blaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 46

blaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 46
46IFÓLK LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2006 blaðið AÐ BÍTA í PAÐ SÚRA Eins og margir aörir vonar Smáborg- arinn aö þetta ár verði betri en það síðasta. Hann býðst á móti til þess að vera sjálfur betri en á síðasta ári og með þessu vonast hann til að gera óformlegt samkomulag við skaparann um gott karma. Þegar Smábogarinn var lítill voru það óskráð lög að vera góður á jólunum. Að vera góður þýddi að rífast ekki við litlu systur og stríða henni ekki. Þetta bindindi hélst frá að- fangadegi og til jóladags. Á jóladag leit heimilið yfirleitt út eins og Vesturbakk- inn, einhver öskraði og einhvers staðar blæddi. Nú er Smáborgarinn vaxinn úr grasi og kann ágætlega við litlu systur sem ekki lengur er lítil heldur fullvaxta og ólétt. En það er eins og alltaf verði einhver Ijón í vegi þess að lifa í fullkom- inni veröld þar sem allt gengur vel og hvergi eru veggir til að rekast á. Fyrstu þrír dagar ársins lofuðu reyndar nokkuð góðu, geðslag Smáborgarans var með ágætum og hann ákvað meira að segja að fara á dansnámskeið. Þann fjórða dag nýárs dundi ógæfan yfir og hið góða karma rauk á svipstundu út um gluggann. Þannig er mál með vexti að Smábogarinn er með tækjaþroska á við tveggja ára barn. Til að ögra sjálf- um sér bað Smábrgarinn um tæknidót í jólagjöf, þráðlausan heimasíma og DVD spilara. Eftir nokkrar útskipting- ar á símtækjum sem ekki ætluðu að virka var röðin komin að Símanum. Þar skildi sökudólgurinn liggja, einhvers- staðar hlaut eitthvað að hafa farið í sundur. Eftir fjöldamörg reiðisímtöl við Símannfsem öll eru tekin upp á band og verða líklega spiluð á næstu árshátíð fyrirtækisins), komst Smá- borgarinn að því að þar lá sökin ekki. Þvílík vonbrigði! Enn og aftur varð Smábogarinn að horfast í augu við að hann var sjálfur fíflið og enginn annar! Að rífast við rangan aðila er eins og mis- heppnað kynlíf, betur heima setið en afstaðfarið. Þennan sama dag fór Smábogarinn með þráðlausa heimasímann og skil- aði honum. Slíkt tæki mun aldrei koma á heimili hans aftur. Dagurinn varfull- komlega ónýtur og Srriábogarinn hafði á tilfinningunni að hann væri búinn að eyðileggja nýja árið með slæmu karma. DVD tækið bíður ennþá ótengt og bið verður á að það verði sett saman. Næstu daga mun Smáborgarinn biðja almættið um fyrirgefningu á óhemju- skapnum, eins og öll hinárin! HVAÐ FINNST ÞÉR? BlaWFrikki Silvia Nótt sjónvarpsstjarna Hvaö finnst þér um ummæli Tarantinos? „Þetta er auðvitað true. Þessi þjóð er að drukkna í hórum en hann kom til að hitta mig. Það var eiginlega enginn friður fyrir berbrjósta drusl- um út um allt. í áramótapartýinu okkar í Perlunni var ekki nógu tight security og þess vegna sluppu inn þjóðþekktar lausgyrtar gleðikonur sem létu hann ekki í friði. En hann sýndi þeim engan áhuga. hann sá bara mig.“ f spjallþætti Conans O'Brien sagði Quentin Tarantino að íslenskar stúlkur væru sídrukknar og lausgyrtar. rPoshborðar 1 eins og við hin Hún hefur efni á að fara bara á fínustu veitingastaðina. En það er gott til þess að vita að Victoria Beckham er ekki of snobbuð til að borða á Pizza Hut. Hún fór víst með yngstu sonum sínum, Romeo og Cruz á Pizza Hut-stað í Enfield, Middlesex í Englandi. Mamma hennar Jackie og systir Louise slógust í för með þeim. Það sem varð fyrir valinu af matseðlinum var hlaðborð- ið og því um ágætis fjölskyldupakka þar að ræða. Fínu veitingastaðirnir verða leiðigjarnir eftir smá tíma, og það kemur heldur ekkert í staðinn fyrir feita sneið að safaríkri flatböku. Núna getum við loksins