blaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2006 blaftió Ekkja eins námaverkamannsins sem lést í námuslysinu í Virginíu. Námuslysið í Virginíu: Dóu með reisn Ariel Sharon: Berst fyrir lífi sínu Palestínskir mótmælendur brenna mynd af Ariel Sharon í bænum Bilin viö Vesturbakk- ann f gær. Bréf eins námuverkamannsins sem lét lífið í námaslysinu í Virgíníu fyrr í vikunni hefur vakið mikla athygli. Maðurinn, sem hét Martin Toler Jr„ sat og skrifaði skilaboð til fjölskyldu sinnar með „óskýrum stöfum“meðan lífið fjaraði út vegna súrefnisskorts. 1 bréfinu bað Martin fyrir kveðju til ástvina sinn en orð- rétt stóð í bréfinu: „Þetta var ekki slæmt. Ég fór bara að sofa. Ég elska ykkur”. Frændi mannsins, Randy Tolver, tjáði sig um bréfið í gær. Hann sagði það skoðun sína að með bréfinu hafi Marin viljað róa ættingja sína og sýna fram á að hann hafi ekki kval- ist í dauðastríði sínu. „Ég held að Guð hafi veitt honum frið undir lokin”, sagði Randy ennfremur. Berstfyrirlífisínu Bréfið var opinberað sama dag og Randal McCloy, sá eini sem lifði dvölina i námunni af, gekkst undir meðferð þar sem þess var freistað að vekja hann af dái sem hann liggur í. Læknar óttast að hann hafi hlotið miklar heilaskemmdir af því að sitja í 42 klukkustundir í menguninni og súrefnisskortinum í Sago námunni. Læknum tókst í gær að stoppa heilablæðingu hjá Ariel Sharon í neyðaraðgerð sem framkvæmd var af læknum í Israel. Ástand Sharons er ennþá talið mjög alvarlegt, en þrír dagar eru nú frá þvi að hann fékk mikla heilablæðingu. „Við aðgerðina náðum við að stöðva alla blæðingu” sagði Mor-Yo- sef, yfirmaður spítalans þar sem Sharon dvelur nú eftir að fimm tíma langri neyðaraðgerð lauk. Hann sagði ennfremur að mynd af heila forsætisráðherrans sýndi „miklar framfarir” miðað við fyrri myndir. Ariel Sharon, sem er 77 ára gamall, er ennþá haldið sofandi en ástand hans var í gærkvöldi sagt alvarlegt en stöðugt. Læknar hafa sagt að heilablóðfallið sem Sharon fékk hafi valdið nokkrum skemmdum í heila hans. Ennfremur hafa læknar haldið því fram að ástand Sharons sé það alvarlegt að hann sé að hluta til lamaður og einnig að blæðingin muni hafa áhrif á það hvernig hann muni tala í framtíðinni. Löngum ferli lokið Það þykir alveg ljóst að þó að Sharon lifi hin alvarlegu veikindi af er pólitískum ferli hans lokið. Sharon varð leiðtogi Likud-bandalags- ins eftir að Benjamin Netanyahu beið ósigur í kosningum árið 1999. Hann vann síðan afgerandi sigur í kosningum árið 2001 og varð þá forsætisráðherra. Það er Ehud Olmert sem taka mun við sem forsætisráðherra ísra- els til bráðabirgða. Hann hefur lengi verið einn nánasti samstarfsmaður Sharons og jafnvel er gert ráð fyrir að hann verði kosinn eftirmaður hans. Um hann hefur verið sagt að hann njóti virðingar en ekki vin- sælda. Ástæðan er meðal annars rakin til þess að hann skortir þá per- sónutöfra sem Sharon hafði. Flokkur Sharons, Kadima, hefur ekki tapað fylgi þrátt fyrir veikindi Sharons. Það þýðir að flokkurinn gæti unnið væntanlegar þingkosn- ingar í landinu þrátt fyrir að Sharon fari ekki fyrir flokknum. Sam- kvæmt ný gerðri skoðanakönnum fengi flokkurinn um 40 sæti á ísra- elska þinginu, en þar eru 120 þing- sæti. Þrátt fyrir vinsældir Sharon meðal ísraelsmanna er hann langt í frá vinsæll meðal Palestínumanna, sem margir hverjir flykktustu út á götur í gær til að fagna veikindum Sharons. ■ Nokkrir góðir á Laugaveginurn 01 árg. 02 ek. 78.000 árg. 04 ek. 22.000 árg. 04 ek. 23.000 árg. 04 ek. 20.000 ider Comfort 2,4 sjálfsk. 000 kr. einsk arg. 05 ek. 12.000 verðnB árg. 02 ek. 63.000 verð nRTÍAUU arg. 04 ek. 32.000 árg. 02 ek. 73.000 verðsl Opið manudaga til föstudaga 10-18 • Laugardaga 12-16 Laugavegi 174 sími 590 5000 Kletlhálsi11 sími 590 5040 www.hilathing.is www.bilathing.is HEKLA bilathing@hekla.is BÍLAÞING HEKLU Niínicr eill i noliuhnn bíliiin

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.