blaðið - 13.02.2006, Side 4

blaðið - 13.02.2006, Side 4
4 I XNNLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2006 blaAÍÖ Kaupa flugfélag í Litháen mbl.is | Sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe, sem íslenska eignarhaldsfé- lagið Fons á stærstan hlut í, hefur keypt ráðandi hlut í litháenska flug- félaginu Lithuanian Airlines. Eig- endur Fons eru Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson. Fons er ennfremur eigandi Iceland Express. Kaupin eru háð samþykki lithá- enskra yfirvalda. Lithuanian Airlines hefur um 40% hlutdeild á flugmarkaðinum í Litháen og starfsmenn eru um 580. Félagið á fimm Boeing 737-500 þotur. Tölvunám í viðurkenndum skóla - skráðu þig núna í nám hjá tölvuskóla TV </> I MMi >' Góð byrjun á tölvunámi ►* Almennt tölvunám Ef þú hefur litla reynslu af tölvunotkun eða vilt fá ítarlegt námskeið um állt það helsta sem gert er með tölvum þá er þetta frábæra námskeið fyrir þig. Helstu kennslugreinar • Windows, Word og Excel • PowerPoint, Outlook og Internetið Lengd: 90 stundir/60 klst. • Verð: 69.990 Tölvuþekking fyrir konur Námskeið sem hefur slegið í gegn, ætlað þeim konum sem vilja ná færni i notkun tölva viö margvísleg verkefni hvort sem er i vinnu eða heima. Helstu kennslugreinan • Tölvugrunnur, WindowsogWord • Excel, Internetið og tölvupóstur Lengd: 60 stnd.MO klst. morgun eða kvöld • Verð: 45.900 ► Tölvunám fyrir 50+ Ef þú hefur ekki ennþá lært á tölvu og ert komin(n) yfir fimmtugt er þetta rétta námskeiðið fyrir þig. Þægilegur hraði, spennandi efni og frábær kennsla gerir þig að öflugum tölvunotanda. Helstu kennslugreinan • Tölvugrunnur, Windows og Word • Excel, Internetið og tölvupóstur • Stafræn Ijósmyndun og vinnsla Lengd: 72 stnd./48 klst. • Verð: 59.900 Tölvunám TV til betri verka - hringdu núna í síma 520 9000 - og skoðaðu www.tv.is til að fá meiri upplýsingar TOLVU- OG VERKFRÆÐIÞJONUSTAN Grensásvegi 16 • 108 Reykjavík • Sími 520 9000 ■ tv@tv.is • www.tv.is Miðarnir verða ekki ódýrir Einar Bárðarson hefur innflutningá erlendum fyrirmennum „Míkhaíl Gorbatsjov er fyrsti fyr- irlesarinn af mörgum þekktum sem við hyggjumst flytja til landsins,“ segir Einar Bárðarson athafnamaður. „Fyrsti fyrir- lesturinn kallast Stefnumót við leiðtoga en síðan er stefnan að fá til landsins fólk sem er þekkt og hefur skarað fram úr í trúarlífi, viðskiptum, íþróttum og fleiru.“ Míkhaíl Gorbatsjov var kjörinn aðalritari sovéska kommúnistaflokksins árið 1985 og gegndi því starfi allt þar til Sovétríkin liðu undir lok. Einar segir kostnaðarsamt að fá menn á borð við Gorbatsjov til Is- lands en á móti komi að þetta sé ein- stakt tækifæri fyrir fólk að fræðast af þessum merkilega leiðtoga. „Ég geri ráð fyrir að stjórnmálamenn, ungt fólk sem vill læra af áhrifa- manni í stjórnmálum og jafnvel fólk í viðskiptalífinu sýni því áhuga að hlýða á Gorbatsjov sem er einn merk- asti leiðtogi okkar tíma.“ Fyrirlestur Gorbatsjovs verður haldinn í Háskólabíói 10 október næstkomandi og er tilgangur komu hans til íslands sá að minnast þess að í ár eru 20 ár liðin frá því að leiðtogafundur hans og Ronalds Reagans Bandarikjaforseta var hald- inn í Höfða. Einar segir ekki búið að ákveða verð miðanna en þeir fara ekki í um- ferð alveg strax. „Það kostar helling að fá Gorbatsjov til landsins og mið- arnir verða ekki ódýrir“, segir Einar en bætir við að miðaverð verði í sam- ræmi við aðdráttarafl mannsins. Á fyrirlestrinum verður tekið við for- skoðuðum spurningum úr sal. Bjartsýnn á þátttöku á fyrirlesturinn Einar segir svipað að fá menn á borð við Gorbatsjov til landsins og að fá hingað óperusöngvara. Einar vildi ekki ræða nákvæmt verð á fyr- irlesturinn en sagði ekki fráleitt að miða það við verð á tónleika sem getur verið á bilinu 4-20 þúsund krónur. „Það er alveg ljóst að Gorbatsjov hafði áhrif á það hvernig unga kynn- slóðin hugsar í dag því nú ríkir ekki lengur sá ótti sem fylgdi kalda stríð- inu.“ Einar hefur engar áhyggjur af mætingu á fyrirlesturinn og er bjartsýnn á að hann heppnist vel. „Við erum bara búnir að kynna þetta fjölmiðlum á fslandi en ég tel ekki útilokað að heimpressan fái áhuga á rnálinu." Gorbatsjov hefur hlotið Nóbelsverðlaun og var valinn maður 9. áratugarins að mati tíma- ritsins Time. Hnoða meira blása minna Nýjar leiðbeiningar við endurlífgun með aukna áherslu á hjartahnoð www.flugger.is Nýjar leiðbeiningar hafa verið gefnar út varðandi endurlífgun eins og fram kemur á heimasíðu læknablaðsins. Mun meiri áhersla er nú á hjartahnoð en áður. Ákvörðun um að hefja endurlífgun er tekin ef einstaklingur er meðvitundarlaus, svarar ekki áreiti og andar ekki eðlilega. Hlutfall milli hjartahnoðs og blásturs er nú 30 hjartahnoð á móti tveimur blástrum. Gagnsemi hjartahnoðs á fyrstu mínútum eftir hjartastopp er ótvíræður en þáttur öndunaraðstoðar á fyrstu mínútum eftir hjartastopp er ekki jafn skýr. Nýju reglurnar ganga út á að auka vægi hjartahnoðs verulega á kostnað öndunaraðstoðar á fyrstu mínútum eftir hjartastopp. Við hjartahnoð skiptir máli að þrýsta kröftuglega og hratt á neðri helming bringubeins. I nýju leiðbeiningunum er vægi lyfjagjafar við endurlífgun talsvert minna en oft áður. Notkunarreglur hafa nú verið þýddar á íslensku en í þýðingunni er stuðst við evrópskar leiðbeiningar. Þessar nýju áherslur gætu þýtt endurskoðun á vinnulagi við endurlífgun utan sjúkrahúss, sérstaklega ef viðbragðstími sjúkrabifreiðar er meiri en fimm mínútur.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.