blaðið - 13.02.2006, Síða 6

blaðið - 13.02.2006, Síða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2006 blaöiö Fjölmargir stútar á ferð í Reykjavík Nokkuð margir voru teknir fyrir ölv- unarakstur um helgina á höfuðborg- arsvæðinu. Þá var brotist inn í íbúð í Þingholtunum laust fyrir miðnætti síðastliðinn laugardag. Níu stútar teknir á laugardaginn Alls voru um 16 einstaklingar teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík um helgina og er það nokkuð yfir meðal- tali. Á laugardaginn voru níu stútar teknir og í gær voru þeir sjö talsins. Rétt fyrir miðnætti á laugardaginn var brotist inn í íbúð í Þingholt- unum. Þjófurinn komst í gegnum glugga á íbúðinni og hafði á brott með sér hljómflutningstæki. Maður- inn er enn ófundinn. Þá keyrði bíl á ljósastaur á Kjalarnesi í gærmorgun með þeim afleiðingum að bifreiðin valt. Fjórir voru í bílnum og voru þeir allir fluttir á slysadeild með minni háttar meiðsli. Að sögn lög- reglunnar í Reykjavík var skemmt- anlífið í miðbænum um helgina með hefðbundnum hætti og án allra stóráfalla. Rólegt í Hafnarfirði í Hafnarfirði var helgin sallaróleg að sögn lögreglu og lítið um óhöpp. Tveir voru teknir fyrir ölvun við akstur. Sömu sögu er að segja frá Kópavogi. Þar var að sögn lögreglu töluverður erill aðfaranótt sunnudags þá aðallega vegna ölvunar en að öðru leyti gekk helgin vel fyrir sig. Enginn var þó tekinn fyrir ölvunarakstur. Engin salmonella í fyrra mbl.is | f fyrra greindist engin salm- onella í alifuglum hérlendis hvorki í eldi né við slátrun eins og fram kemur á vef yfirdýralæknis. Þetta er í fyrsta skipti í fimm ár sem engin salmonella finnst við sýnatökur yfirdýralæknisembættis- ins. Lítilræði af salmonellu fannst í sýnum árið 2003 og 2004 en það var mikil minnkun frá því fyrir áratug, en árið 1993 fannst salmonella í tæp- lega 15% sýna og 10% árið 1994. Kampýlóbaktermengun í kjúk- lingum var einnig mun minni árið 2005 en árið áður. Hlutfallið hefur ekki verið lægra síðan eftirlit með kampýlóbakter hófst árið 2000. BlaÖiÖ/SteinarHugi Vor í lofti? Fuglarnir á tjörninni njóta lífsins þessa dagana. Veðrið er upp á sitt besta og fuglarnir virðast kunna að meta það ekki síður en mann- fólkið. Svanirnir stinga saman nefjum eftir að hafa gætt sér á brauðinu góða. Nýskipan lögreglumála og greiningardeild Eftir Björn Bjarnason Á alþingi hef ég lagt fram frumvarp um breytingar á lögreglulögum. Þar er gert ráð fyrir nýskipan lög- regluumdæma, stækkun þeirra og eflingu rannsóknardeilda lögreglu á sjö stöðum á landinu. Samkvæmt frumvarpinu verður stofnað embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, sem kemur í stað lögreglunnar í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Þá er lagt til, að stofnað verði embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum, sem hafi aðsetur á Keflavíkurflug- velli en stjórni, auk lögregluliðs þar, lögreglu, sem til þessa hefur verið undir stjórn sýslumannsins í Reykjanesbæ. Sýslumenn í Kópa- vogi, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Búðardal, Patreksfirði, Bolung- arvík, Hólmavik, Siglufirði, Ól- afsfirði, Höfn og Vík munu ekki frekar en sýslumaðurinn í Reykja- vík stjórna lögregluliði. Unnið hefur verið að undirbún- ingi þessa frumvarps undanfarin misseri. Breytingar á skipan um- dæmanna hafa verið ræddar við lögreglumenn, sýslumenn og sveitarstjórnarmenn og leitast við að koma til móts við óskir þeirra, eins og kostur hefur