blaðið - 13.02.2006, Page 8

blaðið - 13.02.2006, Page 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2006 blaAÍÖ Mesti viðskiptahalli í sögu Bandaríkjanna Ört vaxandi halli á utanríkisviðskiptum gœti grafið undan stöðu dollarans og ógnað stöðugleika í alþjóðahagkerfinu Halli á viðskiptum Bandaríkjanna við umheiminn jókst um 726 millj- arða dollara á síðasta ári og hefur aldrei verið meiri. Ört vaxandi viðskiptahalli, sem orsakast af mikilli eftirspurn eftir innfluttum varningi og háu heimsmarkaðs- verði á olíu, hefur gert það að verkum að Bandaríkjamenn eru sí- fellt háðari erlendu lánsfjármagni. Slíkt ástand er talið getað ógnað stöðugleika hagkerfa heimsins. Viðskiptahallinn jókst um 17.5% á milli ára og nemur hann nú um 6% af landsframleiðslu Bandaríkjanna. Fátt bendir til þess að draga muni úr hallanum á næstu árum. Á sama tíma hefur hallarekstur á ríkissjóði farið vaxandi, ekki síst vegna skatta- lækkana og aukinna útgjalda sem herinn ber vegna utanríkisstefnu stjórnarinnar. Bandaríkjamenn fjármagna fjár- laga- og viðskiptahallann að mestu leyti með lánsfé frá seðlabönkum Asíu. Sökum þess að hagvöxtur í Bandaríkjunum hefur verið meiri en í löndum Evrópusambandsins og í Japan hafa þeir getað nálgast þetta lánsfé á hagstæðum kjörum Margir sérfræðingar hafa áhyggjur af því að þetta ástand standist eldci til lengdar að leiðrétting sem myndi fel- ast í lægra gengi doharans og hærri vöxtum sé óumflýjanleg. Viðvarandi viðskiptahalli muni á endanum gera að verkum að gengi dollarans gagnvart helstu gjaldmiðlum heims muni falla með þeim afleiðingum að eftirspurn í Bandaríkjunum eftir erlendum vörum muni minnka. Einnig hafa hagfræðingar bent á þann möguleika að stöðug skulda- söfnun Bandaríkjanna geti leitt til >ess að áhugi alþjóðlegra fjárfesta á )ví að fjármagna skuldirnar minnki. Hvort tveggja myndi orsaka skarpa vaxtahækkun og efnahagssamdrátt sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir alþjóðahagkerfið. Ástæðulaus ótti Ekki taka allir undir með þeim sem hafa áhyggjur af neikvæðum afleiðingum viðskiptahallans. Hag- fræðingar benda á að geta Bandaríkj- anna til þess að fjármagna þennan mikla halla endurspegli eingöngu yfirburði bandaríska hagkerfisins samanborið við önnur lönd. Al- þjóðlegir fjárfestar kjósa fyrst og fremst að fjárfesta í Bandaríkjunum og meðan hagvöxtur sé meiri í Bandaríkjunum en öðrum helstu hagkerfum heimsins mun það ekki breytast. Margir hagfræðingar telja að á meðan að fjárfestingaflæði til Bandaríkjanna er stöðugt sé engin ástæða til að óttast hrun dollarans og spár sumra þeirra sýna að við- skiptahalli sem er 6% af landsfram- leiðslu sé viðráðanlegur. Gæti haft neikvæð áhrif á samskiptin við Kína Þrátt að skiptar skoðanir séu á meðal hagfræðinga um hverjar afleiðingar viðvarandi viðskiptahalla hafa stjórnmálamenn vakið athygli á því að hann sé að miklu leyti tilkom- inn vegna ójafnvægis i viðskiptum við Kína. Kínversk stjórnvöld hand- stýra gengi yuansins og telja flestir sérfræðingar að hann sé of lágt skráður gagnvart dollara.