blaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 21

blaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 21
blaðið LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2006 VIÐTALI 21 og þá hætti hún að stara. I dag stendur mér nákvæmlega á sama um það hvað fólki finnst um mig. Auðvitað getur verið þreytandi að einhverju fólki skuli finnast að ég eigi að vera eins og 18 ára fegurðardrottning það sem ég á eftir ólifað. Svo ætlast margir til að ég sé alltaf óaðfinnanlega klædd. Eg er það bara ekki. Ég er ekki sú týpa. Fólk verður þá að verða fyrir vonbrigðum ef það sér mig eins og ég er dags daglega." Þú ert heldur ekki tágrönn eins og krafist er affegurðardrottningum. „Eg hef aldrei verið tágrönn. Þegar ég fór í fegurðarsamkeppnir þurfti ég að fara í stranga megrunarkúra. Ég rek fyrirtæki sem sérhæfir sig í heilsurækt og vil auðvitað vera hraust en það er ekki samasem- merki milli þess að vera þvengmjór og þess að vera hraustur. Ég nenni ekki að velta þvi fyrir mér hvort ég sé of feit eða hvort ég eigi að ganga í háhæluðum skóm fremur en strigaskónum sem mér finnst best að vera í. Ég nenni ekki að klæða mig fyrir fólk sem glápir á mig og ætlast til að ég sé fegurðardrottn- ing. Ég gerði það kannski hérna áður fyrr en hef ekki þörf fyrir það í dag.“ Hvernig veistu hverjir eru vinir þínir og hverjir eru bara að vingast viðfegurðardrottningu? „Eg lenti í raunum og komst þannig að því hverjir voru sannir vinir. Það er nokkuð sem er mjög gott að vita.“ Var tímabil þegar þú vissir þetta ekki? „Ég hef sennilega treyst of mörgum í gegnum tíðina og haldið að þeir sem voru kunningjar væru vinir. Ég held að ég hafi tilhneig- ingu til að vera hrekklaus þegar fólk er annars vegar.“ „Ég er ekki rétta manneskjan til að ræða ástina. Ég hef nú ekki verið það heppin í ástarmálum. Ég er ekki að leita að manni. Þegar ég hef verið að leita þá hef ég fundið svo miklar vitleysur en vonandi hef ég lært af þeim. Ef mér er ætlað að kynnast einhverjum þá gerist það þegar það á að gerast. Þess vegna má það gerast eftir áratug. En það er yndisleg tilfinning að vera ást- fangin. Sú tilfinning hefur reyndar aldrei varað lengi hjá mér. Það er mitt stærsta vandamál í ástar- málum hvað ég verð fljótt leið á mönnunum. Sennilega af því að þessi sambönd voru flest bara smáskot. Ég er búin að búa meira og minna ein í rúm tíu ár og kann ákaflega vel við það. Þá er ekkert auðvelt að fara að búa með ein- hverjum eða fyrir einhvern að búa með mér því ég er með allt mitt í föstum skorðum og þá verða mála- miðlanir erfiðari.“ Jafnlynd og ákveðin Nú eru fegurðarsamkeppnir mikill þyrnir í augum femínista. Ert þú femínisti? „ Auðvitað styð ég réttindi kvenna. Ég er sterk kona og stofnaði fyrir- tæki fyrir konur. Mér leiðist orðið femínisti og femínistar hafa komið fram og sagt hluti sem mér þykja beinlínis kjánalegir, eins og til dæmis að ekki mætti senda Unni Birnu skeyti þegar hún varð al- heimsfegurðardrottning. Þá var verið að eyða orku og tíma í fárán- legan málflutning. Femínistar ættu að einbeita sér að mikilvægari málum.