blaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 18
18 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 blaðið Pólitíkin ekki ósvipuð lœknisstaríinu Dagur B. Eggertsson gefur kost á sér til þess að leiða Samfylk- inguna í borgarstjórnarkosn- ingunum í vor, en þau eru þrjú um að keppa um oddvitasætið. Andrés Magnússon hitti Dag á Hressingarskálanum til þess að ræða prófkjörið, pólitíkina og framtíð Reykjavíkur. Þið eruð þrjú að sækjast eftir leið- togasæti Samfylkingarinnar. Um hvað eru menn að kjósa? „Það er verið að kjósa um áherslur, en það er líka verið að leggja mat á einstaklinga. Það, sem ég held að mestu skipti þó, er fyrir hvaða verk við stöndum þegar litið er til þeirra stjórnmálastarfa, sem við höfum innt af hendi. Ein höfuðástæða þess, að ég ákvað að gefa kost á mér í þetta, er að mér fannst Sjálfstæðis- flokkurinn hafa tekist að nýta það tómarúm, sem varð til þegar ljóst var að Reykjavíkurlistinn byði ekki fram að nýju. En ég get ekki hugsað mér að sjálfstæðismenn vinni óverð- skuldaðan sigur í vor og ég bauð mig fram til þess að koma í veg fyrir það. Sú ákvörðun beinist ekki gegn meðframbjóðendum mínum. Á endanum snýst það kannski um hvert sé mest sannfærandi svarið við Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, odd- vita sjálfstæðismanna. Við erum að fást við uppbyggingu hinnar nýju Reykjavíkur, en sjálfstæðismenn hafa ekkert nýtt að bjóða til þess.“ Það er stuttur tími til stefnufyrir þig, þú ert glœnýr Samfylkingar- maður og býður þigfram tilfor- ystu í prófkjöri. „Ég held að það sé ofmetið hvað menn geti sáð mörgum fræjum á lokaspretti kosningabaráttu og held að prófkjörið sé fremur próf- raun á það hvort það sé uppskera fyrir hendi. En þetta er vissulega tækifæri til þess að ydda áhersl- urnar og skerpa sýnina. Ég er auð- vitað nýjastur af okkur þremur, sem sækjumst eftir efsta sætinu, og gekk alveg út frá því að ég þyrfti að kynna mig fyrir stórum hópi Sam- fylkingarfólks og annarra, sem geta hugsað sér að taka þátt í próf- kjörinu. En slík kynning er líka mikilvæg fyrir framboðið í heild, því ég held að það séu gríðarleg sóknarfæri fyrir Samfylkinguna í vor.“ Var óflokksbundinn, ekki óháður Hvernig hefur þér verið tekið í Samfylkingunni eftir að hafa verið óháður í samstarfi R-listans? „Ég hef aldrei sagst vera óháður, heldur óflokksbundinn. Það tók mig einfaldlega tíma að finna minn farveg. Eg held að það hafi verið styrkur Reykjavíkurlistans að vinna með fólki óháð flokks- línum og ég held að í samfélaginu sé ákveðin krafa um málefnalega málsmeðferð og fagmennsku, sem kallar á það að það er eitt helsta verkefni stjórnmálanna að reyna að ná í fólk, hvar sem það er, ef það getur orðið að gagni í stefnumótun, ákvarðanatöku eða framkvæmd verkefnanna. Reykjavíkurborg, stofnanir þess og stjórnmálamenn- irnir þar eru ekki upphaf og endir alls samfélagsins. Þó ég hafi fundið minn bás, vegna þess að ég tel Sam- fylkinguna eiga langbrýnast erindi við samtímann af flokkunum á sviðinu, þá veit ég að það eru mjög margir, sem eru í sömu stöðu og ég var. Hafa ekki alveg fundið sinn farveg, en vilja samt láta gott af sér leiða fyrir borgina eða samfélagið í heild og þurfa að gera það." BlaM/Frikki Finna þarf framtíðarlausn um skipulag Vatnsmýrarinnar segir Dagur B. Eggertsson aðeins einn samgönguás í borginni, þar sem Miklabraut klýfur borgina niður. Það þurfum við að laga og þá eru Sundabraut og Öskjuhlíðar- göng augljósir kostir. Ég held líka Þú sagðir að þú hefðir þurft tíma tilþess að finna fjölina, Hefur þú breyst? „Já, ég hugsa það. Ég hef bæði lært mjög margt og dýpkað þá sýn, sem ég kom með í farteskinu. Ég held að öll reynsla liti þá nálgun, sem maður hefur. Minn bakgrunnur er úr læknisfræðinni og maður fær óneitanlega innsýn í ólíka samfé- lagshópa við að vinna á bráða- móttöku. Þar leiðir ástand fólks það á fund læknis frekar en eitthvert val Þá er óhjákvæmilegt að maður setur sig inn í alls konar aðstæður." Eigum að virkja kraft borgaranna Þetta er sumsé ekki ósvipað læknisstarfinu? „Já, furðumikið. En þetta snýst ekki aðeins um hvað hið opinbera gerir eða læknirninn leggur til. Ég held að við náum mestum árangri ef við náum að undir- strika ábyrgðina hjá einstak- lingum, fjölskyldum, íþróttafé- lögum eða hverjum öðrum, sem að koma.