blaðið

Ulloq

blaðið - 13.01.2006, Qupperneq 24

blaðið - 13.01.2006, Qupperneq 24
24 I VIÐTAZi FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 blaðiö Bubbi semur lag um DV Mannorðsaftaka Bubbi Morthens er ekki einungis þjóðþekktur tónlistarmaður, hann er líka þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum. Á fimmtudagsmorgun kom Bubbi fram í þætti ívars Guðmundssonar á Bylgjunni og frumflutti lag sem tekur á umræðunni um DV sem hefur riðið yfir landann undanfarna daga. En eins og flestir vita framdi maður sjálfsvíg eftir að mynd af honum birtist á forsíðu, þar sem hann var sakaður um að nauðga ungum drengjum. Bubbi þekkir þjáningu þess að vera forsíðuefni af eigin raun, enda stendur hann í málaferlum við tímaritið Hér og Nú eftir forsíðufrétt með villandi fyrirsögn: „Bubbi fallinn." Var þar visað í að Bubbi væri byrjaður að reykja aftur þótt flestir hafi dregið aðra ályktun. Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir sló á þráðinn til Bubba sem féllst góðfúslega á að svara nokkrum spurningum auk þess sem Blaðið fékk leyfi til að birta texta lagsins: „Sannleikurinn fer alla leið." svcmhvit@bladid. net BlaðiÖ/SteinarHugi upp með það. Það er margt fínt í DV og það er ekkert athugavert við gulu pressuna, svo langt sem það nær. En menn verða að bera ábyrgð á því sem þeir segja og gera. Burtséð frá því hvort þeir séu í einhverjum rétt- trúnaði gagnvart mönnum sem mis- nota börn, við erum öll sammála um að það er ömurlegur hlutur og það er mjög veikt og sjúkt fólk sem gerir svona. Samt sem áður er engan veginn hægt að réttlæta það að það skuli vera sett mynd af manninum á forsíðu og hann og hans nánustu brennimerkt svona ævilangt, áður en viðkomandi fær að verja sig og áður en viðkomandi mál fer fyrir dómstóla.“ Telurðu að lagið: „Sannleikur- inn fer alla leið" hafi góð áhrif á umræðuna? „Ég er ekki einu sinni að hugsa um það. Ég samdi lagið ekki með það í huga. Þetta er mín leið til að tjá mig, svona tjái ég mig. Ég skrifa ekki pistla í blöðin en ég get sungið um það sem mér finnst skipta máli. Það eina sem ég er að gera er að spegla þessa hluti og þessa umræðu. Þetta er bara mitt innlegg í umræðuna.“ Hvernig datt þér í hug að skrifa lag umDV? „Þó ég noti DV þá er þetta auð- vitað gömul og ný sannindi að þegar menn segjast hafa fundið sannleik- ann og hinn eini rétti sannleikur er í þeirra höndum þá á að kvikna rautt ljós hjá öllum hugsandi mönnum. Það er mjög óhugnanlegt þegar menn, og sérstaklega fjölmiðill, fer í svona rétttrúnað. Þetta er auðvitað einhvers konar angi af spænska rannsóknarréttinum enda er það líka alþekkt í gegnum söguna að fjöl- miðlar hafa verið notaðir til að drepa fólk. Þar má líta á Stalínismann, Frankóismann, borgarstyrjaldar- innar á Spáni og Hitlers. Napóleon var fyrstur til að beita fjölmiðlum og prenta sinn eiginn sannleika, hann er faðir áróðurs i nútímafjölmiðlum. Síðan tóku Bretar það upp og fylgdu mjög stíft á eftir. Þeir náðu því það vel að enn þann dag í dag er álitið að Napóleon hafi verið mjög lítill sem hann var ekki.