blaðið - 13.02.2006, Page 2

blaðið - 13.02.2006, Page 2
2 I IWWLEWÐAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2006 bla6ið blaöió_ Bæjarlind 14—16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 •www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net ísmaðurinn fær styrk National Geographic sýnir myndinni áhuga Vestfirska kvikmyndafélagið f einni sæng hefur fegnið styrk frá Kvikmyndamiðstöð íslands til ffamleiðslu heimildarmyndarinnar um fsmanninn Sigurð Pétursson. Þetta kemur ffarn á bb.is og sagt ffá því að styrkurinn hljóði uppá á þriðju milljón króna. Að sögn Lýðs Amasonar leikstjóra myndarinnar hefur styrkurinn mikla þýðingu fyrir kynningu myndarinnar. Lýður segir að tímaritið National Geographic hafi lýst yfir áhuga á að skoða mynd- ina og þá mögufega kaupa hana. ,Næsta skref er að næla í 20 milljón króna styrk svo hægt sé að gera al- vöru kvikmynd. Tökur myndarinnar eru á lokastigi og khpping fer að hefj- ast.“ Lýður segir áædað að myndin verði tilbúin í haust og verði að öllum líkindum sýnd í Ríkissjónvarpinu. Ungir framsóknar- menn vilja í ESB mbl.is | Stjórn Félags ungra fram- sóknarmanna í Reykjavíkurkjör- dæmi suður telur að aðildarviðræður við Evrópusambandið sé réttur vettvangur til að láta reyna á hvort að hagsmunum íslensku þjóðarinnar sé betur borgið innan sambandsins eða utan þess. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að hefja viðræður við Evrópusambandið ekki síðar en á næsta kjörtímabili um mögulega aðild íslands að sambandinu. „Stefnum ótrauð til sigurs í vorv' Dagur B. Eggertsson var ótvírœður sigurvegari prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hannfékk tœplega helming atkvœða í efsta sœti. Stefán Jón Hafstein íþriðja sœti. Dagur B. Eggertsson, læknir og borgarfulltrúi, bar ótvírætt sigur orð af félögum sínum í prófkjöri Samfylkingarinnar, en hann hlaut 3.870 atkvæði f efsta sæti listans eða 47,5% þegar búið var að telja 8.146 atkvæði. Prófkjörið var opið öllum Reykvíkingum, en alls kusu um 9.500 borgarbúar að taka þátt í því á laugardag og sunnudag. Steinunn V. Óskarsdóttir, borgar- stjóri í Reykjavík, fékk 4.367 atkvæði í 1.-2. sæti, en Stefán Jón Hafstein 4.512 atkvæði í 1.-3. sæti. Steinunn skipar því 2. sætið og Stefán Jón hið þriðja. í fjórða sæti kom Björk Vilhelmsdóttir, sem verið hefur borgarfulltrúi fyrir vinstri-græna, en í 5. sæti kom nýliðinn Oddný Sturludóttir. „Ég held að það sé sjaldséður sterkari hópur í forystu í stjórnmála- flokki,“ sagði Dagur B. Eggertsson skömmu eftir að ljóst var að hann myndi leiða lista Samfylkingar- innar í borgarstjórnarkosningum í vor, en þær fara fram hinn 27. maí. „Það er hugur í okkur og við ætlum að vinna borgina saman.“ Þau Steinunn V. Óskarsdóttir '■ -----—------ borgarstjóri og Stefán Jón Hafstein, sem þurftu að lúta í lægra haldi fyrir Degi báru sig mannalega eftir að úrslitin voru kunngerð. „Ég er mjög ánægð með þennan breiða stuðning, sem ég fæ í þetta sæti og vil nota tækifærið til þess að óska Degi hjartanlega til hamingju með mió/Fnkki nokkuð örugga kosningu í 1. sætið,“ sagði Steinunn. Stefán Jón Hafstein sagðist una úrslitunum og muna taka því sæti, sem Samfylkingarfólk í Reykjavík hefði kjörið sig í. „Dagur tekst á hendur mikið ábyrgðarhlut- verk fyrir okkar hönd og það er mjög mikilvægt að okkur takist vel upp í vor. Ég mun leggja mitt af mörkum til þess að vinna borgina í vor.“ Dagur B. Eggertsson segir að þetta prófkjör muni reynast Samfylking- unni öflugt bakland í kosningunum í vor. „Verkefni vorsins felst í því að leiða þennan kraftmikla hóp til sigurs. Við erum búin að ljúka próf- kjöri þar sem fjöldi borgarbúa úr öllum áttum, utan flokka og innan Samfylkingarinnar, hefur tekið þátt í að stilla upp þessari sigursveit. Við ætlum að ná hinum óákveðnu á okkar band, við ætlum að hinum óflokksbundnu á okkar band og stefnum ótrauð til sigurs í vor.“ Dagur sagði í samtali við Blaðið að kosningabaráttan væri að sönnu hafin og að borgarbúar gætu treyst því að sami kraftur og hefði ein- kennt undanfarnar vikur myndi setja mark sitt á kosningabaráttuna. „Samfylkingin mun vera áberandi á næstu vikum í fundarhöldum meðal borgarbúa þar sem við munum brýna okkar áherslur og leiða þann stóra hóp fólks, sem valið hefur þennan lista, að ráðslagi við okkur um hverjar verða áherslurnar í vor,“ sagði Dagur í samtali við Blaðið. Ríkisborgararétturinn kostar sitt Gjaldfyrir umsókn um íslenskan ríkisborgararétt á að hcekka um 8.650 krónur samkvœmt frum- varpi fjármálaráðherra. „Vantar skýringu á þessari upphœð,“ segir þingmaður Vinstri grœnna Gjald fyrir umsókn um íslenskar ríkisborgararétt