verið. Þótt að vísu hafi ekki tekist að sætta alla við allt í frumvarp- inu, hefur s k a p a s t um það víð- tæk sátt meðal þeirra, sem sinna löggæslu og varðstöðu um öryggi borgaranna. Auk þessara meginákvæða frum- varpsins er þar að finna nokkur skipulagsatriði önnur, eins og um inntökuskilyrði í Lögregluskóla ríkisins og um að stofnuð verði greiningardeild lögreglu við emb- ætti ríkislögreglustjóra og önnur lögregluembætti, ef dómsmálaráð- herra telur það nauðsynlegt. Greiningardeiid I frumvarpinu segir, að ríkislög- reglustjóri skuli starfrækja lög- reglurannsóknardeild og greining- ardeild, sem rannsakar landráð og brot gegn stjórnskipan rikisins og æðstu stjórnvöldum þess og leggur mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Lögregla verður að leggja sig fram um að greina skipulagða glæpastarfsemi, safna á einn stað upplýsingum frá innlendum og erlendum lögregluliðum og leggja mat á hættu, sem tengist til dæmis fíkniefnabrotum, mansali, skipu- lögðu vændi, peningaþvætti og öðrum afbrotum, sem hafa alþjóð- lega vídd. Hið sama á við um ógn vegna hryðjuverka. Alþjóðlegt sam- starf lögregluliða til að draga úr hættu á hryðjuverkum vex jafnt og þétt. Þessi hætta getur tekið á sig ýmsar myndir eins og sjá má núna vegna vanda Dana eftir birtingu skopmynda Jyllands Postens. Björgvin í villu I umræðum síðustu daga um þetta frumvarp hefur mest athygli beinst að ákvæðinu um greining- ardeildina. I forystugreinum hér í Blaðinu og í Fréttablaðinu hefur verið hvatt til umræðna um þetta ákvæði. Jafnframt hefur verið vakin athygli á því, hve líklegt er, að umræður um efni af þessum toga verði næstum marklausar vegna þekkingarleysis þeirra, sem taka til máls. Raunar er furðulegt, hve margir missa fljótt sjónar á efni málsins, þegar ráðstafanir til að tryggja öryggi þjóðarinnar ber á góma. Björgvin G. Sigurðsson, þing- maður Samfylkingarinnar, skrifar grein hér í Blaðið 6. febrúar, sem er því marki brennd, að hún er ekki annað en persónulegur skætingur í minn garð. Greinin bætir engu öðru við þetta mál en fúkyrðum. Rökin sækir þingmaðurinn í gjörðir George W. Bush Bandaríkja- forseta og lög í Bandaríkjunum. Síðan krefst hann svara frá mér! Óteljandi blaðagreinar Björg- vins G. Sigurðssonar undanfarin ár benda því miður ekki til þess, að hann komist á hærra plan. Spyrja má: Hvers eiga þeir mála- flokkar að gjalda, sem Björgvin kýs að ræða? Heimildir síðar Samkvæmt núgildandi lögreglu- lögum hefur lögreglan að sjálf- sögðu það hlutverk að gæta öryggis ríkisins, rannsaka landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins. Tillaga mín hnígur að því að árétta þetta hlutverk skýrar með stofnun sér- stakrar deildar, greiningardeildar. Þá er jafnframt áréttað mikilvægi þess að leggja mat á hættu af skipu- lagðri og alþjóðlegri glæpastarf- semi og hryðjuverkum. Inntak þeirra heimilda, sem lög- regla fær með þessum breytingum, er ekki að finna í þessu frumvarpi. Þess vegna verða engar breytingar á þeim, nema alþingi samþykki þær með frekari breytingum á lög- reglulögunum eða lögum um með- ferð sakamála. Að þessu sinni er því um aðeins um tæknilega skipu- lagsbreytingu að ræða í anda ann- arra breytinga, sem verið að gera á lögreglulögunum. Umræður um efnisleg úrræði lögreglu bíða frek- ari kynningar. Höfundur er dómsmálaráðhera Björn Bjarnason www.uppbod.is Gerðu góð kaup! Verslaðu a uppbodis

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.