“ Hvað með skipulagsmálin? Þau eru augljóslega brýn úrlausnarefni, en hafa nú gengið soldið brösuglega hjá ykkur í R-listanum. „Ég held að færsla Hringbrautar- að tenging út á Álftanes kunni að verða tímabær innan skamms." Alþjóðleg skipulagssam- keppni um Vatnsmýri En er ekki Vatnsmýrin stóra sárið? „Hún hefur lengi verið það, en það er byrjað að laga það. Ég á sæti í nefnd, sem ásamt Sam- gönguráðuneytinu hefur það hlutverk að taka út Vatnsmýrarsvæðið og finna nýtt flug- vallarstæði á höf- uðborgarsvæð- inu. Ég held að flestir hags- munaaðilar séu farnir að átta sig á því að við þurfum að finna lausnir, bæði vegna þarfa borgarbúa og flugsins." Og hvað verður? „Við erum að fara í alþjóðlega hug- myndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar, bæði vegna þess að það er stór hópur borgarbúa og raunar landsmanna, sem viðurkennir að það eru rök bæði með og móti flug- vellinum, en vill fá að vita hvað kæmi í staðinn. Ábyrgð okkar er mikil og það skiptir öllu að vanda til verka. Við höfum fengið einstak- innar hafi verið skynsamleg, en hitt er annað mál að útfærslan er vissu- lega umhugsunarefni. Ég hef þess vegna sett af stað róttæka skoðun á samgöngukerfi borgarinnar, ekki bara þarna heldur á borginni i heild. Vandinn er í hnotskurn sá að við (jrisaveisla " e num qrænum lega færa dómnefndarmenn til þess að meta tillögur fyrir Vatnsmýrina. Það eru Spánverjinn Joan Busquets, sem var yfirmaður skipulagsmála í Barcelona í aðdraganda Ólympíu- leikanna, en þar heppnaðist einstak- lega vel að flétta nýtt svæði inn í gamla borg. Hann hefur líka komið að skipulagi flugvallarsvæða um allan heim og er prófessor við Har- vard. Hildebrand Machleit, sem er Þjóðverji, skipulagði og stýrði upp- byggingu og skipulagningu á flug- vallarsvæði í Berlín, og Kees Kahn, sem er nýstirni í hollenskum arki- tektúr. Kannski meiri húsa-arkti- tekt en hinir, en afar framsækinn og spennandi. Síðan er Steve Christer fulltrúi íslenskra arktitekta. Þetta er dómnefnd, sem verður kynnt á næstunni og hefur alla burði til þess að vekja alþjóðlega athygli á verkefninu og laða að sterka hópa til þátttöku. Þetta er auðvitað ein- stakt skipulagsverkefni, því við höfum í raun aldrei klárað að skipu- leggja Miðbæinn eða höfuðborgina sem slíka. Það er verðugt verkefni reykvískra stjórnmálamanna." Borgarstjóri úr Árbænum? En þú hefur væntanlega persónu- legan metnað líka? „Jú, ekki ætla ég að neita því. Ef hann væri ekki til staðar væri maður tæpast tilbúinn til þess að leggja á sig þá vinnu sem þarf til þess að ná árangri. Það er bara eins og um öll störf. Ég er raunar þeirrar skoðunar að með mikilli og markvissri vinnu sé allt hægt.“ Nú hefur maður heyrt gagnrýni á þig um að þú sért innmúraður í 101 og horfir ekki nægilega til annarra hverfa. „Það er engan veginn rétt. Ég er uppalinn í Árbænum og hef raunar setið í hverfisstjórn þar. Ég er ekki í nokkrum vafa um að sá uppruni hefur nýst mér afar vel. Árbær, sem eitt elsta úthverfið, felur nefnilega í sér margvíslega lærdóma um nær- samfélagið. Það er skynsamlegt út frá öllum sjónarhornum að byggja á hverfiseiningum og hverfisvit- und, því fólk er einfaldlega tilbúið til þess að leggja meira á sig fyrir sitt nánasta umhverfi, börnin í göt- unni eða börnin í hverfinu.“ Er Reykjavík kannski að verða of stór? „1 vissum skilningi. Við þurfum að hugsa um Reykjavík í hverfis- einingum hvað þjónustuna varðar. Auðvitað eigum við að nýta okkur stærð borgarinnar og byggja hana upp sem höfuðborg, en við þurfum að leggja áherslu á hverfin sem grunneiningar hennar og horfast í augu við það að fólk er ekki allt eins. Þess vegna er ekki nóg að hafa aðeins eina tegund byggðar í borg- inni, heldur eigum við þvert á móti að fóstra fjölbreytnina. Við höfum vissulega verið að þétta byggðina í miðborginni, en það er vegna þess að við höfum vanrækt hana á undan- förnum áratugum. En í því felst ekki sú skoðun aðþað sé ekki gott að búa í Árbænum. Eg veit það bara sjálfur að þar er gott að búa. En við þurfum að svara kröfum nýrra kynslóða, sem vilja búa í mannlífsiðunni miðri. En allt þarf þetta auðvitað að vera í góðu jafnvægi. Ég má svo til með að skjóta því að, sem harður stuðningsmaður minn í Grafarvogi benti mér á, að ef ég fæ umboð til þess að leiða Sam- fylkinguna í kosningum, verður það í fyrsta skipti sem Reykvíkingar eiga þess kost að velja sér forystumann, sem er uppalinn austan Elliðaáa."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.