hækkar úr 1.350 krónum uppí 10 þúsund krónur samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra. Gjald fyrir umsókn um íslenskan ríkisborgararétt mun hækka um tæp 1000% ef frumvarp fjármála- ráðherra um aukatekjur ríkis- sjóðs nær fram að ganga. Hlynur Hallsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að hækkunin muni valda því að fólk sæki síður um ríkisborgararétt. Margar hækkanir Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um auka- tekjur ríkissjóðs á Alþingi síðast- liðinn föstudag. I frumvarpinu er kveðið á um margskonar gjaldskrá- hækkanir á opinberri þjónustu. Þar er m.a. lagt til að tekið verði upp gjald fyrir beiðni til mannanafna- nefndar á samþykki á nafni og að framvegis verði sérstakt 1.500 króna áskriftargjald innheimt fyrir raf- rænan aðgang að Lögbirtingarblað- inu. Þá er það lagt til að gjald fyrir umsókn um íslenskan ríkisborgara- rétt verði hækkað úr 1.350 krónum upp í 10 þúsund krónur. HlynurHallsson,þingmaður,gagn- rýnir hækkun á umsóknargjaldi og telur það ekki hvetja fólk til að sækja um íslenskan ríkisborgararétt. „Það er stórt skref og mikilvægt þegar fólk ákveður að verða ríkisborgarar. Mér finnst að við ættum að fagna því frekar en að auka álögur. Nú er ég ekki að segja að 10 þúsund kall sé einhver hindrun en það ýtir örugg- lega ekki á eftir neinum.“ Vantar skýringu á hækkun Þá segir Hlynur erfitt að sjá hvaða kostnaður standi á bakvið þessar hækkanir og telur hér um hreina skattlagningu að ræða. „Ráðherra gat ekki gefið skýringu á þessari upp- hæð, hvers vegna 10 þúsund krónur urðu fyrir valinu. Mér finnst það lítil rök að segja að gjaldið sé hærra á hinum Norðurlöndunum. Er þetta skattur eða er verið að rukka fyrir raunverulegan kostnað?" Guðmundur Hallvarðsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, er ósam- mála því að hér sé um skattlagningu að ræða. Hann segir að umsóknar- gjaldið hafi orði útundan í kerfinu og ekki hækkað í samræmi við annað i samfélaginu. „Það sér það hver maður að það er talsverð vinna við það að skrá nýja einstaklinga inn í þjóðskrá og inn í allt það kerfi sem við búum við. Ég hlýt að spyrja hver á að borga þetta? Ætlast Vinstri- grænir til þessa að skattgreiðendur séu að greiða aðgöngumiðann að íslensku samfélagi?,“ spyr Guð- mundur og bætir við. „Það er alltaf miður þegar svona er látið sitja á hakanum og er ekki látið fylgja verðlagsþróun. Svo þegar á að fara hækka þetta upp í raunkostnað þá koma eðlilega upp gagnrýnisraddir." Weytendur borga brúsann Staðsetningargjald skipafélaganna, bakslag í samkeppnina ,Mér finnst eðlilegt að samkeppn- isyfirvöld athugi tilkomu staðsetn- ingagjalda skipafélaganna“, segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna. I Blaðinu á laugardaginn var sagt frá því að Eimskip og Samskip hafi með nokkurra daga millibili sent tilkynn- ingu um það til viðskiptavina sinna að svokallað staðsetningargjald verði lagt á alla innflutingsvöru til Islands. „ísland er lítill markaður og það vill oft verða þannig að samkeppnis- aðilar elta hvorn annan í aðgerðum en mér finnst þannig að staðsetn- ingargjaldinu staðið að það þurfi að kanna það nánar. Þetta kemur verst niður á þeim fýrirtækjum sem flytja inn vörur og á endanum eru það neytendur sem greiða fyrir þetta í hærra vöruverði.“ Jóhannes segir aðila sem standa í innflutningi hafa haft samband við sig og lýst yfir áhyggjum af þessu nýja staðsetningargjaldi skipafélaganna. „Virk samkeppni skiptir okkur miklu máli og hún er það sem tryggir okkur gegn háu vöruverði. Þá er ljóst að þessi nýja gjaldtaka á eftir að skila sér út í verðlagið sem síðan hefur neikvæð áhrif á skulda- stöðu heimilanna." Jóhannes segir bakslag hafa komið í samkeppni skipafélaganna með þessari jöfnu gjaldtöku. Óformlegar fyrirspurnir borist til samkeppniseftirlitsins Páll Gunnar Pálsson forstjóri samkeppniseftirlitsins segir fyrir- spurnir hafa borist til þeirra vegna staðfestingargjaldsins en engin formleg erindi. Páll segir að engin ákvörðun hafi verið teldn um hvort málið verði skoðað sérstaklega. ~) Heiðskírt 0 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað Rigning, lítilsháttar '/'// Rigning 9 9 Súld * 'j' # Snjókoma r—j Slydda V~l Snjóél v~~7 Skúr Amsterdam 07 Barcelona 11 Berlín 01 Chicago -06 Frankfurt 02 Hamborg 03 Helsinki -04 Kaupmannahöfn 02 London 08 Madríd 11 Mallorka 13 Montreal -12 New York 05 Orlando 03 Osló -03 París 07 Stokkhólmur -02 Þórshöfn 08 Vin 0 Algarve 14 Dublin 10 Glasgow 09 /// /// /// 4C /// /// /// * V // / /// /// 4<B> 40 /// /// 40 / // /// /// /// * * ** Ámorgun

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.