Það gerir að verkum að ódýrt er fyrir banda- ríska neytendur að kaupa vörur frá Kína en að sama skapi erfiðara fyrir bandaríska útflytjendur að keppa á hinum ört stækkandi markaði í austri. Kínversk stjórnvöld eru undir miklum þrýsting frá þeim banda- risku um að leyfa gengi yuansins að fljóta gagnvart dollara eða þá að styrkja það með handafli. Þingmenn úr röðum demókrata og repúblikana hafa hótað háum verndartollum á kín- verskan innflutning láti stjórnvöld í Peking ekki undan þrýstingi. Stjórn- málaskýrendur telja að spennan vegna stöðu yuansins gagnvart doll- ara muni fara vaxandi en kínversk stjórnvöld eru milli steins og sleggju þar sem að talið er að veikburða fjár- málakerfi landsins muni ekki þola af- leiðingar slíkrar leiðréttingar. Drekadansinn stiginn í Kína Kínverjar í borginni Shangqui dönsuðu í gær drekadans á Ijósberahátíð sem er samkvæmt fornri venju haldin 15 dögum eftir að ára- mót ganga í garð samkvæmt kínversku dagatali Hvetur alþjóðasamfélagið til að hundsa Hamas-hreyfinguna JJtanríkisráðherra ísraels gagnrýnir Rússafyrir hoð um viðrœður Sjítar tilnefna Jaafari Flokkabandalag sjíta á íraska þingingu hefur tilnefnt Ibrahim Jaafari, sitjandi forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, til að gegna starfinu áfram. Jaafari hlaut aðeins einu atkvæði meira en Adel Abdel Mahdi, varaforseti, í kosningu á meðal þingmanna bandalagsins. Jaafari, sem er læknir að mennt, var skipaður forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í apríl á síðasta ári. Stjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að koma ekki böndum á uppreisnarmenn og fyrir seinagang í uppbyggingu landsins. Reuters Samkvæmt stjórnarskrá íraks mun þing koma saman innan tveggja vikna og staðfesta tilnefninguna. Gangi það eftir fær Jaafari það erfiða verkefni að mynda ríkisstjórn sem styðst við starfhæfan þingmeirihluta en flokkabandalag sjíta er aðeins tíu þingsætum frá því að vera með hreinan þingmeirihluta. Tzipi Livni, utanríkisráðherra ísraels, hvatti alþjóðasamfélagið í gær til þess að hrapa ekki að því að viðurkenna íslömsku Hamas- hreyfinguna, sem fór með sigur af hólmi í þingkosningum Palestínumanna í janúarmánuði. Livni beindi orðum sínum til stjórnvalda í Rússlandi sem hafa boðið fulltrúum Hamas- hreyfingarinnar til viðræðna í Moskvu. “Afstaða rússnesku ríkisstjórnarinnar nýtur ekki viðurkenningar innan alþjóðasamfélagsins,” sagði Livni og bætti við að hættan væri sú að menn hröpuðu að því að auka smám saman samskipti við hreyfinguna, sem borið hefur ábyrgð á fjölmörgum hryðjuverkum og sjálfsmorðsárásum í ísrael á síðustu árum. Lýsti Livni þeirri skoðun sinni að varasamt væri að hefja viðræður við hreyfinguna því þeim gæti fylgt að menn tækju að sýna sjónarmiðum Hamas skilning, þá gæti beinn fjárstuðningur siglt í kjölfarið og loks viðurkenning á samtökunum. “Gegn þessu þarf að vinna,” sagði ísraelski utanríkisráðherrann. Leiðtogar Hamas greindu frá þvi á laugardag að þeir hygðust síðar í mánuðinum halda til Moskvu á fund Vladímírs Pútíns forseta. í máli þeirra kom fram að þeir teldu að rússnesk stjórnvöld myndu ekki setja skilyrði fyrir viðræðunum. Bandaríkjastjórn hefur beint því til Rússa að þeir hvetji Hamas- hreyfinguna til að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og hætti árásum þar. Franska ríkisstjórnin hefur lýst yfir því að hún styðji fundarboð Pútíns en ísraelar eru Rússum afar reiðir vegna þessa frumkvæðis. Hamas-hreyfingin er talin til hryðjuverkasamtaka í Bandaríkjunum og í flestum ríkjum Evrópu. Hamas mun mynda nýja ríkisstjórn í Palestínu á næstu vikum. r Vaxtalaus greiðslukjör í allt að 24 mánuði (visa/euro) Engin útborgun GLERAUGNAVERSLUN Sjóntækjafræðingur með réttindi tii sjónmælinga og iinsumælinga £ Gleraugað í bláu húsunum við Faxafen Sími: 568 1800

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.