blaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 25
blaðið LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2006 VIÐTALI 25 þjóðinni í maí,” segi Þorgrímur, en auk þess gefur hann unglingum góð ráð varð- andi lífið og tilveruna. „Ég er í rauninni sjálfstætt starf- andi fyrirlesari, blaðamaður, rit- höfundur og í þessari nefnd. Ég heimsæki 8.bekk í Hafnarfirði og Garðabæ þar sem ég kenni krökk- unum ýmislegt varðandi lífið sjálft og hvernig þau geta sett sér mark- mið. Mikill tími fer svo í að skoða og rannsaka hvað hægt sé að gera í heilsufarsmálunum.” - Er breytt mataræði íslendinga stærsta heilsufarsógn sem við blasir? „Þettaersamblandafslæmumatar- æði og hreyfingarleysi. Það þarf að setja aðgerðir í gang sem bæta munu heilbrigði þjóðarinnar og það er auðvitað í höndum ráðamanna þjóðarinnar að veita fjármagn til þess. Við stöndum ekki nógu vel að vígi og þurfum að grípa í taumana sem fyrst.” - Hver er orsökin á bak við offitu og slæmt heilsufar landans? „Það er tvímælalaust meiri hraði í þjóðfélaginu, aukið sjónvarpsgláp, bílanotkun og annað þvíumlíkt, auk þess sem hvatning til hreyf- ingar er ekki nægjanleg. Börn í dag eru miklu heldur innbörn en úti- börn og allt hefur það áhrif,” segir Þorgrímur en hann hefur á taktein- unum hin ýmsu ráð fólki til handa. „Við erum ólík og fólk hefur mis- jafnar þarfir. Allir þurfa að finna sinn takt hvað varðar hreyfingu og mataræði. Fyrir mig persónulega er það til dæmis líkamsræktin sem hreinsar hausinn, miklu frekar en að stæla líkamann sérstaklega. Með hreyfingu fáum við útrás og losum okkur við áhyggjur og annað. Ég set mér ákveðna reglu, en hún er sú að borða mig aldrei nema 70% saddan. Eins er mikilvægt að borða alltaf litla skammta og sniðganga allan mat eftir klukkan átta á kvöldin. Ég þekki til dæmis einn sem missti 18 kíló á einu ári, bara með því að sleppa sykruðum gosdrykkjum eftir kvöldmatinn.” - Margir taka upp á því að leggja í hina ýmsu skyndikúra. Er það nægj- anleg lausn þegar til lengri tíma er litið? „Nei, þessir kúrar eru yfirleitt ekki að virka sem skyldi. Þegar fólk er komið í óefni vill það skjótar úr- lausnir og þess vegna grípur það til þeirra. Svo brestur þetta allt saman og fólk nennir ekki meiru,” segir hann en bætir við að þetta sé svipað og með reykingar og aðra fíkn. „Það tekur 21 dag að breyta slæmum venjum. Þetta er erfitt á meðan á því stendur en fólk kemst yfir það, rétt eins og með fólk sem hættir að reykja,” segir Þorgrímur og hvetur fólk að lokum til þess að hugsa sinn gang sem fyrst. „Ég segi fólki bara að standa fyrir framan spegilinn í eina mínútu og velta fyrir sér hvaða leið það er að fara og hvort það sé sátt. Einstaklingarnir bera ábyrgð á þessu sjálfir og geta engar afsakanir notað.” halldora@bladid. net SONY Framtíðin er NUNA -vertumeð! ; • ii 4 , * f't iW - X Heildarpakkinn! 28.325 kr. Ustaverð 389.900 krónur KLVS40A10 SONY 40"LCD S3ÓNVARP • 40" LCD sjónvarp • 1366 x 768 pixel upplausn • High Definition ready • HDMI tengi, PC tengi • Component tengi • 2x Scart Verð áður 319.950 krónur HD ready ! ‘5 V.-ICA ^asasii|j m mm | : . : I DAVD2500F SONY HEIMABlÓ M/DVD slilll w. Wimmm mm • S-Master Digitai Magnari ■ 1000 Wött (5x143W +285W) • Útvarp FM/AM RDS • Fjölkerfa • Spilar VCD/S-VCD/MP3/3PEG/Divx • Dolby Digital, DTS og PLII • Pal Progressive Scan • Fjarstýring Verð áður 69.950 krónur RDRHX510S SONY DVD UPPTÖKUTÆKI 80GB • Innbyggður harður diskur (80GB) •Tekur upp á DVD-R/DVD+R/DVD-RW og DVD+RW •Timeslip • Precision Cinema Progressive • Dolby Digital DTS ■2 scarttengi RGB/Component/S-VHS • Fjarstýring • Simultaneous Record and Play • Pause Live TV Verð 59.950 krónur 4.996 krónur á mánuði* RDRHX710S SONY DVD UPPTÖKUTÆKI160GB • Innbyggður harður diskur (160GB) •Tekur upp á DVD-R/DVD+R/DVD-RW og DVD+RW •Timeslip • Precision Cinema Progressive • Dolby Digital DTS •2 scarttengi RGB/Component/S-VHS • Fjarstýring • Simultaneous Record and Play • Pause Live TV Verð 79.950 krónur 6.663 krónur á mánuði* RDR-HX1010 SONY DVD UPPTÖKUTÆKI 400GB • Allt að 600 klukkustundir í upptöku • Tekur upp á DVD-R/DVD+R/DVD-RW og DVD+RW ■Timeslip •720p (HDTV) • 1080Í (HDTV) • HDMI tengi • Block Noise Reduction • Mosquito Noise Reduction • Precision Cinema Progressive • Dolby Digital DTS • 2 scarttengi RGB/Component/S-VHS • Fjarstýring • Simultaneous Record and Play • Pause Live T Verð 129.950 krónur 10.829 krónur á mánuði* ... iU . Sony Center Kringlunni ||K©.nO.OTn©r 588-7669/588-SONY www.sonycenter.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.