sagst vera að borða eins og stjörnurnar. Justin og Cam ávallt viðbúin Þau eru eitt allra frægasta par heimsins, og nú eru þau líka hyllt sem hetjur. Justin Timber- f lake og Cameron Diaz komu til bjargar illa meiddum skíðamanni þegar þau voru í skíðafríi í Telluride, Colorado. Vitni að þessu sagði: „Justin og Cameron höfðu verið í brekkunum og voru á niðurleið þegar þau sáu einhvern skíða af fullum krafti á dökkhærða stúlku, sem sendist upp í loftköstum og lenti á jörðinni öskrandi. Það var greinilegt að hún hafði brotið eitthvað. Eng- inn hafði hugmynd um að parið sem flýtti sér til hjálpar voru Cameron og Justin fýrr en 20 mínútum síðar þegar þau tóku af sér lambhús- hett- urnar til að ræða við sjúkraflutningafólkið.” Vel gert Justin og Cam! Þið eruð ef til vill mjög heit í skemmtanabransanum, en viðbrögðin á slysstað eru samt svöl. Britney bakkar Kevin upp Britney Spears kemur heit inn með frammistöðu sinni á fyrstu plötu eigin- mannsins, Kevin Federline. Hin 24 ára poppstjarna, sem hætti í tónlistar- bransanum árið 2004 til að gifta sig og eignast fjölskyldu, syngur bakraddir í nokkrum lögum á plötu Kevin. Platan hefur enn ekki fengið neitt nafn en Federline segist vonast til að hún komi út í vor. Fyrstu smáskífunni PopoZao, sem er brasilískt slangur fyrir stóran rass, er hægt að hlaða niður á netinu á slóðinni music.yahoo.com. ókeypis til heimila og fyrirtækja alla «ifka daga folaðSð__ eftir Jim Unger Lögreglan dró bílinn í burtu, svo ég keypti bara nýjan. 3-21 © Jlm Unger/dtet. by United Medla, 2001 Kv' 4-- HEYRST HEFUR... Pað að Ásgeir Davíðsson athafnamað- ur, stundum k a 11 a ð u r Geiri í Max- ím.skulivera að kaupa sögufrægt hús á besta stað við Skólabrú 2 í Reykjavík hefur vakið mikla athygli og víst er að nágrannar eru farnir að svitna - ekki síst alþingis- menn senm sjá nú hugsanlega fram á að fá léttklæddar meyj- ar í næsta nágrenni. Kannski verður það bara til að létta lund- ina hjá einstaka þingmönnum, en margir eru helst til þungir á brún þessa dagana. Is 1 e n s k fyrirtæki flýja nú sem aldreifyrrtil útlanda með starfsemi sína. Gengi krónunnar er ekki síst kennt um og er nú svo komið að pönnufram- leiðandinn Alpan hefur gefist upp á íslenskum veruleika og ætlar að’ opna verksmiðju í austurhluta Evrópu. Löngum hefur verið rætt um að prent- un kunni að fara úr landi og sú saga rifjaðist upp þegar heyrð- ist um áform Odda að kaupa verksmiðju í austantjaldslandi. Það er spurning hvort prentun- in á Mannlífi, Bleiku og bláu og fleiri ágætis ritum verði í Rúmeníu eða Búlgaríu í fram- tíðinni... Islenskar konur slá enn einu » sinni í gegn og nú hjá Q u i n t i n Tarantino sem bókstaf- lega var að drukkna í íslensku kvenfóki hér á landi. Og það er ekki amalegt að fá þá landkynn- ingu í sjónvarpsþætti í Banda- ríkjunum að íslenskar stúlkur séu „sídrukknar og lausgyrtar." Þarna er verið að vinna meira markaðsstarf en Icelandair og Ferðamannaráð hafa látið sig dreyma um... minnir einna helst á „Dirty weekend in Reykjavík“ herferð Icelandair. Þá rifjast líka upp konurnar þrjár sem voru saman í einni lopapeysu að auglýsa íslenskar vörur. Fregnir um að Orkla media hyggi jafnvel á útgáfu fríblaðs í Nor- egi eru forvitni- legar og ætti áhugi Dags- brúnar á fyrirtækinu ekki að minnka við þessi tíðindi. Það hlýtur hins vegar að vera spurning hvort rekstrargrund- völlur er fyrir blaði sem dreift er í stærra upplagi en gert er hér á landi - bæði er prent- og dreifingakostnaður mun meiri. En auðvitað er hægt að skipta landi eins og Noregi niður í minni einingar og hefja stað- bundnari ókeypis dreifingu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.