“ Var lagið samið eftir að þú sástfor- síðu DV á þriðjudag? „Ég samdi lagið eftir Kastljósið í fyrradag. Það sem sló mig var að það skyldi sitja þarna maður og staðhæfa að hann sé með sannleik- ann. Það eru milljón útgáfur af sannleikanum. Hver einasta lifandi manneskja hefur sinn sannleika. Það er enginn einn algildur sann- leikur. DV er farið að gera út á það að þeir hafa einn algildan sannleika að leiðarljósi, þess vegna séu þeim allt leyfilegt. Eg má af því ég get. Það var ekki búið að dæma mann- inn, málið er ekki einu sinni komið í þann farveg að það sé verið að taka það fyrir. Maðurinn var tekinn af lífi þarna, þetta er ofsalega einfalt. Og þeir hafa tekið fólk af lífi. Það sem er grátlegast við þetta er að þar sem ein manneskja er eru oftast að minnsta kosti aðrar tíu manneskjur sem verða fyrir högginu. Það er ekki vottur af siðviti heldur er allt keyrt áfram i nafni hins eina sannleika. Maður getur bara ekki setið þegj- andi lengur og sagt að sér komi þetta ekki við. Ég er ekki að fara fram á að DV verði brennt. Ég er ekki að fara fram á að DV verði lagt niður. En ég er að fara fram á að ritstjórarnir verði látnir sæta ábyrgð. Þetta er jafn mikið kaupendunum að kenna, jafn mikið þeim sem auglýsa í blaðinu að kenna og þetta er eigendunum að kenna. Það er grátlegt að það skuli þurfa að enda svona, að einhver maður svipti sig lífi. Það kemur mál- inu ekki við hver er sekur eða sak- laus. Það kemur málinu heldur ekki við, eins og Jónas Kristjánsson sagði í Kastljósinu, að þarna væru fórnar- lömb. Við erum með dómskerfi sem tekur á svona málum, það dæmir menn og við erum með fangelsi til þess að refsa þeim. Að lenda á forsíð- unni á DV með svona ávirðingar er bara aftaka, mannorðsaftaka. 1 þessu tilvikinu endar það með því að viðkomandi sviptir sig lífi. Það er auðvitað hægt að segja: „Ekki benda á mig, hann gerði þetta. Ekki gerði ég þetta“. Ég á góðan DVD disk af Nurnberg réttarhöldunum þar sem menn svöruðu dómurum nákvæm- lega á þessa vegu.“ Vonastu til að sjá afleiðingar þess- arar umræðu? „Burt með þessa ritstjóra. Eigend- urnir hljóta Iíka að bera einhverja ábyrgð. Það getur enginn horft fram- hjá þessum hlutum. Þetta getur ekki viðgengist svona endalaust að þeir setji upp svona forsíður og komist P. oiano Þorsteins Gauta Ármúli38 /viðSelmúla s: 5516751 6916980 pianoskolinn.is pianoskolinn@pianaoskolinn.is Kynningarnámskeið á vorönn. 13 vikur kr. 29.500 Börn og fullorðnir fflMst ta í BbIb Hltrisrsu EINHENTUR Sannleik- urinn fer alla leið Tökum þennan kauða Dæmum hann til dauða Forsiðuna auða Viljum ekki í dag Ekki benda á mig Segir ritstjórinn Ég skrifa bara sannleikann Það er það eina sem ég kann Ekki benda á mig Hvíslar sá nafnlausi Á lyklaborðið slær svo létt Þetta var jú sölufrétt Ekki benda á mig Hrópareigandinn Ég skipti mér aldrei af Þessa skipun ég aldrei gaf Tökum svona kauða Dæmum hann til dauða Forsíðuna auða Viljum ekki í dag Ekki benda á mig Hrópar staffið allt Sannleikann verðum að segja Sorrý, hann skyldi deyja Ekki benda á mig Stamar sá sem auglýsir [ blaðið dótið sitt Það er þeirra hvernig þeir selja sitt Ekki benda á mig Vælirkaupandinn Röddinfölskog rám Ég les aldrei svona klám Tökum svona kauða Dæmum hann til dauða Forsíðuna auða Viljum ekki í dag Ekki benda á mig Segirsá siðblindi Og glottir í linsuna breitt Fyrir þetta ég fæ víst greitt Ekki benda á mig Segir hræsnin og krossar sig Ég veit hver sannleikurinn er Og það hentar alveg mér Tökum svona kauða Dæmum hanntildauða Forsiðuna auða Viljum ekki í dag Hvað er sannleikur, spyr ég í öllum litum, svara ég Sannleikurinn er meira en hið prentaða mál Sannleikurinn getur aldrei Sannleikurinn getur aldrei Réttlætt vinuraldrei Aðeins nafnið sem mönnum varpað á bál Tökum svona kauða Dæmum hann til dauða Forsíðuna auða Viljum ekki í dag Tökum svona kauða dæmum hann til dauða forsíðuna auða viljum ekki í dag

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.