eitt það lægsta í Evrópu, yfir 40% þátttakenda á vinnu- markaði eru án lengri skólagöngu en grunnskólaprófs auk þess sem þjóðin er sú yngsta í álfunni. Því ættu framlög okkar til háskólanna að vera mun hærri en meðaltalið. Þarna hefur menntastefna ríkisstjórnar- innar brugðist. Stjórnvöld þurfa að byrja á því að viðurkenna, að það er einn háskóli í landinu sem stendur undir því nafni, Háskóli fslands. Háskóli íslands er rannsóknarháskóli sem uppfyllir þau skilyrði sem til slíkra skóla eru gerð. Út frá þeirri staðreynd á að vinna nýja sýn fyrir íslenska háskóla og framhaldmenntun almennt; sýn þar sem dekrið við ímyndaða sam- keppni einkaháskóla við Háskóla fslands er látið lönd og leið. Samkeppni við Háskóla Islands kemur að utan frá erlendum háskólum. Þetta dekur kemur skýrt fram í því að einkaháskólarnir fá heimild til að innheimta há skólagjöld af nemendum sínum ofan á framlögin frá ríkinu. Heimild, sem ríkisháskólarnir hafa ekki, en fá hins vegar sömu framlög og einka- reknu háskólarnir. Þessu hefur ráðherra menntamála heykst á að breyta þrátt fyrir að boða það á meðal sinna helstu verka fyrir réttum tveimur árum þegar hún tók brosandi við lyklunum að ráðuneyti menntamála í landinu. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: fslandspóstur. Vinstri græn villa innan Samfylkingar Það er orðið býsna einkennilegt ástand innan Samfylkingar þegar Vinstri-grænir geta valsað þar inn og skellt sér í prófkjör fyrir borgar- stjórnarkosningarnar, eins og Björk Vilhelmsdóttir gerði á dögunum. Vissulega sagði hún sig úr Vinstri- grænum en lýsti um leið yfir að hún aðhylltist enn skoðanir síns gamla flokks. Hvers konar flokkur er Samfylkingin orðin þegar hún tekur fagnandi á móti svekktum töpurum annarra flokka? Nær væri að taka með húrrahrópum við þeim sem viðurkenna að hafa villst af pólitískri leið en loks fundið hinn rétta veg jafnaðarstefnunnar í faðmi Samfylkingar. Ég varð nú ekki vör við að Björk mætti sem jafnaðar- maður til þessa prófkjörs. Hún er vinstri-græn í hjarta sínu og verður vitaskuld að eiga það við samvisku sína. Mest minnir innkoma hennar á nýkeyptan leikmann sem stendur í KR-búningi í viðtali og segist enn vera Valsari. Furðulegir valkostir Ég botna satt að segja ekkert í því hvernig ég, sem hægri krati, á að geta kosið vinstri-grænan liðsmann í prófkjöri Samfylkingar. Auðvitað mun ég ekki gera það en mér finnst gróf móðgun að bjóða mér upp á þann valkost. Veit Samfylkingin ekki lengur fyrir hvað hún stendur? Eða er það kannski bara þannig, eins og mig hefur lengi grunað, að kommarnir séu búnir að hreiðra þarna um sig og taki nú fagnandi á móti félögum sínum? Ekki skil ég heldur hvaða sess svo- kallaðir „óháðir" hafa skyndilega öðl- ast innan Samfylkingar. Ekki verður annað skilið en að mannval innan Samfylkingar sé af svo skornum skammti að nauðsynlegt sé að leita ljósum logum utan flokksins að hæfu fólki til að fylla framboðslist- ann. Þannig dúkkaði skyndilega upp Dagur nokkur Eggertsson sem virtist hafa átt í mesta basli með að staðsetja sig í pólitík þar til hann Kolbrún Bergþórsdóttir fékk skyndilega þá flugu í höfuðið að verða borgarstjóri. Þá varð hann skyndilega æstur Samfylkingar- maður. Einhver mundi nú kalla þetta dæmigerða hentistefnu. Og hvað ætlar þetta fólk svo að gera nái það kjöri? Það talar eins og það þrái ekkert fremur en að endurlífga Reykjavíkurlistann. Ekki verður séð að það sé göfugt markmið sem verði borgarbúum til gæfu. Reykjavíkur- listinn var orðinn vonlaust valda- batterí þar sem hver höndin var