“ Voru það mistök hjá þér að fara í fegurðarsamkeppni „Nei, það voru ekki mistök. Ég fékk að ferðast um allan heim og 19 ára hafði ég heimsótt tæplega 40 lönd. Það voru ekki mistök. Átján árum síðar er fólk reyndar að ætl- ast til að ég líti út eins og 18 ára feg- urðardrottning. Það er ekkert sem ég get gert við því.“ Hvaða viðhorf hefurðu varðandi pólitík? „Ég er ekki pólitísk. Einhvern tíma var ég orðuð við Framsóknar- flokkinn sem stafar af því að ég á ættir að rekja til framsóknar- manna. Ég er meira fyrir menn og málefni en flokka og á mína uppá- haldsstjórnmálamenn, sem eru allt menn sem ég hef kynnst persónu- lega og finnst mikið til koma. Jón Baldvin er frábær og sömuleiðis Guðni Ágústsson. Við Halldór Ásgrímsson ferðuðumst saman þegar ég var Miss World en þá var hann sjávarútvegsráðherra. Ég hef dálæti á öllum þessum mönnum og sömuleiðis Össuri Skarphéðinssyni.“ Hvernigskap hefurðu? „Ég er jafnlynd en ákveðin og missi ekki stjórn á skapi mínu. Ég er geðgóð. Þegar ég horfði á Sjálf- stætt fólk þar sem ég var í þætti hjá Jóni Ársæli þá tók ég eftir því að ég hló mjög mikið. Ég hafði ekki vitað af því áður að ég væri hláturmild. Ég held að ég hlæi meira í dag en ég hef nokkurn tíma gert áður. Það er af því að mér líður vel. Ef ég ætti að finna orð til að lýsa karakter mínum þá er eitt orð sem hefur alltaf fylgt mér frá því ég var lítil. Það er orðið „góð.“ Þegar fólk hefur verið beðið um að lýsa mér hefur það sagt að ég sé góð manneskja. Ég er alveg sátt við þá lýsingu.“ kolbrun@bladid.net 6t>% Óendanleg ást / ævisögu þinni sem kom út fyrir nokkrum árum lýstirðu baráttu þinni við alkohólisma. Þú áttir mjög slœmar stundir en heldurðu að þær hafi þroskað þig? „I dag lít ég svo á að það sé kostur að hafa lent í því sem ég lenti í en meðan ég var að ganga í gegnum það var það sárt. Ég hef kynnst því að lífið er ekki alltaf dans á rósum en ég hef líka kynnst því hvað lífið getur verið dásamlegt og núna er ég að upplifa þessa óendanlegu ást sem ég ber til dóttur minnar. Ég hefði ekki það viðhorf til lifsins sem ég hef í dag nema vegna þess sem ég gekk í gegnum.“ Hvernig var dæmigerður dagur á þessum erfiða tíma? „Veistu, ég hef oft verið spurð að þessu en mig langar ekki til að tala um það. Það er svo mikil birta í lífi mínu í dag að ég hef ekki lengur þörf fyrir að tala um þennan tíma. Maður á að læra af því liðna en ekki velta sér upp úr því.“ Á hvað trúirðu? „Ég trúi á æðri mátt. Það er einn Guð en við köllum hann mismun- andi nöfnum. Á erfiðleikatíma á ævi minni missti ég vonina og um leið glataði ég trúnni. Svo lærði ég að finna fyrir þessum mætti aftur. Ég minni mig á hann á hverjum degi. Þegar ég eignaðist Isabellu sagði ég við sjálfa mig: Þetta sannar fyrir mér að Guð er til. Ég leita mjög mikið í bænina og reyni að tileinka mér auðmýkt. Áður fyrr var ég að reyna að stjórna lífinu og vildi ráða því í hvaða átt það færi en ég fékk engu um það ráðið. Þá ákvað ég að sleppa tak- inu og láta líf mitt í hendur Guði og sagði við hann: Gjörðu svo vel. Gerðu það sem þú vilt við mig og mitt líf. Ég sofna út frá þessu á kvöldin og líður miklu betur en áður.“ Trúirðu á ástina? Opið alla virka daga 10 - 18, laugardaga 11-16 Nýjar vörur ný vefsíða www.verona.is Húsooomn FÁSTEINHIG I HÚSOAONAVAL. HÖFN S: 47« 2SS9 Bœjarlind 6 - 200 Kóp. S: 554-7800

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.