blaðið - 28.01.2006, Síða 40

blaðið - 28.01.2006, Síða 40
40 i BaRwAeFni LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 blaðið Förum í bíó! Oliver Tvrist Núna er verið að sýna skemmti- lega mynd í bíó. Myndin heitir Oliver Twist og fjallar hún um lítinn munaðarlausan strák sem leiðist út í skipulagða glæpa- starfsemi undir yfirstjórn hins illræmda Fagins. Þetta er gömul saga og sannarlega ekki í fyrsta sinn sem hún er kvik- mynduð, en upphaflega var gerð mynd um Oliver árið 1909 og síðan hefur sagan verið kvikmynduð um tuttugu og fimm sinnum. Nú er um að gera að draga mömmu og pabba í bíó um helgina því þau hafa örugglega jafn gaman af þess- ari mynd og þú. Sagan er eftir Charles Dickens, en hann skrifaði margar vinsælar og góðar bækur í gamla daga. Oliver Twist á harðaspretti eftir að hafa reynt að hnupla úr vasa aðalsmanns. ULitaðu Svampur Sveinsson... ...eða SpongeBob Squarepants er sá alheitasti um þessar mundir. Nú er upplagt að lita hann. Annað hvort eins og þig langar til í allskonar skrítnum litum, eða bara alveg eins og hann er í sjónvarpinu: Sunnudagar eru barnadagar í aðalsafni Borgarbókasafns ... og næsta sunnudag, 29. janúar kl. 15, les Magga Stína sögur eftir Astrid Lindgren og Tove Janson í barnadeildinni á 2. hæð m BORGARBOKASAfN REYKJAVllCUR Allir velkomnir! Tryggvagötu 15, Reykjavík Sími 563 1717 - www.borgarbokasafn.is ■ Heimur dýrana Dýr vikunnar Rottur Þegar við tölum um rottur þá eigum við oftast við brúnrottuna svokölluðu, eða Rattus norvegicus, eins og hún heitir á latínu. Sú er 24- 30 sm löng og halinn 18-20 sm. Hún er mórauð, mógrá, gulgrá eða rauðgrá að ofan en ljósgrá að neðan. Fólk ruglar oft rottu- ungum saman við mýs, en þær þekkjast þó á öflugri afturfótum og gildari hala. Brún- rottan er í híbýlum manna og mann- virkjum um allan heim. Hún er upp- runnin í Mið-Asíu og norðanverðri Austur- Asiu. Þaðan breiddist hún út á 18. og 19. öld, landveg til Rússlands og líklega sjóveg til Suður-Asíu og áfram til Evrópu. Hún barst til Ameríku 1775 og hingað kom hún um miðja 18. öld. Útbreiðslu hennar um landið var lokið seint á 19. öld. Hún er helst á ferli í ljósaskiptunum og líka að degi til, þar sem hún er ótrufluð. Rottur hreiðra um sig alls staðar sem þær eru óhultar og valda stundum usla í fuglabyggðum, þar sem þær éta bæði egg og unga. Þær eru mikið á ferðinni í holræsum, fjörum og sorphaugum, þar sem þær lifa á líf- rænum urgangi. Þær valda 0 f t miklum skemmdum og víða erlendis eru þær plága á ræktarlöndum. Rotta gýtur sjaldan oftar en 5 sinnum á ári og gengur með í 21-24 daga. Ungarnir eru fyrst hárlausir og bTindir og eru á spena í 3 vikur. Það tekur kvendýrin 11 vikur að verða kynþroska og meðal- aldur þeirra er eitt ár. Sum staðar í útlöndum tíðkast það að fólk eigi rottur sem gæludýr, en þær eru gáfaðar og vel hægt að temja þær til að gera ýmislegt. margret@bladid. net

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.