upp á móti annarri. Ég veit ekki betur en að borgarbúar hafi almennt glaðst vegna falls listans, meira að segja þeir sem í upphafi voru hörðustu stuðningsmenn hans. Þrír kostir Nú situr Samfylkingin uppi með þrjá einstaklinga sem sækjast eftir forystusæti. Fyrir ekki ýkja löngu voru þeir tveir. Þá auglýsti ég eftir þriðja manninum. Stundum er sagt að maður eigi ekki að óska sér því ósk manns gæti ræst. Ég fékk þriðja manninn en hann var öðruvísi en ég vildi hafa hann. Ég veit ekki hvað gerist þegar kemur að prófkjörsdegi. Sennilega mun ég fórna höndum og skríða undir sæng og vera þar allan þann dag. Ég sé enga góða lausn í þessu vali. Þegar Stefán Jón Hafstein er orðinn besti kostur í stöðinni þá er fokið í flest skjól. Það má þó segja Stefáni til hróss að hann hefur skoð- anir og kemur þeim fram á bein- skeyttan hátt. Oft fer hann fram úr sjálfum sér og hann á til gríðarlegan hroka, en það má svo sem segja um fleiri. Alla vega er einhver karaker þarna á ferð. Þessi orð ber þó ekki að taka sem stuðningsyfirlýsingu. Ég er nefnilega alls ekki viss um að ég eigi lengur nokkra samleið með Samfylkingunni í borginni. Höfundur er blaðamaður Klippt & skorið klipptogskorid@vbl.is Pað hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að sveitarstjórnar- kosningar munu fara fram á árinu. Stjórnmálaflokkarnir eru komnir ( kosninga- ham og sama má segja um fjölmarga sveitar- stjórnarmenn. Undirbúningur kosninganna er hins vegar örlítið frábrugðinn því sem áður var. Munurinn liggur í því að þungaviktamenn í stjórnmálum eru farnir að flytja sig milli flokka til að eiga frekari möguleika á góðri útkomu ( kosningum. Stutt er síðan Björk Vilhelmsdóttir yfirgaf VG og gekk til liðs við Samfylkingna. Hún neytar þv( staðfastlega að aukinn möguleiki um áframhaldandi setu í borgarstjórn hafi eitthvað með flutning hennar að gera - en varla hefur staða Samfylk- ingar (borginni spillt fyrir. Klippari bendir til að mynda á að enginn flótti er yfir (Framsóknar- flokkinn fyrir kosningar. Enn þaðeru ekkibaraein- staklingar sem eru að leita að bestu stöðunum til framboðs, heldur eru stjórn- málaflokkarnir í óðaönn að setja saman lista sem þeir telja vænlegasta til ár- angurs. Undanfarið hefur mikið verið rætt um fyrirhugað framboð Eyþórs Arnalds í bæjar- stjórnarkosningum ( Árborg. Tilraunir Eyþórs til að komst inn í borgarstjórn Reykjavíkjur skiluðu ekki miklum árangri, en greinilegt er að fjölmargir sjálfstæðismenn í Árborg telja hann eigi betri möguleika þar. Einhverjir hafa bent á að með því geti Eyþór náð að stimpla sig inn í flokkinn og treyst stöðu sína. Aðrir hafa hins vegar bent á að slíkt sé frekar eins og flótti - þegar honum hafi ekki verið treyst fyrir sæti í borgarstjórn finni hann sér þá bara minni stól, sem frekar passar. En þrátt fyrir að menn og flokkar kapp- kosti nú við að undirbúa framboð stendur einn maður utan alls þessa. Það er sjálfurÁrni Johnsen sem í vikunni vildi ekkert gefa upp um pólitísk áform sín á næstu árum. Hann hefur hins vegar aldrei útilokað að hann munu aftur gefa kost á sér í alþingiskosningum á ný. Hins vegar gæti verið klókt af Árna að koma sér vel fyrir ( þægilegum bæjarstjórastól í svo sem fjögur ár áður en hann reynir á ný við alþingisstólinn. Minni íslenskra kjósenda nær ekki langt aftur, en það er þó ekki svo slæmt að mál Árna sé búið að yfirgefa langtímaminni þeirra. Klipp- ari vill hins vegar benda honum á að íhuga framboð f sveitarfélagi þar sem engin BYK0 verslun er.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.